Inga Sæland segist ekki etja saman hælisleitendum og öryrkjum

Formaður Flokks fólksins segir aðra reyna að ata auri á flokkinn og snúa út úr málflutningi sínum. Fyrir liggi að Íslendingar búi í fjölmenningarsamfélagi.

inga sæland 2.8.2017
Auglýsing

Inga Sæland, for­maður flokks fólks­ins, vísar á bug ásök­unum um að hún etji saman hæl­is­leit­endum og öryrkj­um. Hún segir gagn­rýni sína á störf Útlend­inga­stofn­unar snúa að því að máls­með­ferð­ar­tími hæl­is­leit­enda hér­lendis sé allt of langur og að sú bið sé „klár mann­vonska“ að hennar mati. Þetta kemur fram í við­tali við Ingu í DV í dag.

Þar segir að fyrir liggi að Íslend­ingar búi í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi, enda séu 10,6 pró­sent íbúa þjóð­ar­innar af erlendu bergi brot­in. Um sé að ræða frá­bært og dug­legt fólk sem hafi hjálpað til við að byggja upp sam­fé­lag­ið.

Það sem hún hafi gagn­rýnt sé að hér séu hæl­is­leit­endur látnir bíða í eitt til þrjú ár áður en þeir fá svar við umsóknum sínum og þá oftar en ekki sé þeim vísað úr landi. „Þessi bið er klár mann­vonska að mínu mati. Mér blöskrar það þegar fjöl­skyldur með ung börn sem eru búnar að aðlag­ast sam­fé­lag­inu og vinna hér baki brotnu, jafn­vel farnar að tala íslensku, eru sendar úr land­i.“

Auglýsing

Inga telur aðferð Norð­manna, sem eru með í gildi reglu um að afgreiða mál hæl­is­leit­enda á 48 klukku­tím­um, mun mann­eskju­legri en þá leið sem farin hefur verið hér­lend­is. „Sú regla felur í raun í sér að þeim sem eiga ekki rétt á hæli er vísað taf­ar­laust úr landi. Þeir sem fá hæli fá hins vegar úrlausn sinna mála fljótt. „Ég á eftir að spyrja þessa háu herra sem eru að kalla mig öllum illum nöfn­um: Vilja þeir hafa þetta ein­hvern veg­inn öðru­vísi? Vill Logi Ein­ars­son, minn fyrr­ver­andi flokks­bróð­ir, hafa þetta ein­hvern veg­inn öðru­vísi? Þeir segja að ég sé að etja saman hæl­is­leit­endum og öryrkj­um, það er ósatt, Það er ein­ungis þannig sem þeir kjósa að túlka það sem ég segi, spurn­ing hvaða stimpil þeir vilja setja á sjálfa sig. Fólki væri nær að snúa bökum saman um þær hug­sjónir að útrýma hér fátækt en að reyna að ata okkur auri og snúa út úr mál­flutn­ingi mín­um.“

Flokkur fólks­ins mæld­ist með 8,4 pró­sent fylgi í nýlegri könnun Gallup. Ef kosið yrði nú myndi flokk­ur­inn fá fimm þing­menn. Flokk­­ur­inn fékk 3,5 pró­­sent atkvæða í síð­­­ustu kosn­­ing­­um. Næst verður kosið árið 2020 nema að boðað verði til kosn­­inga fyrir þann tíma.

Í við­tal­inu við DV segir Inga að þótt flokkur hennar sé ekki inni á þingi sé hann að hennar mati öfl­ug­asta stjórn­ar­and­stað­an. „Það er orðið svo lítið um hug­sjón­ir. Þegar fólk er komið í álnir er eins og legg­ist yfir það ein­hver hula og það virð­ist eiga erfitt með að stíga niður til okkar hinna og horfast í augu við raun­veru­lega stöðu almenn­ings í land­inu, fólks­ins sem það á að vera að vinna fyr­ir.“

Sagð­ist senni­lega Mar­ine Le Pen týpa

Inga hefur vakið mikla athygli fyrir ýmis ummæli að und­an­förnu. Í byrjun ágúst sagði hún í sam­tali við frétta­stofu RÚV að hún væri sátt við að vera kölluð popúlisti. „Ég hef ákveðið að taka jákvæða pól­inn í hæð­ina og segja, ja popúlisti er bara svona ein­hver svaka­­lega vin­­sæll. En ég veit nátt­úru­­lega hvað hug­takið er útbreitt fyr­­ir. Ég er senn­i­­lega svona Mar­ine Le Pen týpa sem er verið að mála mig af þeim sem munu hvort sem er aldrei kjósa flokk­inn. Af okkur stafar ógn vegna þess að við erum boð­beri breyt­inga. Við erum ein­læg og heið­­ar­­leg og við vinnum af hug­­sjón og við ætlum að halda því áfram og við erum bara sátt við að vera popúlist­­ar. Ég ætla að segja að það þýði bara það að vera vin­­sæll í dag.“

Mar­ine Le Pen er fyrr­ver­andi for­­maður frönsku Þjóð­­fylk­ing­­ar­innar (f. Front National) og var for­­seta­fram­­bjóð­andi hennar fyrr á þessu ári. Þar náði hún í aðra umferð en tap­aði fyrir Emmanuel Macron. Í kosn­­­inga­bar­átt­unni lagði Le Pen áherslu á að vilja tak­­­marka fjölda inn­­­flytj­enda sem Frakk­land tæki á móti og sagð­ist ætla að halda þjóð­­­ar­at­­­kvæða­greiðslu um fram­­­tíð Frakk­lands í Evr­­­ópu­­­sam­­­band­inu.

Árangur Le Pen í seinni umferð for­­seta­­kosn­­ing­anna var sá besti sem fram­­bjóð­andi flokks hennar hafði nokkru sinni náð – hún fékk um ell­efu millj­­ónir atkvæða – en olli samt sem áður von­brigð­­um. Fylgi Mar­ine Le Pen var mest í „ryð­belti“ Norð­­­ur­-Frakk­lands og hjá íhalds­­­­­söm­um og öldruð­um íbúum í suð­aust­­­ur­hluta lands­ins.

Inga vakti líka athygli fyrir grein sem hún skrif­aði í Morg­un­­blaðið í júní, í kjöl­far þess að sér­­­sveit lög­­regl­unnar hafði verið vopnuð á nokkrum við­­burðum sem haldnir voru í Reykja­vík. Í grein­inni sagði hún að Íslend­ingar þyrftu að við­­ur­­kenna þá ógn sem fylgj­endur öfga-íslams bera með sér. Að forð­­ast þá umræðu væri hrein og klár og afneit­un. „Sér­­­sveit lög­­regl­unnar undir alvæpni sýnir sig á almanna­­færi og það án þess að hætt­u­­stig sé aukið opin­ber­­lega. Hvað vita þeir sem við vitum ekki? Hvers vegna vill eng­inn taka umræð­una um ástandið í Evr­­ópu og þá stað­­reynd að Ísland til­­heyrir henni, þótt eng­inn hafi verið sprengdur eða myrtur hér í hryðju­verka­árás enn sem komið er? „Það er kom­inn tími til að taka umræð­una og löngu kom­inn tími til að taka á árásum þeirra sam­landa okkar sem vilja og munu kalla okkur öllum illum nöfn­um. Þeirra sömu og vilja breiða út faðm­inn og bjarga öllum heim­in­­um.“ Mik­il­vægt væri að fella sig ekki á bak við „rétt­­trún­­að­­ar­­kenn­ing­­ar“ og treysta því að hryðju­verkaógnin komi ekki til Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent