Sameinað Silicon í greiðslustöðvun – Lífeyrissjóðir á meðal eigenda

Eigandi kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík hafa fengið heimild til að leita nauðasamninga við lánardrottna sína. Verksmiðjan var gangsett í fyrra.

United Silicon ágúst 2017
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­ness veitti í dag stjórn sam­ein­aðs Sil­icons ehf. heim­ild til greiðslu­stöðv­unar sem miðar að því að ná bind­andi nauða­samn­ingum við lána­drottna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu.Á meðal eig­enda félags­ins eru íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki. Í maí átti Arion banki, sem er líka stærsti lán­veit­andi United Sil­icon, um ell­efu pró­sent, Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn 5,6 pró­sent, Festa Líf­eyr­is­sjóður 3,7 pró­sent og eft­ir­launa­sjóður atvinnu­flug­manna rúm­lega hálft pró­sent. Meðal ann­arra skráðra eig­enda er lög­manns­stofan Ver­itas og Magnús Garð­ars­son, sem á eitt pró­sent í fyr­ir­tæk­inu. Sam­kvæmt frétt RÚV frá því í maí er 75 pró­sent eign­ar­halds­ins skráð í Hollandi en end­an­legt eign­ar­hald þess hluta er óljóst.

Þar segir að áðstæðan séu „erf­ið­leikar í rekstri kís­il­málm­verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins í Helgu­vík sem rekja má til síend­ur­tek­inna bil­ana í bún­aði sem valdið hafa félag­inu miklu tjón­i.“ Vegna þess­ara rekstr­ar­erf­ið­leika hafi verið fyr­ir­sjá­an­legt að félagið myndi að óbreyttu eiga erfitt með að standa í skilum við lán­ar­drottna og að yfir­vof­andi séu aðgerðir ein­stakra kröfu­hafa ef ekki verður brugð­ist við án taf­ar. „Ný­fall­inn gerð­ar­dómur í deilu félags­ins við ÍAV eykur enn á þessa óvissu en samn­ingar um upp­gjör þeirra skulda sem þar var tek­ist á um hafa ekki borið árang­ur.“

Í til­kynn­ing­unni segir að hlut­hafar hafi frá því að verk­smiðjan tók til starfa lagt félag­inu til við­bót­ar­hlutafé til að fjár­magna rekst­ur­inn og end­ur­bætur á bún­aði og almennri aðstöðu fyrir starfs­fólk. „Ljóst er að enn frek­ari end­ur­bætur á bún­aði og aðstöðu eru nauð­syn­legar til að verk­smiðjan geti fram­leitt afurðir í því magni og af þeim gæðum sem áætlað var í upp­hafi og án þeirrar lykt­ar­meng­unar sem íbúar í nágrenn­inu hafa kvartað und­an.“

Auglýsing

Því sé það mat stjórnar félags­ins að með greiðslu­stöðvun megi skapa ráð­rúm til að grípa til þeirra ráð­staf­ana sem nauð­syn­legar séu til að koma rekstri verk­smiðj­unnar í eðli­legt horf. „Mark­aðs­horfur fyrir afurðir verk­smiðj­unnar eru góðar og verð hefur farið hækk­andi. Fram­tíð­ar­horfur eru því væn­legar að því til­skyldu að unnt verði að afla auk­ins fjár­magns, semja við lán­ar­drottna og end­ur­skipu­leggja rekst­ur­inn. Nauð­syn­legt var að fá heim­ild til greiðslu­stöðv­unar til að freista þess að rétta við rekstur félags­ins og ná samn­ingum og sam­starfi við lán­ar­drottna með það að mark­miði að ná bind­andi nauða­samn­ing­um.

Stjórn félags­ins tekur alvar­lega þá ábyrgð sem fylgir því að reka stórt fyr­ir­tæki með mik­inn fjölda starfs­manna sem skapar tekjur fyrir nær­sam­fé­lag­ið. Nauða­samn­ingar eru besta leiðin til að verja þau störf og tryggja að hægt sé að halda upp­bygg­ingu starf­sem­innar áfram á þann veg að fyr­ir­tækið geti starfað í sam­ræmi við starfs­leyfi og í góðri sátt við umhverf­ið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent