Tollar á innfluttar landbúnaðarvörur gætu fallið niður á næsta ári

Fjármála- og efnahagsráðherra telur samninga um niðurfellingu á tollum á landbúnaðarvörum ekki stangast á við búvörusamninga. Óvíða sé stuðningur við landbúnað jafn vitlaus og hérlendis.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra 7DM_3054_raw_170614.jpg
Auglýsing

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar, segist vona að samningar við Evrópusambandið um niðurfellingu á tollum á landbúnaðarvörur geti tekið gildi um mitt ár 2018. Hann telur samninganna ekki stangast á við búvörusamninga, sem undirritaðir voru í fyrra og gilda til tíu ára, þar sem víða annars staðar sé stuðningur við landbúnað. Benedikt telur þó að sá stuðningur sé óvíða jafn vitlaus og hérlendis. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Umræddir samningar voru gerðir í september 2015, þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, nú formaður Framsóknarflokksins, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í yfirlýsingu sem send var út vegna þeirra kom fram að þeir myndu stuðla að auknu vöru­úr­vali og lægra vöru­verði á Íslandi til hags­bóta fyrir neyt­end­ur. Jafn­framt áttu þeir að fela í sér veru­leg ný tæki­færi fyrir útflytj­end­ur.

Áttu að taka gildi um síðustu áramót

Vonir stóðu til að samn­ing­arnir geti tekið gildi í árs­lok 2016 eða byrjun árs 2017, að feng­inni stað­fest­ingu stofn­ana ESB og Íslands. Sú gildistaka hefur hins vegar tafist mjög.

Samn­ing­arnir fela í sér að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum toll­skrár­núm­erum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Samtök verslunar og þjónustu lýstu því yfir í framhaldi af gerð samninganna að sú tala væri ónákvæm, því 244 af tollskrárnúmerunum bæru engan toll.

Auglýsing
Nið­ur­staðan felur í sér að allir tollar á unnar land­bún­að­ar­vörur eru felldir niður nema á jógúrt. Sem dæmi munu tollar falla niður á súkkulaði, pizzum, pasta,  bök­un­ar­vörum o.fl. Auk þessa eru tollar felldir niður eða lækk­aðir á óunnum land­bún­að­ar­vörum eins og t.d. villi­bráð, frönskum kart­öfl­um, úti­rækt­uðu græn­meti o.fl.

Jafn­framt er sam­komu­lag um að báðir aðilar auki veru­lega toll­frjálsra inn­flutn­ings­kvóta m.a. fyrir ýmsar kjöt­teg­undir og osta sem munu koma til fram­kvæmda á til­teknum aðlög­un­ar­tíma. Á móti fær Ísland veru­lega hækkun toll­frjálsra inn­flutn­ings­kvóta fyrir skyr, smjör og lamba­kjöt auk nýrra kvóta fyrir ali­fugla- og svína­kjöt og ost.

Þá var gerður samn­ingur milli Íslands og Evrópusambandsins um gagn­kvæma við­ur­kenn­ingu á heitum afurða sem vísa til upp­runa. Í meg­in­at­riðum felur samn­ing­ur­inn í sér að íslensk stjórn­völd skuld­binda sig til að vernda á yfir­ráða­svæði sínu heiti afurða sem vísa til upp­runa og njóta verndar innan ESB.

Stuðningur við bændur „óvíða jafn vitlaus eins og hér“

Benedikt segir að eftir því sem hann komist næst þá sé talið að samningurinn verði samþykktur fyrir áramót og taki þá gildi um mitt ár 2018. Það verði mjög stórt mál fyrir neytendur.

Hann segir að samningarnir stangist ekki á við afar umdeilda búvörusamninga, sem voru undirritaðir í febrúar í fyrra og eru til tíu ára. Samningarnir voru samþykktir á Alþingi í fyrrahaust. Kostn­aður rík­­is­­sjóðs vegna þeirra er 13-14 millj­­arðar króna á ári.

Ein­ungis 19 þing­­­­­menn, eða 30 pró­­­­­sent allra þing­­­­­manna, greiddu atkvæði með búvöru­­­samn­ing­unum þegar þeir voru sam­­­­þykktir á Alþingi á í sept­­­em­ber. Sjö sögðu nei en aðrir sátu hjá eða voru ekki við­staddir atkvæða­greiðsl­una.

Benedikt segir að á það hafi verið bent að víða sé stuðningur við landbúnað. „En hann er kannski óvíða jafn vitlaus eins og hér, þar sem er hvatt til offramleiðslu. Það er alveg hægt að hugsa sér stuðning við bændur sem er ekki framleiðslutengdur.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent