Fóstureyðingalög enn íhaldssöm á Íslandi

Ísland er eitt ellefu Evrópuríkja þar sem fóstureyðingar eru ekki frjálsar. Ekki hefur enn verið lagt fram frumvarp um breytingar á lögunum á Íslandi, þrátt fyrir yfirlýstan vilja fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherra.

Óttar Proppé heilbrigðisráðherra.
Óttar Proppé heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Fóst­ur­eyð­ingar eru ekki frjálsar í ell­efu Evr­ópu­ríkj­um, þar á meðal á Íslandi, sam­kvæmt frétt SVT sem birt var í dag. Lög um fóst­ur­eyð­ingar hér á landi hafa staðið í meg­in­at­riðum óbreytt frá setn­ingu þeirra árið 1975, en bæði núver­andi og fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra hafa lýst yfir vilja sínum til að breyta þeim.

Ell­efu ríki

Sam­kvæmt umfjöllun SVT er fóst­ur­eyð­inga­lög­gjöf á Íslandi svipuð þeirri á Kýp­ur, Finn­landi og Bret­landi, en þar eru fóst­ur­eyð­ingar heim­ilar svo lengi sem rök­stuðn­ingur liggur fyrir um að félags­legar aðstæður liggi að baki henni. Íslensku lögin voru sett árið 1975, en sam­kvæmt þeim þurfa tveir utan­að­kom­andi fag­að­ilar að rök­styðja fóst­ur­eyð­ingu.

Strang­ari reglur gilda um fóst­ur­eyð­ingar í Pól­landi, Móna­kó, Liechten­stein og Norð­ur­-Ír­landi, en þar eru fóst­ur­eyð­ingar ein­göngu leyfðar af heilsu­fars­legum ástæð­um. Á Möltu og Írlandi auk smá­ríkj­anna San Mar­ínó, Liechten­stein og í Vatík­an­inu eru svo fóst­ur­eyð­ingar alveg bann­aðar nema ef líf kon­unnar er í hætt­u. 

Skjáskot úr frétt SVT. Hér eru Evrópulöndin ellefu merkt og lituð dekkri eftir því sem löggjöfin er strangari.

Í frétt SVT er einnig farið yfir refsi­að­gerðir vegna fóst­ur­eyð­ing­anna í lönd­un­um, en kona getur búist við eins og hálfs til þriggja ára fang­elsi í Möltu fari hún í fóst­ur­eyð­ingu. Á Írlandi getur fóst­ur­eyð­ing leitt til allt að 14 ára fang­els­is­dóms, en þar getur heil­brigð­is­starfs­fólk einnig gerst brot­legt fram­kvæmi það fóst­ur­eyð­ing­u. 

Tveggja ára umræða

Í des­em­ber 2015 sagð­ist Krist­ján Þór Júl­í­us­son, þáver­andi heil­brigð­is­ráð­herra, munu end­ur­skoða lög­gjöf um fóst­ur­eyð­ingar í þá átt að konur hafi ákvörð­un­ar­vald yfir eigin mál­um. Ummæli ráð­herra komu í kjöl­far greinar sem birt var í Lækna­blað­inu, en í henni var þrýst á end­ur­mat á lög­gjöf­inni þar sem tími væri til kom­inn að láta hana end­ur­spegla við­horf nútím­ans.

Auglýsing

Þrátt fyrir ummæli heil­brigð­is­ráð­herra hafa fóst­ur­eyð­inga­lögin ekki tekið neinum efn­is­legum breyt­ingum frá upp­hafi, enn þarf rök­stuðn­ing utan­að­kom­andi fag­að­ila um félags­legar aðstæður fóst­ur­eyð­ingar til þess að hún sé heim­il. 

Fyrr á þessu ári var svo birt skýrsla um end­ur­skoðun fóst­ur­eyð­inga­lag­anna í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu. Þar var lagt til að ákvæði um rök­stuðn­ing tveggja fag­að­ila yrði afnu­mið, auk þess að fjallað yrði um fóst­ur­eyð­ingar sem þung­un­ar­rof. Í kjöl­far birt­ing­ar­innar sagði Óttar Proppé heil­brigð­is­ráð­herra til­lög­urnar verða grund­völl frum­varps að nýrri lög­gjöf um þessi mál. Umrætt frum­varp hefur þó ekki verið enn lagt fram á þingi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent