Klappir óska eftir skráningu á First North

Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir lausnir á sviði umhverfismála, og er eitt af fyrstu fyrirtækjum sinna tegunda í heiminum, hefur óskað eftir skráningu á First North markað.

kauphöll
Auglýsing

Stjórn hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Klappa Grænna lausna hf. hefur óskað eftir skrán­ingu á First North markað Kaup­hall­ar­innar í haust. Skrán­ingin er háð skil­yrðum og sam­þykki Kaup­hall­ar­innar um skrán­ingu bréfa á Nas­daq First North en ekki verður efnt til útboðs á hluta­bréfum eða skulda­bréfum í aðdrag­anda skrán­ing­ar­inn­ar. Arion banki mun hafa umsjón með skrán­ing­unni.

Ekki hefur verið mikið um nýskrán­ingar á First North mark­að­inn á und­an­förnum árum. Iceland Seafood International var skráð í fyrra. First North hluta­bréfa­mark­að­ur­inn er snið­inn að þörfum vaxt­ar­fyr­ir­tækja sem eru að taka sín fyrstu skref á verð­bréfa­mark­aði. Hann veitir fyr­ir­tækjum aðgang að þeim kostum sem fylgja því að vera á verð­bréfa­mark­aði en minni kröfur eru gerðar til stærðar fyr­ir­tækis og dreif­ingar eign­ar­halds. Þá er skrán­ing­ar­ferlið ein­fald­ara og skylda til fyr­ir­tækja til  upp­lýs­inga­gjafar ekki eins viða­mikil og á Aðal­mark­aðn­um.

Í til­kynn­ingu vegna fyr­ir­hug­aðrar skrán­ingar Klappa segir að hug­bún­að­ar­lausnir Klappa séu eitt af allra fyrstu upp­lýs­inga­kerfum sinnar teg­undar í heim­inum á sviði umhverf­is­mála og er þeim ætlað að styðja fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og ríki við að byggja upp öfl­uga inn­viði til að takast á við þær áskor­anir sem framundan eru á því sviði. „Traust og skil­virk aðferða­fræði hug­bún­að­ar­ins mætir þörfum not­enda bún­að­ar­ins við að safna sam­an, sam­keyra, greina og miðla áreið­an­legum umhverf­is­upp­lýs­ing­um. Hug­bún­að­ur­inn mætir alþjóð­legri umhverf­is­lög­gjöf varð­andi flesta þætti umhverf­is­mála og einnig mik­il­vægum þáttum íslenskra og evr­ópskra umhverf­islaga hvað varðar söfnun og miðlun á upp­lýs­ingum um orku­notkun og upp­lýs­ingum um með­ferð á úrgang­i.“

Auglýsing

Byggir á hug­viti starfs­fólks

Jón Ágúst Þor­steins­son, for­stjóri félags­ins, segir að Klappir byggi á hug­viti starfs­fólks sem hefur sér­þekk­ingu og langa reynslu af umhverf­is­málum skipu­lags­heilda, flota­stýr­ingu bif­reiða og skipa, hug­bún­að­ar­þróun og alþjóð­legri starf­semi. „Við lítum svo á að með skrán­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á Nas­daq First North mark­að­inn í Kaup­höll­inni sé stigið mik­il­vægt skref í fram­tíð­arund­ir­bún­ingi félags­ins. Við teljum að með skrán­ing­unni skap­ist meiri sýni­leiki og umgjörð sem komi fyr­ir­tæk­inu til góða þegar fram í sækir svo sem almenn og sam­ræmd upp­lýs­inga­gjöf til hlut­hafa, auk­inn mögu­leiki fyrir nýja fjár­festa til koma inn í hlut­hafa­hóp­inn og fara út úr fjár­fest­ing­unni þegar þeim hent­ar. Þá auð­veldar skrán­ingin fjár­mögnun á stórum verk­efnum ef aðstæður kalla á ýmist með útboði á nýju hlutafé eða útgáfu skulda­bréfa. Með skrán­ing­unni viljum við jafn­framt gefa þeim fjár­festum og ein­stak­ling­um, sem hafa trú á að með grænum innviðum og öfl­ugri upp­lýs­inga­tækni sé hægt að minnka veru­lega losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, tæki­færi til að vera þátt­tak­endur í þróun grænna hug­bún­að­ar­lausna og inn­leið­ingu þeirra í gegnum Klapp­ir.“

Hug­bún­aður Klappa er skýja­lausn sem felur það í sér að í kjöl­far breyt­inga á umhverf­is­lögum og reglu­gerðum þjóð­ríkja og yfir­þjóð­legra stofn­ana er hug­bún­aður hjá öllum við­skipta­vinum upp­færður jafn­óðum til sam­ræmis við þær breyt­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent