Lagt til að eldisfyrirtæki greiði auðlindagjald

Ráðherra fagnar tillögum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Starfs­hóp­­ur­ um stefnu­mótun í fisk­eld­is­málum legg­ur meðal ann­­ars til, í skýrslu sinni, að rekstr­­ar­­leyf­­is­haf­ar í sjó­kví­a­eldi greiði af­­gjald vegna nýt­ing­ar á eld­is­­svæðum í sjó, og auð­linda­­gjald sem miðað verði við fram­­leiðslu­­magn eld­is­­fisks í sjó, allt að 15 krón­ur á hvert fram­­leitt kíló af eld­is­laxi. Lagt er til að 85% auð­linda­gjalds­ins renni til upp­­­bygg­ing­ar á þeim svæðum sem nýt­ist við upp­­­bygg­ingu fisk­eld­is, en 15% gjalds­ins renni þá í Um­hverf­is­­sjóð sjó­kví­a­eld­is, til að efla rann­­sókn­ir í fisk­eldi.

Fyr­ir­tæk­in fái þá sex ára bið­tíma á greiðslu auð­linda­gjalds, og verður það talið frá þeim tíma þegar fyrsta slátrun hefst úr eld­isk­ví­um fyr­ir­tæk­is­ins. Eldi ófrjórra laxa verði enn frem­ur tíma­bundið und­an­þegið greiðslu auð­linda­gjalds og 50% af­­slátt­ur sett­ur á greiðslu gjalds­ins vegna eld­is regn­­bogasil­ungs.

Í starfs­hópnum voru Baldur P. Erlings­son, lög­fræð­ingur hjá atvinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyti og Bryn­dís Björns­dótt­ir, sér­fræð­ingur hjá Mat­ís, bæði skipuð án til­nefn­ing­ar, Guð­mundur Gísla­son, stjórn­ar­for­maður Fisk­eldis Aust­fjarða, og Kjartan Ólafs­son, stjórn­ar­for­mað­ur­ ­Arn­ar­lax, báðir til­nefndir af Lands­sam­bandi fisk­eld­is­fyr­ir­tækja, Óðinn Sig­þórs­son, fyrr­ver­and­i ­for­maður Lands­sam­bands veiði­fé­laga, til­nefndur af Lands­sam­bandi veiði­fé­laga, og Sig­ur­björg ­Sæ­munds­dótt­ir, deild­ar­stjóri hjá umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti, til­nefnd af umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti. Með starfs­hópnum starf­aði dr. Jón Þrándur Stef­áns­son.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu á vef atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins segir að starfs­hóp­ur­inn telji mik­il­vægt að fisk­eldi á Íslandi verði skap­aðar aðstæður sem eru góðar til upp­bygg­ing­ar. „Starfs­hóp­ur­inn telur mik­il­vægt að íslensku fisk­eldi séu sköpuð bestu mögu­leg skil­yrði til upp­bygg­ingar og verði þannig sterk og öflug atvinnu­grein. Með hag­felldum rekstr­ar­skil­yrðum megi byggja upp fisk­eldi á svæðum sem henta til slíks rekstrar og efla þannig atvinnu­líf og byggð í land­inu. Að sama skapi telur starfs­hóp­ur­inn mik­il­vægt að stuðla að ábyrgu fisk­eldi þar sem sjálf­bær þróun og vernd líf­ríkis séu höfð að leið­ar­ljósi. Ein­ungis þannig muni nást sátt um fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu fisk­eld­is. Starfs­hóp­ur­inn bendir á að slík sátt helstu hags­muna­að­ila sé ekki ein­ungis nauð­syn­leg fyrir upp­bygg­ingu fisk­eldis heldur skapi slík sátt mark­aðs­leg sókn­ar­færi fyrir íslenskt fisk­eldi til fram­tíð­ar, þar sem byggt er á umhverf­is­vænni ímynd. Því skuli rann­sóknir ráða för við upp­bygg­ingu fisk­eldis - og í þeim til­fellum þar sem óvissa ríki um áhrif fisk­eldis á vist­kerfi eða umhverfi verði nið­ur­stöður rann­sókna lagðar til grund­vallar ákvörð­unum stjórn­valda,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Í skýrslu starfs­hóps­ins koma meðal ann­ars fram upp­lýs­ingar um eign­ar­hald á fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­unum sem starfa hér á landi, en það er að stóru leyti hjá erlendum aðil­u­m. 

Myndin er upp úr skýrslu starfshópsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent