Stuðningur við ríkisstjórnina 27,2 prósent – Sjálfstæðisflokkur lækkar mikið

Fylgi við Sjálfstæðisflokk fellur skarpt samkvæmt nýrri könnun. Ríkisstjórnin nær nýjum lægðum í stuðningi og Flokkur fólksins mælist stærri en bæði Viðreisn og Björt framtíð.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Auglýsing

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins mælist nú 24,5 pró­sent og lækkar um 4,8 pró­sentu­stig frá síð­asta mán­uði. Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina hríð­lækkar milli júlí og ágúst­mán­aða og mælist nú 27,7 pró­sent. Það er minnsti stuðn­ingur sem mælst hefur við sitj­andi rík­is­stjórn og svip­aður stuðn­ingur og mæld­ist við rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar í apríl 2016, þegar Wintris-­málið var í hámæli. Þá mæld­ist sú rík­is­stjórn með 26 pró­sent stuðn­ing. Þetta kemur fram í nýbirtri könnun MMR.

Fylgi flokka miðað við könnun MMR 18. ágústSjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist enn stærsti flokkur lands­ins með 24,5 pró­sent fylgi. Flokk­ur­inn mæld­ist með 29,3 pró­sent fylgi í könnun MMR í júlí. Vinstri græn eru næst stærsti flokkur lands­ins með 20,5 pró­sent fylgi sem er nán­ast sama fylgi og flokk­ur­inn mæld­ist með í júlí. Píratar koma þar á eftrir með 13,5 pró­sent fylgi en mæld­ust með 13,3 pró­sent í júlí. Þar á eftir kemur Sam­fylk­ingin með 10,6 pró­sent fylgi og Fram­sókn­ar­flokkur með 10,1 pró­sent fylgi.

Auglýsing

Flokkur fólks­ins, undir for­ystu Ingu Sæland, mælist með 6,7 pró­sent fylgi sem er lítið eitt meira en hann mæld­ist með í júlí. Flokk­ur­inn mælist með meira fylgi en báðir litlu stjórn­ar­flokk­arn­ir, Við­reisn og Björt fram­tíð. Sá fyrr­nefndi mælist með sex pró­sent fylgi og sá síð­ar­nefndi með 3,6 pró­sent, sem myndi ekki duga til að ná manni inn á þing ef kosið yrði í dag. Fylgi beggja mælist þó, þrátt fyrir það, umtals­vert hærra en það gerði í júlí. Þá mæld­ist fylgi Við­reisnar 4,7 pró­sent og fylgi Bjartrar fram­tíðar var 2,4 pró­sent. 

Íslenska þjóð­fylk­ingin mælist með 1,6 pró­sent fylgi, Dögun með 1,4 pró­sent og aðrir með 1,6 pró­sent. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent