Segir veiðigjöld aldrei verða „meiriháttar tekjustofn fyrir ríkissjóð“

Ráðgjafi nefndar um sanngjarnari gjaldtöku ríkisins vegna nýtingar á fiskveiðiauðlindinni segir að menn hafi séð ofsjónum yfir hagnaði í sjávarútvegi. Hann verði hissa þegar þeir agnúast út í arðgreiðslur í geiranum.

Reykjavíkurhöfn
Auglýsing

Daði Már Krist­ó­fers­son, for­seti Félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands og ráð­gjafi nefndar sem á að móta nýjar til­lögur um fyr­ir­komu­lag auð­linda­gjalds í sjáv­ar­út­vegi, segir að sér finn­ist hug­myndir manna „um umfang rentu í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi oft vera skringi­lega bjart­sýn­ar.“ Veiði­gjöld verði aldrei neinn meiri­háttar tekju­stofn fyrir rík­is­sjóð og muni aldrei leysa af hólmi tekju­skatta. Menn hafi því að ein­hverju leyti séð „tölu­verðum ofsjónum yfir hagn­aði í sjáv­ar­út­veg­i.“

Þetta kemur fram í við­tali við Daða Má, sem er pró­fessor og auð­linda­hag­fræð­ing­ur, í Fiski­fréttum í dag.

Í við­tal­inu segir Daði að eng­inn vafi leiki á því að kvóta­kerfið hafi skilað Íslend­ingum árangri. Mjög áreið­an­leg töl­fræði sé til um það og í dag sé eng­inn sjáv­ar­út­vegur í heimunum betri í að skapa verð­mæti úr hrá­efni en íslenskur sjáv­ar­út­veg­ur. „Það er ekki þar með sagt að við séum komin á ein­hverja enda­stöð eða hann sé full­kom­inn, það er svo fjarri lagi. En það er samt ljóst að kerfið hefur hjálpað í þeirri þró­un[...]En nú skal ég vera hrein­skil­inn með það að ég er mik­ill stuðn­ings­maður kvóta­kerf­is­ins, þó það sé alls ekki galla­laust[...]Ef það þarf að velja á milli þess að vera með annað hvort óarð­bærar veiðar eins og til dæmis Norð­menn eða Evr­ópu­sam­bandið stunda eða stjórn­lausar veiðar eins og er víða í heim­in­um, og þess að þurfa að sætta sig við þessa tak­mörkun sem fylgir kvóta­fyr­ir­komu­lag­inu, þá er eng­inn vafi í mínum huga að þetta er lang­sam­lega besta fyr­ir­komu­lagið,“ segir Daði við Fiski­fréttir.

Daði Már Kristófersson, prófessor og forseti Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Mynd: Já Ísland.Þar seg­ist hann einnig alltaf verða hissa þegar menn fari að agn­ú­ast út í arð­greiðslur til eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. „Það er nú einu sinni þannig að ef þú ætlar að fjár­festa í atvinnu­rekstri þá ger­irðu það ekki án þess að ætl­ast til þess að fá eitt­hvað í þinn hlut. Og mér finnst að menn þurfi þá að skoða hvort þessar arð­greiðslur eru meiri eða minni en eðli­legt er fyrir atvinnu­rekstur með sam­bæri­lega áhættu, frekar en að bera þær alltaf saman við veiði­gjald­ið. Ef þú getur sýnt fram á að arð­greiðsl­urnar séu alveg út úr korti miðað við bundið fjár­magn, þá geta menn farið að tala sam­an.“

Góð tíð hjá sjáv­ar­út­vegi eftir hrun

Eigið fé íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja var rúm­lega 220 millj­arðar króna í lok árs 2015. Það var nei­kvætt um 80 millj­arða króna í lok árs 2008 og jókst því um rúm­lega 300 millj­arða króna frá þeim tíma. Þá á eftir að taka til­lit til þeirra 54,3 millj­arða króna sem eig­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafa greitt sér út í arð frá byrjun árs 2010 og til loka árs 2015, enda hafa þeir pen­ingar verið greiddir út úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­unum til eig­enda þeirra. Alls voru 38,2 millj­arðar króna greiddir í arð árin 2013, 2014 og 2015.

Þegar sú upp­hæð er lögð saman við eigið féð hefur hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins vænkast um rúm­lega 354 millj­arða króna á örfáum árum. Upp­lýs­ing­arnar um eigið fé sjáv­ar­út­veg­ar­ins, bæði veiða og vinnslu, koma fram í hag­tíð­indum Hag­stofu Íslands um hag veiða og vinnslu árið 2015.

Auglýsing
Hagnaður íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og tekju­skatt á árinu 2015 var tæp­lega 70 millj­arðar króna. Hreinn hagn­aður sjáv­ar­út­vegs var 45,4 millj­arðar króna á því ári þegar búið var að standa skil á öllum kostn­aði. Sam­an­lagt skil­aði íslenskur sjáv­ar­út­vegur hreinum hagn­aði upp á 287 millj­arða króna á sjö ára tíma­bili, frá 2009 til loka árs 2015.

Veiði­gjald útgerð­ar­innar fór úr 9,2 millj­örðum fisk­veiði­árið 2013/2014 í 7,7 millj­arða fisk­veiði­árið 2014/2015. Í reikn­ingum fyr­ir­tækj­anna er veiði­gjaldið talið með öðrum rekstr­ar­kostn­aði og því er búið að taka til­lit til þess þegar hreinn hagn­aður er reikn­aður út. Á fisk­veiði­ár­inu 2015/2016 voru þau áætluð 7,4 millj­arðar króna og á yfir­stand­andi fisk­veiði­ári er það áætlað 4,8 millj­arðar króna. Það er um átta millj­örðum króna minna en þau voru fisk­veiði­árið 2012/2013, þegar þau voru 12,8 millj­arðar króna. Veiði­gjöldin sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki greiða til rík­is­sjóðs hafa því lækkað um átta millj­arða króna á sama tíma og fyr­ir­tækin hafa hagn­ast mik­ið.

Nefnd skipuð um sann­gjarna gjald­töku

Í maí var gengið frá skipun nefndar til að móta til­­lögur um hvernig tryggja megi sann­­gjarna gjald­­töku fyrir afnot af fisk­veið­i­­auð­lind­inni. For­­maður nefnd­­ar­innar er Þor­­steinn Páls­­son sem skip­aður er af Þor­­gerði Katrínu Gunn­­ar­s­dótt­­ur, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra.

Aðrir sem sitja í nefnd­inni eru Hanna Katrín Frið­­riks­­son (fyrir Við­reisn), Logi Ein­­ar­s­­son (fyrir Sam­­fylk­ing­u), Mörður Ing­­ólfs­­son (fyrir Pírata), Páll Páls­­son (fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk), Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir (fyrir Vinstri græn), Teitur Björn Ein­­ar­s­­son (fyrir Sjálf­­stæð­is­­flokk) og  Theo­­dóra S. Þor­­steins­dóttir (fyrir Bjarta fram­­tíð). Daði er síð­an, líkt og áður sagði, einn þeirra sem starfar sem ráð­gjafi nefnd­ar­inn­ar.

Nefndin á að skila til­­lögum sínum til ráð­herra í formi laga­frum­varps eigi síðar en 1. des­em­ber á þessu ári.

Meira úr sama flokkiInnlent