Segir veiðigjöld aldrei verða „meiriháttar tekjustofn fyrir ríkissjóð“

Ráðgjafi nefndar um sanngjarnari gjaldtöku ríkisins vegna nýtingar á fiskveiðiauðlindinni segir að menn hafi séð ofsjónum yfir hagnaði í sjávarútvegi. Hann verði hissa þegar þeir agnúast út í arðgreiðslur í geiranum.

Reykjavíkurhöfn
Auglýsing

Daði Már Krist­ó­fers­son, for­seti Félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands og ráð­gjafi nefndar sem á að móta nýjar til­lögur um fyr­ir­komu­lag auð­linda­gjalds í sjáv­ar­út­vegi, segir að sér finn­ist hug­myndir manna „um umfang rentu í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi oft vera skringi­lega bjart­sýn­ar.“ Veiði­gjöld verði aldrei neinn meiri­háttar tekju­stofn fyrir rík­is­sjóð og muni aldrei leysa af hólmi tekju­skatta. Menn hafi því að ein­hverju leyti séð „tölu­verðum ofsjónum yfir hagn­aði í sjáv­ar­út­veg­i.“

Þetta kemur fram í við­tali við Daða Má, sem er pró­fessor og auð­linda­hag­fræð­ing­ur, í Fiski­fréttum í dag.

Í við­tal­inu segir Daði að eng­inn vafi leiki á því að kvóta­kerfið hafi skilað Íslend­ingum árangri. Mjög áreið­an­leg töl­fræði sé til um það og í dag sé eng­inn sjáv­ar­út­vegur í heimunum betri í að skapa verð­mæti úr hrá­efni en íslenskur sjáv­ar­út­veg­ur. „Það er ekki þar með sagt að við séum komin á ein­hverja enda­stöð eða hann sé full­kom­inn, það er svo fjarri lagi. En það er samt ljóst að kerfið hefur hjálpað í þeirri þró­un[...]En nú skal ég vera hrein­skil­inn með það að ég er mik­ill stuðn­ings­maður kvóta­kerf­is­ins, þó það sé alls ekki galla­laust[...]Ef það þarf að velja á milli þess að vera með annað hvort óarð­bærar veiðar eins og til dæmis Norð­menn eða Evr­ópu­sam­bandið stunda eða stjórn­lausar veiðar eins og er víða í heim­in­um, og þess að þurfa að sætta sig við þessa tak­mörkun sem fylgir kvóta­fyr­ir­komu­lag­inu, þá er eng­inn vafi í mínum huga að þetta er lang­sam­lega besta fyr­ir­komu­lagið,“ segir Daði við Fiski­fréttir.

Daði Már Kristófersson, prófessor og forseti Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Mynd: Já Ísland.Þar seg­ist hann einnig alltaf verða hissa þegar menn fari að agn­ú­ast út í arð­greiðslur til eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. „Það er nú einu sinni þannig að ef þú ætlar að fjár­festa í atvinnu­rekstri þá ger­irðu það ekki án þess að ætl­ast til þess að fá eitt­hvað í þinn hlut. Og mér finnst að menn þurfi þá að skoða hvort þessar arð­greiðslur eru meiri eða minni en eðli­legt er fyrir atvinnu­rekstur með sam­bæri­lega áhættu, frekar en að bera þær alltaf saman við veiði­gjald­ið. Ef þú getur sýnt fram á að arð­greiðsl­urnar séu alveg út úr korti miðað við bundið fjár­magn, þá geta menn farið að tala sam­an.“

Góð tíð hjá sjáv­ar­út­vegi eftir hrun

Eigið fé íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja var rúm­lega 220 millj­arðar króna í lok árs 2015. Það var nei­kvætt um 80 millj­arða króna í lok árs 2008 og jókst því um rúm­lega 300 millj­arða króna frá þeim tíma. Þá á eftir að taka til­lit til þeirra 54,3 millj­arða króna sem eig­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafa greitt sér út í arð frá byrjun árs 2010 og til loka árs 2015, enda hafa þeir pen­ingar verið greiddir út úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­unum til eig­enda þeirra. Alls voru 38,2 millj­arðar króna greiddir í arð árin 2013, 2014 og 2015.

Þegar sú upp­hæð er lögð saman við eigið féð hefur hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins vænkast um rúm­lega 354 millj­arða króna á örfáum árum. Upp­lýs­ing­arnar um eigið fé sjáv­ar­út­veg­ar­ins, bæði veiða og vinnslu, koma fram í hag­tíð­indum Hag­stofu Íslands um hag veiða og vinnslu árið 2015.

Auglýsing
Hagnaður íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og tekju­skatt á árinu 2015 var tæp­lega 70 millj­arðar króna. Hreinn hagn­aður sjáv­ar­út­vegs var 45,4 millj­arðar króna á því ári þegar búið var að standa skil á öllum kostn­aði. Sam­an­lagt skil­aði íslenskur sjáv­ar­út­vegur hreinum hagn­aði upp á 287 millj­arða króna á sjö ára tíma­bili, frá 2009 til loka árs 2015.

Veiði­gjald útgerð­ar­innar fór úr 9,2 millj­örðum fisk­veiði­árið 2013/2014 í 7,7 millj­arða fisk­veiði­árið 2014/2015. Í reikn­ingum fyr­ir­tækj­anna er veiði­gjaldið talið með öðrum rekstr­ar­kostn­aði og því er búið að taka til­lit til þess þegar hreinn hagn­aður er reikn­aður út. Á fisk­veiði­ár­inu 2015/2016 voru þau áætluð 7,4 millj­arðar króna og á yfir­stand­andi fisk­veiði­ári er það áætlað 4,8 millj­arðar króna. Það er um átta millj­örðum króna minna en þau voru fisk­veiði­árið 2012/2013, þegar þau voru 12,8 millj­arðar króna. Veiði­gjöldin sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki greiða til rík­is­sjóðs hafa því lækkað um átta millj­arða króna á sama tíma og fyr­ir­tækin hafa hagn­ast mik­ið.

Nefnd skipuð um sann­gjarna gjald­töku

Í maí var gengið frá skipun nefndar til að móta til­­lögur um hvernig tryggja megi sann­­gjarna gjald­­töku fyrir afnot af fisk­veið­i­­auð­lind­inni. For­­maður nefnd­­ar­innar er Þor­­steinn Páls­­son sem skip­aður er af Þor­­gerði Katrínu Gunn­­ar­s­dótt­­ur, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra.

Aðrir sem sitja í nefnd­inni eru Hanna Katrín Frið­­riks­­son (fyrir Við­reisn), Logi Ein­­ar­s­­son (fyrir Sam­­fylk­ing­u), Mörður Ing­­ólfs­­son (fyrir Pírata), Páll Páls­­son (fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk), Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir (fyrir Vinstri græn), Teitur Björn Ein­­ar­s­­son (fyrir Sjálf­­stæð­is­­flokk) og  Theo­­dóra S. Þor­­steins­dóttir (fyrir Bjarta fram­­tíð). Daði er síð­an, líkt og áður sagði, einn þeirra sem starfar sem ráð­gjafi nefnd­ar­inn­ar.

Nefndin á að skila til­­lögum sínum til ráð­herra í formi laga­frum­varps eigi síðar en 1. des­em­ber á þessu ári.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent