Björgólfur sýknaður í fjársvikamáli

Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, var á meðal níu manns sem voru ákærðir í fjársvikamáli sem rekið var fyrir frönskum dómstólum. Allir ákærðu voru í dag sýknaðir.

Björgólfur Guðmundsson var stjórnarformaður og einn aðaleiganda Landsbanka Íslands fyrir bankahrunið.
Björgólfur Guðmundsson var stjórnarformaður og einn aðaleiganda Landsbanka Íslands fyrir bankahrunið.
Auglýsing

Björgólfur Guð­munds­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Lands­bank­ans, og átta aðrir sem voru ákærðir í máli sem höfðað var gegn þeim fyrir dóm­stólum í París í Frakk­landi, voru í dag sýkn­að­ir. Frá þessu er greint á vef RÚV. 

Aðal­­­með­­­ferð í mál­inu, sem var gegn Björgólfi, Gunn­­ari Thorodd­­sen, fyrr­ver­andi yfir­­­manni Lands­­bank­ans í Lúx­em­­borg, og sjö öðrum ein­stak­l­ingum sem störf­uðu beint eða óbeint fyrir bank­ann hófst fyrir í saka­­dómi í París í byrjun maí. Þeir sem voru ákærðir í mál­inu var gefið að hafa brotið gegn grein í frönskum hegn­ing­­ar­lögum sem fjallar um lof­orð um áhætt­u­­laus við­­skipti.

Málið hafði verið í und­ir­­bún­­ingi og rann­­sókn árum sam­­an. Einn þekkt­­asti rann­­sókn­­ar­­dóm­­ari Frakk­lands, Renaud Van Ruym­beke, rann­sak­aði það og skil­aði nið­­ur­­stöðu síðla árs 2014. Skömmu síðar voru níu ein­stak­l­ingar og lög­­að­il­inn Lands­­bank­inn í Lúx­em­­borg ákærðir í mál­inu. Sam­­kvæmt frönskum fjöl­miðlum gátu brotin sem um ræðir leitt að sér allt að fimm ára fang­els­is­­dóma og sekt upp á 375 þús­und evr­­­ur, um 43,4 millj­­ónir króna á gengi dags­ins í dag.

Auglýsing

Málið var mjög umfangs­­mikið og aðal­með­ferð þess stóð í nokkrar vik­ur. Líkt og áður sagði voru allir ákærðu sýkn­aðir í dag.

Keyptu skulda­bréf íslensku bank­anna

Í mál­inu var Lands­­bank­­anum í Lúx­em­­borg, Björgólfi Guð­­munds­­syni, Gunn­­ari Thorodd­­sen og sjö öðrum gefið að hafa blekkt um eitt hund­rað aðila á árunum 2006 til 2008. Á meðal ann­­arra sem voru ákærðir voru þrír fyrr­ver­andi yfir­­­menn hjá Lands­­bank­­anum í Lúx­em­­borg; Dan­inn Torben Bjer­regaard Jen­­sen, Sví­inn Olle Lind­­fors og Belg­inn Failly Vincent. Flestir þeir aðilar sem töldu sig hafa verið blekktir af Lands­­bank­­anum eru elli­líf­eyr­is­þegar og 22 meint fórn­­­ar­lömb bank­ans hafa lát­ist frá því að málið kom upp.

Einn þeirra sem taldi sig blekktan vegna þess sem kallað er í frönskum fjöl­miðlum svika­­mylla Lands­­bank­ans var Enrico Maci­as, 78 ára gam­all söngv­­ari sem er þjóð­þekktur í Frakk­landi. Í máls­­gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum sagði að Macias hafi verið boðið að fá 35 millj­­ónir evra að láni til 20 ára og að vext­irnir á lán­inu yrðu 9,69 pró­­sent. Hann átti að fá níu millj­­ónir evra útgreiddar en afgangur láns­ins yrði settur í fjár­­­fest­ingar hjá Lands­­bank­­anum í Lúx­em­­borg sem átti að skila nægj­an­­legri ávöxtun til að borga vaxt­­ar­­kostn­að­inn af lán­inu hið minnsta. 

Macias var því í raun boðið að losa um níu millj­­ónir evra, um einn millj­­arð króna, í gegnum þann strúktúr sem honum var boð­inn. Á móti þurfti hann hins vegar að setja raun­veru­­leg veð í fast­­eign­­um. Í máls­­gögn­unum segir Macias að hann hafi verið blekktur og að Lands­­bank­inn í Lúx­em­­borg hafi mis­­notað umboð sitt til fjár­­­fest­inga fyrir láns­­féð með því t.d. að kaupa skulda­bréf á Lands­­bank­ann á Íslandi og Kaup­­þing skömmu áður en bank­­arnir tveir féllu haustið 2008. 

Þau skulda­bréf féllu gríð­­ar­­lega í verði við banka­hrun­ið, enda kröf­u­hafaröð breytt og inn­­lán gerð að for­­gangs­­kröf­­um. Auk þess var því haldið fram við máls­með­ferð­ina að rangar upp­­lýs­ingar hafi verið gefnar um sterka stöðu Lands­­banka Íslands.

Virði fast­­eigna blásið upp til að hækka lánin

Svika­­myllan sem fólkið hélt fram að það hafi verið blekkt til að taka þátt í snérist því um að Lands­­bank­inn hafi fjár­­­fest lánin sem það veitti fólk­inu með öðrum hætti en því hafði verið sagt og að staða bank­ans hafi verið mun verri en þeir sem seldu fólk­inu aðkomu að við­­skipt­unum höfðu haldið fram.

Slitabú Lands­­bank­ans í Lúx­em­­borg hélt hins vegar áfram að reyna að inn­­heimta lánin sem veitt voru með þessum hætti og það hefur sett þá sem þau tóku í mik­inn fjár­­hags­­vanda.

Lang­flestir sem tóku þátt í þessum við­­skiptum Lands­­bank­ans í Lúx­em­­borg eru ekki jafn efnað fólk og Macias og ekki er um jafn háar upp­­hæðir að ræða. Og hluti hóps­ins fékk ekki greitt út 25 pró­­sent láns­ins sem var veitt heldur setti það allt í fjár­­­fest­ingu hjá Lands­­bank­an­­um.

Á heima­­síðu sem hóp­­ur­inn heldur út, og kall­ast www.lands­­banki­vict­­ims .co.uk, segir að hóp­­ur­inn hafi „tekið þátt í þess­­ari hræð­i­­legu svika­­myllu eftir að gengið var á eftir okk­­ur. Til­­­gang­­ur­inn var að hagn­­ast á fjár­­­fest­ing­unni og veita okkur áhyggju­­laust ævi­­kvöld og vernda börnin okk­­ar.“ Þar segir enn fremur að virði húsa fólks­ins hafi verið blásin upp svo þau gætu fengið hærri lán gegn hærri veð­­um. Þannig gat Lands­­bank­inn bók­­fært hærri upp­­hæð sem útlán og fékk hærri upp­­hæð til að fjár­­­festa fyrir í nafni elli­líf­eyr­is­þeg­anna. „Við vorum blekkt,“ segir á heima­­síð­­unni.

Lög­­­maður Björg­­ólfs Guð­­munds­­sonar sagði við RÚV í sept­­em­ber 2014 að búið hefði verið að koma því á fram­­færi við rann­­sókn­­ar­­dóm­­ar­ann í Frakk­landi að Björgólfur hefði ekki haft nein yfir­­ráð yfir Lands­­bank­­anum í Lúx­em­­borg. Hann var samt sem áður ákærður í mál­inu.

Sig­rún Dav­íðs­dótt­ir, frétta­maður RÚV, var við­stödd dóms­upp­kvaðn­ingu í París fyrr í dag. Í frétt á vef RÚV er haft eftir henni að farið hafi verið yfir hvort fjár­mála­á­standið á Íslandi hafi haft áhrif á rekstur bank­ans í Lúx­em­borg, hvort að hegðun ákærðu í mál­inu gætu verið skil­greind sem svik, hvort að lán­tökum hafi verið lofað ein­hverju, eða gefin ein­hver trygg­ing, um gæði lána. Öllum þessum spurn­ingum hafi verið svarað neit­and­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent