Bandaríkin eru reiðubúin að nota kjarnorkuvopn gegn Norður-Kórea. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, frá þessu í símtali í gærkvöld, samkvæmt yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.
Spennan á Kóreuskaga er mikil eftir að Norður-Kórea framkvæmdi tilraun með kjarnorkusprengju sem Kim Jong Un, leiðtogi landsins, segir að hafi verið „vel heppnuð“. Samkvæmt frásögn New York Times er mikill á alþjóðasviði stjórnmálanna vegna ástandsins á Kóreuskaga en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um stöðuna í dag.
Suður-Kórea svaraði tilraun Norður-Kóreu strax með eldflaugaæfingu við landamærin og hefur forseti landsins, Moon Jae-in, kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar einangruðu Norður-Kóreu efnahagslega án tafar.
Þetta var sjötta tilraun Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn, og sú lang umfangsmesta til þessa, en talið er að tilraunin hafi framkallað jarðskjálfta upp á 6,3.
Trump og Abe töluðu saman um ógnina frá Norður-Kóreu í gærkvöld. Í yfirlýsingunni segir að Trump hafi ítrekað að Bandaríkin væru skuldbundin því að verja eigin þjóð og yfirráðasvæði, auk bandaþjóða.