Merkel vann kappræðurnar í Þýskalandi

Flestir töldu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hafa verið sigurvegara einu kappræðanna í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mætti Martin Schultz í kappræðum í gærkvöldi.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mætti Martin Schultz í kappræðum í gærkvöldi.
Auglýsing

Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks landsins, Kristilegra demókrata, var ótvíræður sigurvegari fyrstu og einu kappræðanna sem haldnar eru í aðdraganda þingkosninga í lok mánaðarins.

Merkel atti kappi við Martin Schulz, leiðtoga Sósíal demókrata, í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Kappræðurnar eru sagðar hafa verið besti möguleiki Schulz til þess að rétta kosningabaráttu sína við en flokkur hans er nú með um 15 til 17 prósentustigum minni stuðning en flokkur Merkel.

Jafnvel þó Merkel hafi ekki þótt hafa borið af í samanburði við fyrri kappræður sem hún hefur tekið þátt í, þá sögðust 49 prósent svarenda í könnun sem gerð var eftir kappræðurnar að Merkel hefði verið trúverðugri. Aðeins 29 prósent sögðu Schulz hafa haft betur. Frammistaða Merkel var auk þess talin vera meira sannfærandi af 55 prósent svarenda, miðað við 35 prósent svarenda sem sögðu Schulz hafa staðið sig betur.

Kosningar fara fram í Þýskalandi 24. september næstkomandi. Merkel sækist þar eftir endurkjöri og umboði til þess að gegna stöðu kanslara fjórða kjörtímabilið í röð.

Þrátt fyrir að flokkur Merkel hafi forystu í skoðanakönnunum segjast margir vera óvissir um hvaða flokk þeir ætli að kjósa. Kappræðurnar voru þess vegna taldar vera mikilvægur liður í að sannfæra óákveðna kjósendur.

Kosningabaráttan í Þýskalandi hefst nú fyrir alvöru, en strangar reglur gilda um kosningaáróður í aðdraganda kosninga þar í landi.

Angela Merkel ásamt stuðningsmönnum sínum fyrir kappræðurnar.

Ræddu mest um flóttamannavandann

Martin Schulz virtist leggja áherslu á að ræða málefni Tyrklands og flóttamanna enda eru það þau mál sem Merkel hefur helst verið gagnrýndi fyrir í aðdraganda kosninganna. Fjallað er um kappræðurnar á vef The Guardian.

Merkel segist enn trúa því að ákvörðun sín um að opna landamæri Þýskalands fyrir metfjölda flóttamanna sem streymt hafa til Evrópu á undanförnum árum hafi verið rétt. Merkel þurfti að verjast ásökunum Schulz um að hafa látið það hjá líða að hafa Evrópusambandið með í ráðum þegar borgarhliðin voru opnuð fyrir flóttamönnum sumarið 2015.

Schulz náði einnig að virkja varnir Merkel þegar hann sakaði kanslarann um að líta framhjá áhyggjum kjósenda af hækkandi kostnaði við það eitt að búa í Þýskalandi. Þar hefur leiguverð hækkað og laun lækkað, í það minnsta er ójöfnuður að aukast. Schulz gagnrýndi einnig stuðning ríkisstjórnar Merkel við þýska bílaframleiðendur þrátt fyrir dísilsvindl fyrirtækjanna.

Auglýsing

Náði ekki að skilja sig frá Merkel

Flokkur Martin Schulz, Sósíal demókratar, hefur verið í samsteypustjórn með flokki Merkel, Kristilegum demókrötum, undanfarin fjögur ár. Það var þess vegna helsta verkefni Schulz að skila stefnumál sín frá Merkel í kappræðunum. Honum tókst það illa og oft og tíðum var sem þau væru sammála um þau málefni sem til umræðu voru.

Schulz hefur 23 ára reynslu sem þingmaður í Evrópuþinginu. Hann var kjörinn leiðtogi Sósíal demókrata í janúar og þá mældist stuðningur við hann sem kanslaraefni mikill í skoðanakönnunum. Síðan hefur hallað undan fæti og Merkel og flokkur hennar hefur sótt í sig veðrið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent