Karen réð sig til United Silicon eftir að hafa hafnað RÚV

Karen Kjartansdóttir, sem búið var að ráða til að stýra Morgunútvarpi Rásar 2, hætti við á síðustu stundu vegna persónulegra ástæðna. Í gær var tilkynnt um ráðningu hennar sem talsmanns United Silicon.

Karen Kjartansdóttir RÚV
Auglýsing

United Sil­icon til­kynnti í gær að fyr­ir­tækið hefði ráðið Karen Kjart­ans­dóttur til að sinna hlut­verki tals­manns síns næstu mán­uði. Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá United Sil­icon þar sem einnig var greint frá því að fyr­ir­tækið hefði fengið þriggja mán­aða fram­leng­ingu á greiðslu­stöðvun sinni, sem stendur nú yfir til byrjun des­em­ber. Starf­semi United Sil­icon er sem stendur stopp og verður ekki hleypt aftur af stað fyrr en að skil­yrði Umhverf­is­stofn­unar um starf­sem­ina verða upp­fyllt.

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst að Karen hefði verið ráðin sem einn umsjón­ar­manna Morg­un­út­varps­ins á Rás 2. Hún átti að stýra þætt­inum ásamt Sig­mari Guð­munds­syni og tækni­mann­inum Atla Má Stein­ars­syni.

Í síð­ustu viku sendi RÚV hins vegar frá sér til­kynn­ingu þar sem fram kom að Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, sem starfað hefur á Frétta­­stofu RÚV frá því fyrr á þessu ári, hefði verið ráðin nýr dag­­skrár­­gerð­­ar­­maður í Morg­un­út­­varp Rásar 2. Sig­ríður Dögg vann um nokk­­urra ára skeið á Frétta­­blað­inu og var rit­­stjóri Frétta­­tím­ans áður en hún hóf störf á Frétta­­stofu RÚV. Í til­­kynn­ingu frá RÚV sagði einnig að ráðn­­ing Karenar hafi gengið til baka eftir að hún óskaði eftir því af per­­són­u­­legum ástæð­­um.

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu frá United Sil­icon, sem var send út í gær, sagði að stjórn fyr­ir­tæk­is­ins hefði „fengið Karen Kjart­ans­dóttur til að sinna hlut­verki tals­manns fyr­ir­tæk­is­ins næstu mán­uði. Hún hefur mikla reynslu af fjöl­miðl­um, var sam­skipta­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi á árunum 2013-2016 og hefur á þessu ári unnið á ráð­gjafa­stof­unni Aton. Þá hefur stjórnin fengið Kristin Bjarna­son hrl. til ráð­gjafar fyrir félag­ið.  Krist­inn er einn reynd­asti lög­maður lands­ins í störfum fyrir fyr­ir­tæki í greiðslu­stöðvun og nauða­samn­ings­um­leit­un­um.“

Karen segir sjálf í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að hún sé þakk­lát RÚV fyrir að hafa viljað fá hana til starfa. Henni þyki einnig afar leitt að hafa þurft að hafna góðu starfstil­boði og að hún muni eflaust sjá eftir þeirri ákvörð­un. „Hins vegar virð­ist engin hörgull á hæfi­leika­fólki þarna upp í Efsta­leiti. Þótt mér þyki fá störf jafn mik­il­væg í nokkru sam­fé­lagi og vel unnin verk innan fjöl­miðl­unar þótti mér sú reynsla og inn­sýn sem verk­efni innan United Sil­icon þess eðlis að ég ákvað að afþakka gott boð og þakka sýndan skiln­ing á ákvörðun minni. Takk takk. Ég hlakka svo til áskor­anna næstu mán­aða, og kvíði þeim um leið.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent