#efnahagsmál#stjórnmál

Bjarni: Vinnumarkaðslíkanið í raun ónýtt

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að staða efnahagsmála væri góð um þessar mundir, en að það yrði samvinnuverkefni að vernda góðan árangur á næstu árum.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í stefnu­ræðu sinni á Alþingi í kvöld, að staða efna­hags­mála væri um margt góð um þessar mund­ir, þá væri það í okkar höndum spila vel úr góðri stöðu.

Hann sagði að stærsta ein­staka efna­hags­vanda­málið á Íslandi væri það, að reynd væri vinnu­mark­aðslíkan­ið, sem unnið væri eft­ir, ónýtt. Nú væri mik­il­vægt að alir sem kæmu að kjara­við­ræð­um, tækju höndum saman um að horfa til þess hversu mikið svig­rúmið til launa­hækk­ana án þess að það bitn­aði á sam­keppn­is­hæfni þjóð­ar­bús­ins. „Framundan eru mik­il­vægir samn­ingar á vinnu­mark­aði. Allir aðilar verða að rísa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir með sama hætti. Aug­ljóst er að ábyrgð fylgir því að semja, en rétt­ur­inn til að semja ekki er einnig vand­með­far­inn. Þegar farið er út af spor­inu í kjara­við­ræðum á Íslandi með samn­ingum sem þykja ekki sam­ræm­ast stöð­ug­leika hefst sam­kvæm­is­leikur sem við gætum kall­að: Hver er söku­dólg­ur­inn?  

En það er allt of mikil ein­földun að skella skuld­inni á kröfu­gerð laun­þega, ein­staka atvinnu­rek­end­ur, eða eftir atvikum rík­is­stjórn eða sveit­ar­fé­lög sem látið hafa undan þrýst­ingi um samn­inga, þegar aðferða­fræðin við að leiða fram nið­ur­stöðu er jafn gölluð og raun ber vitni.  Leitin að söku­dólgnum beinir sjónum frá aðal­at­rið­inu. Vinnu­mark­aðslíkanið er í raun ónýtt. Þetta eru stór orð. En hver getur mót­mælt þessu þegar hver höndin er uppi á móti ann­arri, nær engin sam­vinna til staðar og skipu­lagið til­vilj­ana­kennt og breyti­legt frá einum kjara­við­ræðum til þeirra næstu.  Þetta er stærsti ein­staki veik­leiki íslenskra efna­hags­mála um þessar mund­ir,“ sagði Bjarni.

Auglýsing

Hann gerði hina svo­nefndu fjórðu iðn­bylt­ingu, sem væri knúin áfram af miklum tækni­fram­förum, einnig að umtals­efni, og sagði stjórn­völd þurfa að huga að þeim fjöl­mörgu álita­málum sem breyttur heimur kall­aði fram. „En þessar miklu breyt­ingar munu ekki ein­vörð­ungu snerta börnin okkar og fram­tíð þeirra. Það er ljóst að stærstu fyr­ir­sjá­an­legu breyt­ingar næstu ára munu koma við þá sem eru nú þegar á vinnu­mark­aðn­um. Starfs­fólk á ýmsum sviðum mun á kom­andi árum þurfa að bæta við þekk­ingu og hæfni sína til að fylgja straumi nýrra tíma. Hér reynir mikið á stjórn­völd, atvinnu­líf­ið, verka­lýðs­hreyf­ing­una og mennta­kerf­ið. Þessi þróun er og verður mikil áskor­un, áskorun sem við verðum að rísa undir og leggja til tíma, kraft og fjár­mun­i,“ sagði Bjarni.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent