Katrín: Frumskyldan er við fólkið

Formaður Vinstri grænna segir að stjórnvöld þurfi að beita sér fyrir meiri jöfnuði í samfélaginu, þar sem mannúð og réttlæti eru í fyrirrúmi.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, segir að stjórn­völdum beri skylda til að hugsa um vel­ferð fólks­ins í land­inu, en ekki ein­ungis horfa á hvort „kerf­ið“ virki og hvort töl­urnar passi inn í það. 

Í ræðu sinni á Alþingi í kvöld, eftir stefnu­ræðu Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra, sagði hún að þrátt um margt góðar efna­hags­horfur þá þurfi að horfa til meiri jafn­aðar í sam­fé­lag­inu. „Ég hef áhyggjur af því að þrátt fyrir efna­hags­legan upp­gang vanti svo­lítið upp á þennan sam­eig­in­lega skiln­ing á því hvað felst í sam­fé­lagi. Ég hef áhyggjur af því að of margir séu beðnir um að bíða eftir rétt­læt­inu. Og af því að spurt er hvað valdi því að fólk komi sér ekki saman um ein­falda hluti eins og for­gangs­röðun þá er rétt að svara þeirri spurn­ingu fyrir mitt leyti. Hér á Íslandi þarf stjórn­völd sem treysta sér til að útrýma fátækt. Um það hefur ekki verið ein­ing hér á Alþingi þó að sumir stjórn­mála­menn tali eins og hér séu allir sam­mála um tekju­jöfn­un­ar­hlut­verk skatt­kerf­is­ins. En í raun höfum við ekki verið sam­mála um að skatt­kerfið eigi að tryggja jöfn­uð,“ sagði Katrín og lagði áherslu á að bregð­ast þyrfti við auk­inni mis­skipt­ingu í sam­fé­lag­inu.

„Hér þarf stjórn­völd sem eru reiðu­búin  að bregð­ast við því að rík­ustu tíu pró­sentin á Íslandi eiga þrjá fjórðu alls auðs í land­inu. Launa­jöfn­uð­ur­inn sem hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra nefndi hér áðan er nefni­lega aðeins annar hluti mynd­ar­inn­ar. Vax­andi mis­skipt­ing auðs­ins sprettur bein­línis af póli­tískum ákvörð­un­um. Sem hingað til hafa verið þær að ekki megi skatt­leggja auð­inn, ekki megi skatt­leggja fjár­magns­eig­endur eins og venju­legt launa­fólk, ekki megi setja sér­stakt hátekju­þrep á veru­lega háar tekjur eins og þær sem skila sér í kaupauka­greiðslum sem margir þing­menn flytja vand­læt­ing­ar­ræður um en heykj­ast svo á að taka á í gegnum skatt­kerf­ið. Sama má segja um bóta­kerf­in, vaxta­bætur og barna­bæt­ur, sem nýt­ast æ færri. Á bak við það eru líka póli­tískar ákvarð­anir sem hafa ekki miðað að því að auka jöfnuð og draga úr mis­skipt­ingu, heldur þvert á mót­i,“ sagði Katrín.

Auglýsing

Hún sagði enn fremur í ræð­unni, að í sam­fé­lag­inu þurfi umræða um rétt­læta að snú­ast um mannúð og jöfn­uð. Ekki væri boð­legt að senda börn úr landi, jafn­vel þó „kerf­ið“ gæfi færi á því. „Sama má segja um fólk á flótta sem hingað leit­ar. Tals­vert fleiri börnum er vísað frá Íslandi en fá hér hæli. Börnum sem alveg örugg­lega hafa haft lítið val um örlög sín.  Þau eru send héðan til landa sem tölvan segir að séu örugg eða hafa meiri reynslu í því að taka á móti fólki á flótta. Gildir þá einu hvað börnin sjálf hafa að segja. Stjórn­mála­menn vísa í úrelta Dyfl­inn­ar­reglu­gerð og segja: Rétt­lætið verður því miður að bíða að þessu sinni. Tölvan segir nei.  Getum við sagt að sam­fé­lag þar sem 36 börnum er vísað úr landi – tals­vert fleirum en fá dval­ar­leyfi – sé rétt­látt?

Þetta snýst ekki um ein­staka stjórn­mála­menn. Og ég er ekki heldur að segja að kerfi séu slæm í eðli sínu. En frum­skylda stjórn­mála­manna er við fólk­ið. Og leik­regl­urnar eiga að þjóna fólk­inu, tryggja rétt­læti og mannúð fyrir alla. Getum við sagt að sam­fé­lag þar sem stórum hópum fólks er haldið í fátækt­ar­gildru sé rétt­látt? Fólks sem hefur til dæmis ekki valið sér þau örlög að verða óvinnu­fært?“ sagði Katrín.

Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Tíu staðreyndir um strákana okkar
Strákarnir okkar hafa vakið mikla athygli á heimsmeistaramótinu í Rússlandi, hvort sem er fyrir glæsilega frammistöðu, miðað við og án höfðatölu, útlit Rúriks eða skemmtilega aðdáendur. Kjarninn tók saman tíu tölulegar staðreyndir um strákana okkar.
Kjarninn 23. júní 2018
HB Grandi
Ekkert verðmat á HB Granda í kjölfar tilboðs
Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson keypti stóran hlut í félaginu, samkvæmt fréttum Morgunblaðsins.
Kjarninn 23. júní 2018
Ahmed Musa, leikmaður nígeríska karlalandsliðsins í fótbolta
Nígeríumenn í skýjunum og Argentínubúar vongóðir
Nígerískir miðlar eru hæstánægðir með landsliðsmanninn sinn Ahmed Musa og vonarglæta hefur kviknað hjá Argentínumönnum um að komast upp úr riðlinum í eftir tap strákanna okkar fyrr í dag.
Kjarninn 22. júní 2018
Hæðir og lægðir á Twitter - Stemmningin snerist úr ofsagleði í angist
Twitter lætur sitt aldrei eftir liggja þegar þjóðin horfir saman á sjónvarpið, hvort sem um er að ræða íþróttaviðburði, söngvakeppnir eða íslenskar bíómyndir eða þáttaseríur. Mínúturnar 90 voru erfiðar þjóðarsálinni í dag.
Kjarninn 22. júní 2018
Ísland tapaði fyrir Nígeríu - Verðum að vinna Króatíu
Svekkjandi tap í Volgograd hjá strákunum okkar gegn Nígeríu 2-0. Íslenska liðið, sem náði sér aldrei á strik í leiknum, verður því að vinna Króatíu á þriðjudag. Annars er þetta búið spil.
Kjarninn 22. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent