Meirihluti fjárfesta segist fá ófullnægjandi upplýsingar um loftslagsáhættur

97% evrópskra fjárfesta hyggjast auka græna fjárfestingu. Flestir fjárfestar vilja fá betri upplýsingar um loftslagstengda rekstraráhættu.

Endurnýjanleg orka sólarorka sólarsellur
Auglýsing

Stórir fjár­festar hyggj­ast setja meira af pen­ingum í tækni til þess að bregð­ast við lofslags­mál­um, ef marka má könnun sem gerð var meðal 497 fag­fjár­festa fyrir HSBC-­bank­ann í Bret­landi.

­Meira en helm­ingur þeirra fjár­festa sem tóku þátt í könn­un­inni sögð­ust fá „mjög ófull­nægj­andi“ upp­lýs­ingar frá fyr­ir­tækjum um rekstr­ar­á­hættur vegna þess sem rekja má til lofts­lags­breyt­inga. Þá segj­ast fjár­fest­arnir vanta upp­lýs­ingar um hver hagn­að­ar­geta fyr­ir­tækja sé við umbreyt­ingu í umhverf­is­vænni tækni.

Meira en tveir þriðju hlutar þeirra fag­fjár­festa sem tóku þátt í könn­un­inni áætla að auka græna fjár­fest­ingu sína. Frá þessu er greint á vef við­skipta­dag­blaðs­ins Fin­ancial Times.

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar þykja renna stoðum undir það sem seðla­banka­stjóri Bret­lands, Mark Car­ney, hefur ítrekað bent á; Fyr­ir­tæki í hluta­fé­laga- og fjár­mála­rekstri þurfa að upp­lýsa um lofts­lags­á­hættu í mun meira mæli en nú er gert.

Car­ney hefur átt sæti í verk­efna­hóp um gagn­sæja lofts­lagstengda fjár­mála­starf­semi. Mich­ael Bloomberg fór fyrir þessum verk­efna­hóp sem skil­aði loka­skýrslu sinni í sum­ar. Kjarn­inn fjall­aði um loka­skýrsl­una við það til­efni.

Mark Carney, seðlabankastjóri í Bretlandi.

Vantar betri skiln­ing á lofts­lagstengdri áhættu

Í skýrslu verk­efna­hóps­ins er það útskýrt hvernig fyr­ir­tæki ættu að veita lofts­lagstengdar upp­­lýs­ingar í fjár­­hags­­skýrsl­um, svo hægt sé að leggja mat á lofts­lagstengda áhættu í hag­­kerfum heims­ins. Mælt er með að upp­­lýs­ingar um beint og óbeint útstreymi gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins komi fram. Einnig ættu fyr­ir­tækin að lýsa áhættu og tæki­­færum fyr­ir­tæk­is­ins sem verða til vegna lofts­lags­breyt­inga.

Car­ney seðla­banka­stjóri hefur varað fjár­festa við og sagt þá hætta á „mögu­lega risa­stórt“ tap vegna áhrifa lofts­lags­breyt­inga á fyr­ir­tæki í margs­konar iðn­aði. Sem dæmi má nefna að trygg­inga­fé­lög tapa nú meira en nokkru sinni vegna ofsa­veð­urs í heim­in­um, og fram­leið­endur jarð­efna­elds­neytis eru sak­aðir um að bera ábyrgð á hlýnun jarð­ar.

Auglýsing

Græn fjár­fest­ing vin­sælust í Evr­ópu

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar sem gerð var fyrir HSBC kemur fram að stjórn­endur eru nú upp­tekn­ari en áður af tæki­færum og ógn­unum sem tengj­ast við­bragði við lofts­lags­breyt­ing­um.

Áhugi á grænni fjár­fest­ingu, eins og til dæmis end­ur­nýj­an­legri orku, var mestur í Evr­ópu. 97 pró­sent evr­ópskra þátt­tak­enda í könn­un­inni sögð­ust hafa í hyggju að auka fjár­fest­ingu sína í kolefn­issnauð­ari tækni eða tæki­færum tengdum slíkri tækni.

85 pró­sent fjár­festa í Norð­ur- og Suð­ur­-Am­er­íku sem tóku þátt í könn­un­inni segja slíkt hið sama, eins og 68 pró­sent fjár­festa í Asíu. Í Mið-Aust­ur­lönd­um, þar sem mest magn olíu heims­ins verður til, sögð­ust aðeins 19 pró­sent þátt­tak­enda í könn­un­inni ætla að auka græna fjár­fest­ingu.

Daniel Kli­er, yfir­maður stefnu­mót­unar hjá HSBC, sagði í sam­tali við Fin­ancial Times að nið­ur­stöð­urnar gæfu til kinna að græn fjár­fest­ing væri ekki lengur aðeins af sið­ferði­legum toga heldur orðin hluti af dag­legri ákvörð­un­ar­töku fjár­festa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent