Meirihluti fjárfesta segist fá ófullnægjandi upplýsingar um loftslagsáhættur

97% evrópskra fjárfesta hyggjast auka græna fjárfestingu. Flestir fjárfestar vilja fá betri upplýsingar um loftslagstengda rekstraráhættu.

Endurnýjanleg orka sólarorka sólarsellur
Auglýsing

Stórir fjár­festar hyggj­ast setja meira af pen­ingum í tækni til þess að bregð­ast við lofslags­mál­um, ef marka má könnun sem gerð var meðal 497 fag­fjár­festa fyrir HSBC-­bank­ann í Bret­landi.

­Meira en helm­ingur þeirra fjár­festa sem tóku þátt í könn­un­inni sögð­ust fá „mjög ófull­nægj­andi“ upp­lýs­ingar frá fyr­ir­tækjum um rekstr­ar­á­hættur vegna þess sem rekja má til lofts­lags­breyt­inga. Þá segj­ast fjár­fest­arnir vanta upp­lýs­ingar um hver hagn­að­ar­geta fyr­ir­tækja sé við umbreyt­ingu í umhverf­is­vænni tækni.

Meira en tveir þriðju hlutar þeirra fag­fjár­festa sem tóku þátt í könn­un­inni áætla að auka græna fjár­fest­ingu sína. Frá þessu er greint á vef við­skipta­dag­blaðs­ins Fin­ancial Times.

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar þykja renna stoðum undir það sem seðla­banka­stjóri Bret­lands, Mark Car­ney, hefur ítrekað bent á; Fyr­ir­tæki í hluta­fé­laga- og fjár­mála­rekstri þurfa að upp­lýsa um lofts­lags­á­hættu í mun meira mæli en nú er gert.

Car­ney hefur átt sæti í verk­efna­hóp um gagn­sæja lofts­lagstengda fjár­mála­starf­semi. Mich­ael Bloomberg fór fyrir þessum verk­efna­hóp sem skil­aði loka­skýrslu sinni í sum­ar. Kjarn­inn fjall­aði um loka­skýrsl­una við það til­efni.

Mark Carney, seðlabankastjóri í Bretlandi.

Vantar betri skiln­ing á lofts­lagstengdri áhættu

Í skýrslu verk­efna­hóps­ins er það útskýrt hvernig fyr­ir­tæki ættu að veita lofts­lagstengdar upp­­lýs­ingar í fjár­­hags­­skýrsl­um, svo hægt sé að leggja mat á lofts­lagstengda áhættu í hag­­kerfum heims­ins. Mælt er með að upp­­lýs­ingar um beint og óbeint útstreymi gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins komi fram. Einnig ættu fyr­ir­tækin að lýsa áhættu og tæki­­færum fyr­ir­tæk­is­ins sem verða til vegna lofts­lags­breyt­inga.

Car­ney seðla­banka­stjóri hefur varað fjár­festa við og sagt þá hætta á „mögu­lega risa­stórt“ tap vegna áhrifa lofts­lags­breyt­inga á fyr­ir­tæki í margs­konar iðn­aði. Sem dæmi má nefna að trygg­inga­fé­lög tapa nú meira en nokkru sinni vegna ofsa­veð­urs í heim­in­um, og fram­leið­endur jarð­efna­elds­neytis eru sak­aðir um að bera ábyrgð á hlýnun jarð­ar.

Auglýsing

Græn fjár­fest­ing vin­sælust í Evr­ópu

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar sem gerð var fyrir HSBC kemur fram að stjórn­endur eru nú upp­tekn­ari en áður af tæki­færum og ógn­unum sem tengj­ast við­bragði við lofts­lags­breyt­ing­um.

Áhugi á grænni fjár­fest­ingu, eins og til dæmis end­ur­nýj­an­legri orku, var mestur í Evr­ópu. 97 pró­sent evr­ópskra þátt­tak­enda í könn­un­inni sögð­ust hafa í hyggju að auka fjár­fest­ingu sína í kolefn­issnauð­ari tækni eða tæki­færum tengdum slíkri tækni.

85 pró­sent fjár­festa í Norð­ur- og Suð­ur­-Am­er­íku sem tóku þátt í könn­un­inni segja slíkt hið sama, eins og 68 pró­sent fjár­festa í Asíu. Í Mið-Aust­ur­lönd­um, þar sem mest magn olíu heims­ins verður til, sögð­ust aðeins 19 pró­sent þátt­tak­enda í könn­un­inni ætla að auka græna fjár­fest­ingu.

Daniel Kli­er, yfir­maður stefnu­mót­unar hjá HSBC, sagði í sam­tali við Fin­ancial Times að nið­ur­stöð­urnar gæfu til kinna að græn fjár­fest­ing væri ekki lengur aðeins af sið­ferði­legum toga heldur orðin hluti af dag­legri ákvörð­un­ar­töku fjár­festa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent