Loftslagsáhætta verði opinber í fjármálagjörningum

Ef ógnir og tækifæri vegna loftslagsbreytinga eru opinber og skýr er hægt að leggja mat á loftslagstengda áhættu í hagkerfum heimsins. Verkefnahópur um aðgerðir einkageirans vegna loftslagsbreytinga kynnti lokaskýrslu.

Fjárfestar munu fá betri upplýsingar um virði fjárfestingar sinnar ef ógnir og tækifæri fjárfestingarinnar vegna loftslagsbreytinga eru opinberar, samkvæmt tillögum verkefnahóps Michael Bloomberg.
Auglýsing

Bankar og fjár­mála­fyr­ir­tæki ættu að birta upp­lýs­ingar um lofts­lagstengda áhættu með fjár­fest­ingum sín­um. Þetta er til­laga verk­efna­hóps um gagn­sæja lofts­lag­tengda fjár­mála­starf­semi sem skil­aði loka­skýrslu sinni í gær.

Meðal þeirra sem áttu sæti í verk­efna­hópnum voru Mark Car­ney, seðla­banka­stjóri Eng­lands­banka, og Mich­ael Bloomberg, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í New York. Verk­efnið var kynnt í tengslum við G20-ráð­stefnunna í Ham­borg í næstu viku.

Í skýrsl­unni þar sem til­lagan er lögð fram er það útskýrt hvernig fyr­ir­tæki ættu að veita lofts­lagstengdar upp­lýs­ingar í fjár­hags­skýrsl­um, svo hægt sé að leggja mat á lofts­lagstengda áhættu í hag­kerfum heims­ins.

Michael Bloomberg hlustar á Mark Carney tala á loftslagsráðstefnunni í París 2015.

Mælt er með að upp­lýs­ingar um beint og óbeint útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins komi fram. Einnig ættu fyr­ir­tækin að lýsa áhættu og tæki­færum fyr­ir­tæk­is­ins sem verða til vegna lofts­lags­breyt­inga.

Verk­efna­hóp­ur­inn var stofn­aður á lofts­lags­ráð­stefn­unni COP21 í París árið 2015 og var Mich­ael Bloomberg falið að leiða vinn­una. Nærri því 200 lönd ákváðu á COP21 að standa saman að aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Hópur Bloombergs hefur það verk­efni að leggja til leiðir fyrir einka­fyr­ir­tæki í bar­átt­unni gegn hlýnun lofts­lags.

Auglýsing

2 billjónir doll­ara hengdar á til­lög­urnar

Bloomberg segir lofts­lags­breyt­ing­arnar vera áhættu­þátt sem ekki sé hægt að líta fram hjá í rekstri fyr­ir­tækja. „Þess vegna er mik­il­vægt að sníða ramma utan um birt­ingu lofts­lagstengdra upp­lýs­inga,“ er haft eftir Bloomberg á vef breska blaðs­ins The Guar­dian.

„Þessi rammi sem verk­efna­hóp­ur­inn leggur til hjálpar fjár­festum að meta hugs­an­lega áhættu og ábata af umskiptum í lág­kolefn­is­hag­kerf­i,“ segir Bloomberg.

Það er upp á fyr­ir­tæki og fjár­mála­stofn­anir komið að inn­leiða til­lögur verk­efna­hóps­ins. Hvat­arnir fyrir því eru að til lengri tíma verður mun hag­kvæmara að reka fyr­ir­tæki og stofn­anir í hag­kerfi sem reiðir sig lítið eða ekk­ert á jarð­efna­elds­neyti.

Meira en 100 fyr­ir­tæki sem velta meira en tveimur billjón Banda­ríkja­doll­urum á árs­grund­velli hafa opin­ber­lega lofað að inn­leiða til­lögur verk­efna­hóps­ins.

Lofts­lags­breyt­ingar helsta ógn fyr­ir­tækja nútím­ans

„Ein hel­sta, og hugs­an­lega mis­skildasta, ógnin sem stafar að fyr­ir­tækjum í dag teng­ist lofts­lags­breyt­ing­um,“ segir í frétta­til­kynn­ingu verk­efna­hóps­ins. „Jafn­vel þó það sé skiln­ingur flestra að útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda muni auka enn á hlýnun lofts­lags og að sú hlýnun geti haft slæmar efna­hags­legar og félags­legar afleið­ing­ar, er erfitt að áætla nákvæm­lega hversu slæmar afleið­ing­arnar verða.“

„Stærð vanda­máls­ins gerir það sér­stak­lega ögrandi, einkum þegar kemur að hag­stjórn.“

Í skýrsl­unni eru breið­ustu lín­urnar í aðgerðum fyr­ir­tækja teikn­að­ar; Aðgerðir á borð við affjár­fest­ingu í jarð­efna­elds­neyt­is­iðn­aði og tengdum geirum er þar efst á blaði. „Hröð lækkun á kostn­aði og aukin notkun hreinnar orku og orku­spar­andi tækni gætu haft mikil skamm­tíma­á­hrif á fyr­ir­tæki í jarð­efna­elds­neyt­is­iðn­að­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent