Loftslagsáhætta verði opinber í fjármálagjörningum

Ef ógnir og tækifæri vegna loftslagsbreytinga eru opinber og skýr er hægt að leggja mat á loftslagstengda áhættu í hagkerfum heimsins. Verkefnahópur um aðgerðir einkageirans vegna loftslagsbreytinga kynnti lokaskýrslu.

Fjárfestar munu fá betri upplýsingar um virði fjárfestingar sinnar ef ógnir og tækifæri fjárfestingarinnar vegna loftslagsbreytinga eru opinberar, samkvæmt tillögum verkefnahóps Michael Bloomberg.
Auglýsing

Bankar og fjár­mála­fyr­ir­tæki ættu að birta upp­lýs­ingar um lofts­lagstengda áhættu með fjár­fest­ingum sín­um. Þetta er til­laga verk­efna­hóps um gagn­sæja lofts­lag­tengda fjár­mála­starf­semi sem skil­aði loka­skýrslu sinni í gær.

Meðal þeirra sem áttu sæti í verk­efna­hópnum voru Mark Car­ney, seðla­banka­stjóri Eng­lands­banka, og Mich­ael Bloomberg, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í New York. Verk­efnið var kynnt í tengslum við G20-ráð­stefnunna í Ham­borg í næstu viku.

Í skýrsl­unni þar sem til­lagan er lögð fram er það útskýrt hvernig fyr­ir­tæki ættu að veita lofts­lagstengdar upp­lýs­ingar í fjár­hags­skýrsl­um, svo hægt sé að leggja mat á lofts­lagstengda áhættu í hag­kerfum heims­ins.

Michael Bloomberg hlustar á Mark Carney tala á loftslagsráðstefnunni í París 2015.

Mælt er með að upp­lýs­ingar um beint og óbeint útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins komi fram. Einnig ættu fyr­ir­tækin að lýsa áhættu og tæki­færum fyr­ir­tæk­is­ins sem verða til vegna lofts­lags­breyt­inga.

Verk­efna­hóp­ur­inn var stofn­aður á lofts­lags­ráð­stefn­unni COP21 í París árið 2015 og var Mich­ael Bloomberg falið að leiða vinn­una. Nærri því 200 lönd ákváðu á COP21 að standa saman að aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Hópur Bloombergs hefur það verk­efni að leggja til leiðir fyrir einka­fyr­ir­tæki í bar­átt­unni gegn hlýnun lofts­lags.

Auglýsing

2 billjónir doll­ara hengdar á til­lög­urnar

Bloomberg segir lofts­lags­breyt­ing­arnar vera áhættu­þátt sem ekki sé hægt að líta fram hjá í rekstri fyr­ir­tækja. „Þess vegna er mik­il­vægt að sníða ramma utan um birt­ingu lofts­lagstengdra upp­lýs­inga,“ er haft eftir Bloomberg á vef breska blaðs­ins The Guar­dian.

„Þessi rammi sem verk­efna­hóp­ur­inn leggur til hjálpar fjár­festum að meta hugs­an­lega áhættu og ábata af umskiptum í lág­kolefn­is­hag­kerf­i,“ segir Bloomberg.

Það er upp á fyr­ir­tæki og fjár­mála­stofn­anir komið að inn­leiða til­lögur verk­efna­hóps­ins. Hvat­arnir fyrir því eru að til lengri tíma verður mun hag­kvæmara að reka fyr­ir­tæki og stofn­anir í hag­kerfi sem reiðir sig lítið eða ekk­ert á jarð­efna­elds­neyti.

Meira en 100 fyr­ir­tæki sem velta meira en tveimur billjón Banda­ríkja­doll­urum á árs­grund­velli hafa opin­ber­lega lofað að inn­leiða til­lögur verk­efna­hóps­ins.

Lofts­lags­breyt­ingar helsta ógn fyr­ir­tækja nútím­ans

„Ein hel­sta, og hugs­an­lega mis­skildasta, ógnin sem stafar að fyr­ir­tækjum í dag teng­ist lofts­lags­breyt­ing­um,“ segir í frétta­til­kynn­ingu verk­efna­hóps­ins. „Jafn­vel þó það sé skiln­ingur flestra að útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda muni auka enn á hlýnun lofts­lags og að sú hlýnun geti haft slæmar efna­hags­legar og félags­legar afleið­ing­ar, er erfitt að áætla nákvæm­lega hversu slæmar afleið­ing­arnar verða.“

„Stærð vanda­máls­ins gerir það sér­stak­lega ögrandi, einkum þegar kemur að hag­stjórn.“

Í skýrsl­unni eru breið­ustu lín­urnar í aðgerðum fyr­ir­tækja teikn­að­ar; Aðgerðir á borð við affjár­fest­ingu í jarð­efna­elds­neyt­is­iðn­aði og tengdum geirum er þar efst á blaði. „Hröð lækkun á kostn­aði og aukin notkun hreinnar orku og orku­spar­andi tækni gætu haft mikil skamm­tíma­á­hrif á fyr­ir­tæki í jarð­efna­elds­neyt­is­iðn­að­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent