Viðreisn: Boðað verði til kosninga sem fyrst

Þingflokkur Viðreisnar segir í yfirlýsingu að mikilvægt sé að almannahagsmunir ráði för þegar kemur að viðkvæðum málum eins og þeim sem nú hafa verið til umræðu.

Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Auglýsing

Þing­flokkur Við­reisnar vill að boðað verði til kosn­inga sem fyrst. Í yfir­lýs­ingu segir að það sé skylda stjórn­valda gagn­vart almenn­ingi að vinnu­brögð stand­ist stranga skoð­un, í málum er varða upp­reist æru og alvar­lega glæpi eins og þá sem rætt var um í gær. „Fréttir gær­dags­ins af máls­með­ferð um upp­reist æru hafa vakið sterk við­brögð innan raða Við­reisn­ar, líkt og í sam­fé­lag­inu öllu. Vinnu­brögð í málum af þessu tagi verða að stand­ast stranga skoðun þar sem ekk­ert er undan dreg­ið. Það er skylda stjórn­valda gagn­vart almenn­ingi og þolendum þeirra alvar­legu glæpa sem málið varð­ar. Í ljósi stöð­unnar sem nú er komin upp telur þing­flokkur Við­reisnar rétt­ast að boðað verði til kosn­inga hið fyrsta,“ segir í til­kynn­ingu þing­flokks­ins. 

Eins og frá hefur verið greint, þá ákvað stjórn Bjartrar fram­­tíðar að slíta sam­­starfi við rík­­is­­stjórn Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, vegna alvar­­legs trún­­að­­ar­brests, að því er fram kemur í til­­kynn­ingu. Ráð­herrar Bjartrar fram­­tíð­­ar, Ótt­­arr Proppé og Björt Ólafs­dótt­ir, greindu for­yst­u­­mönnum sam­­starfs­­flokk­anna, Sjálf­­stæð­is­­flokki og Við­reisn, frá þessu seint í gær­kvöldi.

Stjórn Bjartrar fram­­tíðar kom saman til að ræða stöð­una sem komin er upp eftir að í ljós kom að faðir for­­sæt­is­ráð­herra, Bene­dikt Sveins­­son, skrif­aði undir með­­­mæla­bréf með beiðni Hjalta Sig­­ur­jóns Hauks­­sonar um að hann fengi upp­­reist æru. Frá því var fyrst greint á vef Vís­­is.

Auglýsing

Sam­tals voru 87 pró­­sent stjórn­­­ar­­manna hjá Bjartri fram­­tíð hlynntir því að slíta sam­­starf­inu.

Sig­ríður Á. And­er­­sen dóms­­mála­ráð­herra sagði í kvöld, í við­tali við Stöð 2, að hún hefði upp­­lýst Bjarna Bene­dikts­­son for­­sæt­is­ráð­herra um þetta í júlí. 

Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var strax ljóst, í upp­­hafi fund­­ar, að kraum­andi óánægja var með stöðu mála innan rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, og að Björt fram­­tíð gæti ekki haldið áfram rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starf­inu undir for­ystu Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins.

Í við­tal­inu við Stöð 2 í kvöld sagði Sig­ríður að emb­ætt­is­­­menn hefðu greint henni frá því í lok júlí að faðir Bjarna væri á meðal umsagn­­­ar­að­ila Hjalta. Hún hefði talið rétt að láta for­­­sæt­is­ráð­herra vita af því.

„Hann kom algjör­­­lega af fjöll­u­m,“ sagði Sig­ríður í við­tali við Stöð 2 og Vísi.

Dóms­­­mála­ráðu­­­neytið hefur enn ekki birt gögnin um votta þeirra sem hafa fengið upp­­­reist æru, líkt og úrskurður úrskurð­­­ar­­­nefndar um upp­­­lýs­inga­­­mál segir til um. Ein­ungis hafa verið birt gögnin í máli Roberts Dow­­­ney, sem var til umfjöll­unar í fyrr­­­nefndu máli. En upp­­­lýs­inga­­­full­­­trúi ráðu­­­neyt­is­ins, Jóhannes Tóm­a­s­­­son, hefur upp­­­lýst um að unnið sé að því.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent