Viðreisn: Boðað verði til kosninga sem fyrst

Þingflokkur Viðreisnar segir í yfirlýsingu að mikilvægt sé að almannahagsmunir ráði för þegar kemur að viðkvæðum málum eins og þeim sem nú hafa verið til umræðu.

Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Auglýsing

Þing­flokkur Við­reisnar vill að boðað verði til kosn­inga sem fyrst. Í yfir­lýs­ingu segir að það sé skylda stjórn­valda gagn­vart almenn­ingi að vinnu­brögð stand­ist stranga skoð­un, í málum er varða upp­reist æru og alvar­lega glæpi eins og þá sem rætt var um í gær. „Fréttir gær­dags­ins af máls­með­ferð um upp­reist æru hafa vakið sterk við­brögð innan raða Við­reisn­ar, líkt og í sam­fé­lag­inu öllu. Vinnu­brögð í málum af þessu tagi verða að stand­ast stranga skoðun þar sem ekk­ert er undan dreg­ið. Það er skylda stjórn­valda gagn­vart almenn­ingi og þolendum þeirra alvar­legu glæpa sem málið varð­ar. Í ljósi stöð­unnar sem nú er komin upp telur þing­flokkur Við­reisnar rétt­ast að boðað verði til kosn­inga hið fyrsta,“ segir í til­kynn­ingu þing­flokks­ins. 

Eins og frá hefur verið greint, þá ákvað stjórn Bjartrar fram­­tíðar að slíta sam­­starfi við rík­­is­­stjórn Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, vegna alvar­­legs trún­­að­­ar­brests, að því er fram kemur í til­­kynn­ingu. Ráð­herrar Bjartrar fram­­tíð­­ar, Ótt­­arr Proppé og Björt Ólafs­dótt­ir, greindu for­yst­u­­mönnum sam­­starfs­­flokk­anna, Sjálf­­stæð­is­­flokki og Við­reisn, frá þessu seint í gær­kvöldi.

Stjórn Bjartrar fram­­tíðar kom saman til að ræða stöð­una sem komin er upp eftir að í ljós kom að faðir for­­sæt­is­ráð­herra, Bene­dikt Sveins­­son, skrif­aði undir með­­­mæla­bréf með beiðni Hjalta Sig­­ur­jóns Hauks­­sonar um að hann fengi upp­­reist æru. Frá því var fyrst greint á vef Vís­­is.

Auglýsing

Sam­tals voru 87 pró­­sent stjórn­­­ar­­manna hjá Bjartri fram­­tíð hlynntir því að slíta sam­­starf­inu.

Sig­ríður Á. And­er­­sen dóms­­mála­ráð­herra sagði í kvöld, í við­tali við Stöð 2, að hún hefði upp­­lýst Bjarna Bene­dikts­­son for­­sæt­is­ráð­herra um þetta í júlí. 

Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var strax ljóst, í upp­­hafi fund­­ar, að kraum­andi óánægja var með stöðu mála innan rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, og að Björt fram­­tíð gæti ekki haldið áfram rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starf­inu undir for­ystu Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins.

Í við­tal­inu við Stöð 2 í kvöld sagði Sig­ríður að emb­ætt­is­­­menn hefðu greint henni frá því í lok júlí að faðir Bjarna væri á meðal umsagn­­­ar­að­ila Hjalta. Hún hefði talið rétt að láta for­­­sæt­is­ráð­herra vita af því.

„Hann kom algjör­­­lega af fjöll­u­m,“ sagði Sig­ríður í við­tali við Stöð 2 og Vísi.

Dóms­­­mála­ráðu­­­neytið hefur enn ekki birt gögnin um votta þeirra sem hafa fengið upp­­­reist æru, líkt og úrskurður úrskurð­­­ar­­­nefndar um upp­­­lýs­inga­­­mál segir til um. Ein­ungis hafa verið birt gögnin í máli Roberts Dow­­­ney, sem var til umfjöll­unar í fyrr­­­nefndu máli. En upp­­­lýs­inga­­­full­­­trúi ráðu­­­neyt­is­ins, Jóhannes Tóm­a­s­­­son, hefur upp­­­lýst um að unnið sé að því.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ýmsar hættur í krefjandi „hagstjórn í hálaunalandi“
Gylfi Zoega heldur áfram umfjöllun sinni um stöðu mála í hagkerfinu. Í síðustu grein, sem birtist í Vísbendingu, fjallaði hann um efnahagslífið í hálaunalandi, en að þessu sinni er hugað að hagstjórninni.
Kjarninn 16. febrúar 2020
STARA - The Music of Halldór Smárason: verkefni sem samfélagið umvafði
Halldór Smárason safnar fyrir útgáfu á fyrstu plötu sinni á Karolina fund.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Hilmar Þór Björnsson
Kynningarferli í skipulagi – Elliðaárdalur
Kjarninn 16. febrúar 2020
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum
Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína
Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.
Kjarninn 15. febrúar 2020
Árni Stefán Árnason
Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra
Kjarninn 15. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent