Viðreisn: Boðað verði til kosninga sem fyrst

Þingflokkur Viðreisnar segir í yfirlýsingu að mikilvægt sé að almannahagsmunir ráði för þegar kemur að viðkvæðum málum eins og þeim sem nú hafa verið til umræðu.

Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Auglýsing

Þing­flokkur Við­reisnar vill að boðað verði til kosn­inga sem fyrst. Í yfir­lýs­ingu segir að það sé skylda stjórn­valda gagn­vart almenn­ingi að vinnu­brögð stand­ist stranga skoð­un, í málum er varða upp­reist æru og alvar­lega glæpi eins og þá sem rætt var um í gær. „Fréttir gær­dags­ins af máls­með­ferð um upp­reist æru hafa vakið sterk við­brögð innan raða Við­reisn­ar, líkt og í sam­fé­lag­inu öllu. Vinnu­brögð í málum af þessu tagi verða að stand­ast stranga skoðun þar sem ekk­ert er undan dreg­ið. Það er skylda stjórn­valda gagn­vart almenn­ingi og þolendum þeirra alvar­legu glæpa sem málið varð­ar. Í ljósi stöð­unnar sem nú er komin upp telur þing­flokkur Við­reisnar rétt­ast að boðað verði til kosn­inga hið fyrsta,“ segir í til­kynn­ingu þing­flokks­ins. 

Eins og frá hefur verið greint, þá ákvað stjórn Bjartrar fram­­tíðar að slíta sam­­starfi við rík­­is­­stjórn Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, vegna alvar­­legs trún­­að­­ar­brests, að því er fram kemur í til­­kynn­ingu. Ráð­herrar Bjartrar fram­­tíð­­ar, Ótt­­arr Proppé og Björt Ólafs­dótt­ir, greindu for­yst­u­­mönnum sam­­starfs­­flokk­anna, Sjálf­­stæð­is­­flokki og Við­reisn, frá þessu seint í gær­kvöldi.

Stjórn Bjartrar fram­­tíðar kom saman til að ræða stöð­una sem komin er upp eftir að í ljós kom að faðir for­­sæt­is­ráð­herra, Bene­dikt Sveins­­son, skrif­aði undir með­­­mæla­bréf með beiðni Hjalta Sig­­ur­jóns Hauks­­sonar um að hann fengi upp­­reist æru. Frá því var fyrst greint á vef Vís­­is.

Auglýsing

Sam­tals voru 87 pró­­sent stjórn­­­ar­­manna hjá Bjartri fram­­tíð hlynntir því að slíta sam­­starf­inu.

Sig­ríður Á. And­er­­sen dóms­­mála­ráð­herra sagði í kvöld, í við­tali við Stöð 2, að hún hefði upp­­lýst Bjarna Bene­dikts­­son for­­sæt­is­ráð­herra um þetta í júlí. 

Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var strax ljóst, í upp­­hafi fund­­ar, að kraum­andi óánægja var með stöðu mála innan rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, og að Björt fram­­tíð gæti ekki haldið áfram rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starf­inu undir for­ystu Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins.

Í við­tal­inu við Stöð 2 í kvöld sagði Sig­ríður að emb­ætt­is­­­menn hefðu greint henni frá því í lok júlí að faðir Bjarna væri á meðal umsagn­­­ar­að­ila Hjalta. Hún hefði talið rétt að láta for­­­sæt­is­ráð­herra vita af því.

„Hann kom algjör­­­lega af fjöll­u­m,“ sagði Sig­ríður í við­tali við Stöð 2 og Vísi.

Dóms­­­mála­ráðu­­­neytið hefur enn ekki birt gögnin um votta þeirra sem hafa fengið upp­­­reist æru, líkt og úrskurður úrskurð­­­ar­­­nefndar um upp­­­lýs­inga­­­mál segir til um. Ein­ungis hafa verið birt gögnin í máli Roberts Dow­­­ney, sem var til umfjöll­unar í fyrr­­­nefndu máli. En upp­­­lýs­inga­­­full­­­trúi ráðu­­­neyt­is­ins, Jóhannes Tóm­a­s­­­son, hefur upp­­­lýst um að unnið sé að því.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent