Viðreisn: Boðað verði til kosninga sem fyrst

Þingflokkur Viðreisnar segir í yfirlýsingu að mikilvægt sé að almannahagsmunir ráði för þegar kemur að viðkvæðum málum eins og þeim sem nú hafa verið til umræðu.

Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Auglýsing

Þing­flokkur Við­reisnar vill að boðað verði til kosn­inga sem fyrst. Í yfir­lýs­ingu segir að það sé skylda stjórn­valda gagn­vart almenn­ingi að vinnu­brögð stand­ist stranga skoð­un, í málum er varða upp­reist æru og alvar­lega glæpi eins og þá sem rætt var um í gær. „Fréttir gær­dags­ins af máls­með­ferð um upp­reist æru hafa vakið sterk við­brögð innan raða Við­reisn­ar, líkt og í sam­fé­lag­inu öllu. Vinnu­brögð í málum af þessu tagi verða að stand­ast stranga skoðun þar sem ekk­ert er undan dreg­ið. Það er skylda stjórn­valda gagn­vart almenn­ingi og þolendum þeirra alvar­legu glæpa sem málið varð­ar. Í ljósi stöð­unnar sem nú er komin upp telur þing­flokkur Við­reisnar rétt­ast að boðað verði til kosn­inga hið fyrsta,“ segir í til­kynn­ingu þing­flokks­ins. 

Eins og frá hefur verið greint, þá ákvað stjórn Bjartrar fram­­tíðar að slíta sam­­starfi við rík­­is­­stjórn Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, vegna alvar­­legs trún­­að­­ar­brests, að því er fram kemur í til­­kynn­ingu. Ráð­herrar Bjartrar fram­­tíð­­ar, Ótt­­arr Proppé og Björt Ólafs­dótt­ir, greindu for­yst­u­­mönnum sam­­starfs­­flokk­anna, Sjálf­­stæð­is­­flokki og Við­reisn, frá þessu seint í gær­kvöldi.

Stjórn Bjartrar fram­­tíðar kom saman til að ræða stöð­una sem komin er upp eftir að í ljós kom að faðir for­­sæt­is­ráð­herra, Bene­dikt Sveins­­son, skrif­aði undir með­­­mæla­bréf með beiðni Hjalta Sig­­ur­jóns Hauks­­sonar um að hann fengi upp­­reist æru. Frá því var fyrst greint á vef Vís­­is.

Auglýsing

Sam­tals voru 87 pró­­sent stjórn­­­ar­­manna hjá Bjartri fram­­tíð hlynntir því að slíta sam­­starf­inu.

Sig­ríður Á. And­er­­sen dóms­­mála­ráð­herra sagði í kvöld, í við­tali við Stöð 2, að hún hefði upp­­lýst Bjarna Bene­dikts­­son for­­sæt­is­ráð­herra um þetta í júlí. 

Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var strax ljóst, í upp­­hafi fund­­ar, að kraum­andi óánægja var með stöðu mála innan rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, og að Björt fram­­tíð gæti ekki haldið áfram rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starf­inu undir for­ystu Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins.

Í við­tal­inu við Stöð 2 í kvöld sagði Sig­ríður að emb­ætt­is­­­menn hefðu greint henni frá því í lok júlí að faðir Bjarna væri á meðal umsagn­­­ar­að­ila Hjalta. Hún hefði talið rétt að láta for­­­sæt­is­ráð­herra vita af því.

„Hann kom algjör­­­lega af fjöll­u­m,“ sagði Sig­ríður í við­tali við Stöð 2 og Vísi.

Dóms­­­mála­ráðu­­­neytið hefur enn ekki birt gögnin um votta þeirra sem hafa fengið upp­­­reist æru, líkt og úrskurður úrskurð­­­ar­­­nefndar um upp­­­lýs­inga­­­mál segir til um. Ein­ungis hafa verið birt gögnin í máli Roberts Dow­­­ney, sem var til umfjöll­unar í fyrr­­­nefndu máli. En upp­­­lýs­inga­­­full­­­trúi ráðu­­­neyt­is­ins, Jóhannes Tóm­a­s­­­son, hefur upp­­­lýst um að unnið sé að því.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent