Eignum verði ráðstafað til greiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkisins

Verðmætar eignir komu í fang ríkisins frá slitabúum bankanna. Lindarhvoll, dótturfélag ríkisins, hefur haldið utan um þær eignir.

Fjármálaráðuneytið
Auglýsing

Til greina kemur að nýta ósölu­hæfar eignir Lind­ar­hvols ehf., félags íslenska rík­is­ins sem heldur á eignum sem komu í fang þess frá slita­búum föllnu bank­anna, til þessa að greiða inn á líf­eyr­is­skuld­bind­ingar rík­is­ins. Þannig mætti hámarka virði þeirra fyrir rík­is­sjóð.

Þetta kemur fram í grein­ar­gerð um starf­semi Lind­ar­hvols til Alþing­is. Í grein­ar­gerð­inni er fjallað um starf­semi Lind­ar­hvols í stórum drótt­um, og hvernig hefur fengið að vinna úr þeim eignum sem komu til ríks­ins í gegnum stöð­ug­leika­fram­lag frá slita­bú­un­um.

Risa­vaxnar fjár­hæðir

Óhætt er að segja að skatt­greið­endur eigi mikla hags­muni í starf­semi Lind­ar­hvols og að þar sé vandað til verka við hámarka virði eigna. Í fang rík­is­ins komu eignir upp á 384,3 millj­arða króna, mest mun­aði þar um 95 pró­sent eign­ar­hlut í Íslands­banka og veð­skulda­bréf og afkomu­skipta­samn­ingur vegna Arion banka, upp á sam­tals ríf­lega 105 millj­arða króna.

Auglýsing

Aðrar eignir nema, þar á meðal hluta­fjár­eign­ir, lán og aðrar eign­ir, nema tæp­lega 100 millj­örðum króna. Allt laust fé sem borist hefur félag­inu rennur inn á reikn­ing félags­ins hjá Seðla­banka Íslands. 

Í grein­ar­gerð­inni segir að sam­tals hafi um 140 millj­arðar króna runnið inn á reikn­ing­inn í Seðla­bank­anum frá því árið 2016. „Frá því í febr­úar 2017 og fram til ágúst­loka hafa greiðslur inn á stöð­ug­leik­a­reikn­ing­inn numið 56.448 millj­ónum króna. Staðan á reikn­ingnum þann 3. febr­úar var 6.641 milljón króna. Alls hefur 58.700 millj­ónum verið ráð­stafað til nið­ur­greiðslu skulda á tíma­bil­inu, skulda­bréf sem rík­is­sjóður gaf út til end­ur­fjár­mögn­unar Seðla­banka Íslands var greitt upp að fullu en eft­ir­stöðvar þess námu 28,5 ma.kr. Þá voru um 30 ma.kr. ráð­stafað til upp­kaupa á skulda­bréfa­flokknum RIKH 18 sem rík­is­sjóður gaf út til end­ur­fjár­mögn­unar fjár­mála­stofn­ana. Sam­an­dregið frá því að fram­sal stöð­ug­leika­eign­anna átti sér stað í upp­hafi árs 2016 og til og með 25. ágúst 2017 hafa greiðslur inn á stöð­ug­leik­a­reikn­ing­inn ásamt greiðslum inn á reikn­inga dótt­ur­fé­laga numið sam­tals ríf­lega kr. 140 ma.kr. Þar af var 17 ma.kr. ráð­stafað til rík­is­sjóðs til að mæta töp­uðum banka­skatti og um 120 ma.kr. hefur verið ráð­stafað til niðurgreiðslu skulda,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Eins og sést á þessu yfirliti, yfir eignir sem komu til ríkisins frá slitabúunum, þá var umfangið mikið.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hindr­aði sölu á Lyfju

Meðal óskráðra hluta­bréfa­eigna Lind­ar­hvols er Lyfja hf. sem rekur lyfja­versl­anir um allt land. Félagið fór í opið sölu­ferli haustið 2016 og var til­boði Haga hf. tekið þar sem það reynd­ist hæst, upp á 6,7 millj­arða króna. 

Kaupin voru með fyr­ir­vara um sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, en í júlí mán­uði var ljóst að ekki yrði af kaupum Haga á Lyfju þar sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafn­aði sam­runa félag­anna. Lind­ar­hvoll heldur því enn á þess­ari eign fyrir hönd rík­is­ins.

Á næstu vikum mun stjórn Lind­ar­hvols ehf. meta næstu skref í mál­inu, segir í grein­ar­gerð­inni. „Að mati Lind­ar­hvols ehf. er ekki talið heppi­legt að setja önnur óskráð hluta­bréf í umsýslu þess í sölu­ferli að svo stöddu þar sem slík sala muni ekki verða til þess að hámarka verð­mæti við­kom­andi hluta­bréfa m.a. vegna eðli eign­anna og ann­arra þátta sem snúa sér­stak­lega að ein­stökum eignum í þessum eigna­flokki,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent