Segir samkomulag um stjórnarskrármál hafa strandað á Sjálfstæðisflokki

Ekki náðist samkomulag flokkanna um málefni er snúa að stjórnarskránni.

Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, segir Sjálf­stæð­is­flokk­inn ekki hafa viljað sam­þykkja til­lögu um að nýtt breyt­ing­ar­á­kvæði við stjórn­ar­skrána. Hún segir alla aðra flokka hafa verið til í það.

„Ég lagði það til áðan á fundi for­manna flokk­anna að við myndum sam­ein­ast um nýtt breyt­inga­á­kvæði við stjórn­ar­skrá í anda þess sem var í gildi 2013-2017, þ.e. að ásamt því að hægt væri að sam­þykkja stjórn­ar­skrár­breyt­ingar með gömlu aðferð­inni væri hægt að afgreiða slíkar breyt­ingar með auknum meiri­hluta á Alþingi og vísa því svo til þjóð­ar­innar og afgreiða þær svo fremi sem 25% kosn­inga­bærra manna myndu sam­þykkja þær.“

Þessi til­laga var til­raun til að miðla málum og skapa aukna sam­stöðu um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar og tóku allir flokk­ar, nema Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, jákvætt í hana. Því miður náð­ist ekki sam­komu­lag allra um málið og því metum við Vinstri-græn það svo að best sé að ljúka þing­inu þannig að börnum í hópi hæl­is­leit­enda verði komið í skjól, stigin verði fyrstu skref í átt að því að afnema upp­reist æru úr hegn­ing­ar­lögum og Alþingi sæki svo nýtt umboð til þjóð­ar­inn­ar,“ segir Katrín á Face­book síðu sinn­i. 

Auglýsing

Sam­fylk­ingin og Píratar voru ekki hluti af sam­komu­lagi um mál­efni sem klára þarf fyrir þing­lok, og er ástæðan meðan ann­ars ágrein­ingur um hvernig eigi að haga málum er snúa að stjórn­ar­skránn­i. 

Á Face­book síðu sinni segir Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að því miður hafi ekki verið hljóm­grunnur fyrir þeim sjón­ar­miðum sem hann og Píratar töl­uðu fyr­ir. „Þjóðin fengi að ráða för í stjórn­ar­skrár­mál­inu. Að Alþingi myndi sam­þykkja nýtt breyt­ing­ar­á­kvæði sem gerði þjóð­inni kleift að breyta stjórn­ar­skránni á næsta kjör­tíma­bili. Þar höfðum við og Píratar því miður ekki erindi sem erf­iði en við berj­umst áfram!“ segir Logi á Face­book síðu sinn­i. 

Eins og greint var frá fyrr í dag náðu fimm flokkar á Alþingi sam­komu­lagi um hvernig skuli ljúka þing­­störf­­um. Það eru Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur, Fram­­sókn­ar­flokk­ur, Við­reisn, Björt fram­­tíð og Vinstri græn. 

Málin sem verða afgreidd fyrir þing­lok snúa meðal ann­ars að brott­­­falli ákvæðis um upp­­­reist æru, og frum­varp um bráða­birgða­á­­kvæði í kosn­­­inga­lög­um, og frum­varp um breyt­ing­ar á út­­­lend­inga­lög­um, sem flutt verður af for­­­mönn­um flokka sem það styðja. Von­ast er til þess að þing­lok verði á morg­un, en það fer þó eftir því hverstu hratt málin verða afgreidd á Alþingi, en gengið verður til kosn­inga 28. októ­ber.

Meira úr sama flokkiInnlent