Alþingi hefur verið slitið. Kosið verður til Alþingis 28. október. „Þetta verður í sögubókunum meðal stystu löggjafarþinga,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skömmu áður en þinginu varð formlega slitið.
Hún gerði það einnig að umtalsefni að fjórar konur væru þegar búnar að tilkynna um, að þær ætluðu ekki að bjóða sig fram. Sagði Unnur Brá það mikið umhugsunarefni.
Unnu Brá benti á, að fjórir þingmenn hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi Alþingiskosningum. „Allt eru þetta konur, það er mjög umhugsunarvert,“ sagði Unnur Brá. Hún nefndi einnig að sagan sýndi, að konur væri yfirleitt skemur á þingi en karlar.
Á grundvelli samkomulags fimm flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna. Þingið samþykkti að fella lög um að uppreist æru úr lögum, breytingar á kosningalögum, og breytingar á lögum um útlendinga er varða málsmeðferðartíma.
Þetta var 147. þingið frá upphafi, og kemur nýtt þing saman að loknum kosningunum 28. október.