Steinar fékk 39 milljónir frá Lindarhvoli

Steinar Guðgeirsson hrl. hefur starfað fyrir Lindarhvol ehf. en félagið keypti þjónustu frá lögmannsstofu hans fyrir tugi milljóna.

Fjármálaráðuneytið
Auglýsing

Eign­ar­halds­fé­lagið Lind­ar­hvoll, sem ríkið á og heldur utan um stöð­ug­leika­eign­ir ­sem voru fram­seldar til rík­is­ins í árs­byrjun 2016, keypti þjón­ustu af lög­manns­stofu Stein­ars Þórs Guð- ­geirs­sonar hrl. og ráð­gjafa Lind­ar­hvols, fyrir sam­tals um 39 millj­ónir án virð­is­auka­skatts á síð­ustu átta mán­uð­u­m árs­ins 2016. Það gerir tæp­lega 5 millj­ónir króna, án VSK, á mán­uði, sem runnu til Stein­ars Þórs vegna starfa hans fyrir Lind­ar­hvol á fyrr­nefndu tíma­bili.

Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ing­i Lind­ar­hvols, sem greint er frá í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag. Árs­reikn­ingnum var skilað 12. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, en hann hefur ekki verið birtur á vef félags­ins enn­þá.

Í Mark­aðnum seg­ir,  að ­stjórn félags­ins hafi gert samn­ing við lög­manns­stof­una Íslög, sem er í eigu Stein­ars Þórs, þann 28. apr­íl 2016 um að ann­ast „þjón­ustu vegna um­sýslu, fulln­ustu og sölu, á þeim ­stöð­ug­leika­eignum sem voru umsjá ­fé­lags­ins“. 

Auglýsing

Í stjórn félags­ins sitja Þór­hallur Ara­son, for­maður stjórnar og starfs­maður í fjár­mála­ráðu­neyt­in­u, Ása Ólafs­dótt­ir, með­stjórn­andi, og Haukur C. Bene­diks­son, með­stjórn­andi. Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn til Þór­halls í mars, þar sem óskað var eftir upp­lýs­ingum um starf­semi félags­ins á síð­asta ári, og nið­ur­brot á kostn­aði og verk­efn­um. Þór­hallur svar­aði með eft­ir­far­andi hætti, 17.mars: „Sæll Magnús og takk fyrir tölvu­póst­inn. Stjórn Lind­ar­hvols ehf. er vinna að frá­gangi árs­reikn­ings félags­ins fyrir árið 2016 og er sú vinna að klár­ast á næstu dög­um. Þegar þeirri vinnu er lokið verður árs­reikn­ing­ur­inn birtur með upp­lýs­ingum um allan kostnað félags­ins ásamt frek­ari nið­ur­broti. Mun senda þér reikn­ing­inn um leið og hann liggur fyr­ir. Kær kveðja, f.h. Lind­ar­hvols ehf. Þór­hallur Ara­son, stjórn­ar­for­mað­ur.“ Árs­reikn­ing­ur­inn var aldrei send­ur, og ítrek­uðum fyr­ir­spurnum var ekki svar­að. 

Sam­kvæmt árs­reikn­ingnum þá nam rekstr­ar­kostn­að­ur­ Lind­ar­hvols 56,5 millj­ónum í fyrra. 

Óhætt er að segja að skatt­greið­endur eigi mikla hags­muni í starf­­semi Lind­­ar­hvols og að þar sé vandað til verka við hámarka virði eigna. 

Í fang rík­­is­ins, eftir upp­gjör slita­búa föllnu bank­anna, komu eignir upp á 384,3 millj­­arða króna, mest mun­aði þar um 95 pró­­sent eign­­ar­hlut í Íslands­­­banka og veð­skulda­bréf og afkomu­­skipta­­samn­ing vegna Arion banka, upp á sam­tals ríf­­lega 105 millj­­arða króna.

Aðrar eignir nema, þar á meðal hluta­fjár­­­eign­ir, lán og aðrar eign­ir, nema tæp­­lega 100 millj­­örðum króna. Allt laust fé sem borist hefur félag­inu rennur inn á reikn­ing félags­­ins hjá Seðla­­banka Íslands, sam­kvæmt grein­ar­gerð sem skilað var til Alþingis á dög­un­um.

Í grein­­ar­­gerð­inni segir að sam­tals hafi um 140 millj­­arðar króna runnið inn á reikn­ing­inn í Seðla­­bank­­anum frá því árið 2016. „Frá því í febr­­úar 2017 og fram til ágúst­loka hafa greiðslur inn á stöð­ug­­leik­a­­reikn­ing­inn numið 56.448 millj­­ónum króna. Staðan á reikn­ingnum þann 3. febr­­úar var 6.641 milljón króna. Alls hefur 58.700 millj­­ónum verið ráð­stafað til nið­­ur­greiðslu skulda á tíma­bil­inu, skulda­bréf sem rík­­is­­sjóður gaf út til end­­ur­fjár­­­mögn­unar Seðla­­banka Íslands var greitt upp að fullu en eft­ir­­stöðvar þess námu 28,5 ma.kr. Þá voru um 30 ma.kr. ráð­stafað til upp­­­kaupa á skulda­bréfa­­flokknum RIKH 18 sem rík­­is­­sjóður gaf út til end­­ur­fjár­­­mögn­unar fjár­­­mála­­stofn­ana. Sam­an­­dregið frá því að fram­­sal stöð­ug­­leika­­eign­anna átti sér stað í upp­­hafi árs 2016 og til og með 25. ágúst 2017 hafa greiðslur inn á stöð­ug­­leik­a­­reikn­ing­inn ásamt greiðslum inn á reikn­inga dótt­­ur­­fé­laga numið sam­tals ríf­­lega kr. 140 ma.kr. Þar af var 17 ma.kr. ráð­stafað til rík­­is­­sjóðs til að mæta töp­uðum banka­skatti og um 120 ma.kr. hefur verið ráð­stafað til nið­ur­greiðslu skulda,“ segir í grein­­ar­­gerð­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent