Steinar fékk 39 milljónir frá Lindarhvoli

Steinar Guðgeirsson hrl. hefur starfað fyrir Lindarhvol ehf. en félagið keypti þjónustu frá lögmannsstofu hans fyrir tugi milljóna.

Fjármálaráðuneytið
Auglýsing

Eign­ar­halds­fé­lagið Lind­ar­hvoll, sem ríkið á og heldur utan um stöð­ug­leika­eign­ir ­sem voru fram­seldar til rík­is­ins í árs­byrjun 2016, keypti þjón­ustu af lög­manns­stofu Stein­ars Þórs Guð- ­geirs­sonar hrl. og ráð­gjafa Lind­ar­hvols, fyrir sam­tals um 39 millj­ónir án virð­is­auka­skatts á síð­ustu átta mán­uð­u­m árs­ins 2016. Það gerir tæp­lega 5 millj­ónir króna, án VSK, á mán­uði, sem runnu til Stein­ars Þórs vegna starfa hans fyrir Lind­ar­hvol á fyrr­nefndu tíma­bili.

Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ing­i Lind­ar­hvols, sem greint er frá í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag. Árs­reikn­ingnum var skilað 12. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, en hann hefur ekki verið birtur á vef félags­ins enn­þá.

Í Mark­aðnum seg­ir,  að ­stjórn félags­ins hafi gert samn­ing við lög­manns­stof­una Íslög, sem er í eigu Stein­ars Þórs, þann 28. apr­íl 2016 um að ann­ast „þjón­ustu vegna um­sýslu, fulln­ustu og sölu, á þeim ­stöð­ug­leika­eignum sem voru umsjá ­fé­lags­ins“. 

Auglýsing

Í stjórn félags­ins sitja Þór­hallur Ara­son, for­maður stjórnar og starfs­maður í fjár­mála­ráðu­neyt­in­u, Ása Ólafs­dótt­ir, með­stjórn­andi, og Haukur C. Bene­diks­son, með­stjórn­andi. Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn til Þór­halls í mars, þar sem óskað var eftir upp­lýs­ingum um starf­semi félags­ins á síð­asta ári, og nið­ur­brot á kostn­aði og verk­efn­um. Þór­hallur svar­aði með eft­ir­far­andi hætti, 17.mars: „Sæll Magnús og takk fyrir tölvu­póst­inn. Stjórn Lind­ar­hvols ehf. er vinna að frá­gangi árs­reikn­ings félags­ins fyrir árið 2016 og er sú vinna að klár­ast á næstu dög­um. Þegar þeirri vinnu er lokið verður árs­reikn­ing­ur­inn birtur með upp­lýs­ingum um allan kostnað félags­ins ásamt frek­ari nið­ur­broti. Mun senda þér reikn­ing­inn um leið og hann liggur fyr­ir. Kær kveðja, f.h. Lind­ar­hvols ehf. Þór­hallur Ara­son, stjórn­ar­for­mað­ur.“ Árs­reikn­ing­ur­inn var aldrei send­ur, og ítrek­uðum fyr­ir­spurnum var ekki svar­að. 

Sam­kvæmt árs­reikn­ingnum þá nam rekstr­ar­kostn­að­ur­ Lind­ar­hvols 56,5 millj­ónum í fyrra. 

Óhætt er að segja að skatt­greið­endur eigi mikla hags­muni í starf­­semi Lind­­ar­hvols og að þar sé vandað til verka við hámarka virði eigna. 

Í fang rík­­is­ins, eftir upp­gjör slita­búa föllnu bank­anna, komu eignir upp á 384,3 millj­­arða króna, mest mun­aði þar um 95 pró­­sent eign­­ar­hlut í Íslands­­­banka og veð­skulda­bréf og afkomu­­skipta­­samn­ing vegna Arion banka, upp á sam­tals ríf­­lega 105 millj­­arða króna.

Aðrar eignir nema, þar á meðal hluta­fjár­­­eign­ir, lán og aðrar eign­ir, nema tæp­­lega 100 millj­­örðum króna. Allt laust fé sem borist hefur félag­inu rennur inn á reikn­ing félags­­ins hjá Seðla­­banka Íslands, sam­kvæmt grein­ar­gerð sem skilað var til Alþingis á dög­un­um.

Í grein­­ar­­gerð­inni segir að sam­tals hafi um 140 millj­­arðar króna runnið inn á reikn­ing­inn í Seðla­­bank­­anum frá því árið 2016. „Frá því í febr­­úar 2017 og fram til ágúst­loka hafa greiðslur inn á stöð­ug­­leik­a­­reikn­ing­inn numið 56.448 millj­­ónum króna. Staðan á reikn­ingnum þann 3. febr­­úar var 6.641 milljón króna. Alls hefur 58.700 millj­­ónum verið ráð­stafað til nið­­ur­greiðslu skulda á tíma­bil­inu, skulda­bréf sem rík­­is­­sjóður gaf út til end­­ur­fjár­­­mögn­unar Seðla­­banka Íslands var greitt upp að fullu en eft­ir­­stöðvar þess námu 28,5 ma.kr. Þá voru um 30 ma.kr. ráð­stafað til upp­­­kaupa á skulda­bréfa­­flokknum RIKH 18 sem rík­­is­­sjóður gaf út til end­­ur­fjár­­­mögn­unar fjár­­­mála­­stofn­ana. Sam­an­­dregið frá því að fram­­sal stöð­ug­­leika­­eign­anna átti sér stað í upp­­hafi árs 2016 og til og með 25. ágúst 2017 hafa greiðslur inn á stöð­ug­­leik­a­­reikn­ing­inn ásamt greiðslum inn á reikn­inga dótt­­ur­­fé­laga numið sam­tals ríf­­lega kr. 140 ma.kr. Þar af var 17 ma.kr. ráð­stafað til rík­­is­­sjóðs til að mæta töp­uðum banka­skatti og um 120 ma.kr. hefur verið ráð­stafað til nið­ur­greiðslu skulda,“ segir í grein­­ar­­gerð­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent