Oddný G. Harðardóttir, þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta var ákveðið á fundi flokksins í kjördæminu í kvöld, og er greint frá niðurstöðunni í tilkynningu frá flokknum.
Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og bæjarfulltrúi í Hveragerði, skipar annað sætið á listanum, Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi í Árborg, er í þriðja sæti og fjórða sætið skipar Marinó Örn Ólafsson, háskólanemi frá Reykjanesbæ.
Auglýsing
Listi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
- Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður, Garði
- Njörður Sigurðsson – sagnfræðingur og bæjarfulltrúi, Hveragerði
- Arna Ír Gunnarsdóttir – félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi, Árborg
- Marinó Örn Ólafsson – háskólanemi, Reykjanesbæ
- Guðný Birna Guðmundsdóttir – hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi, Reykjanesbæ
- Miralem Haseta – húsvörður í Nýheimum, Höfn í Hornafirði
- Arna Huld Sigurðardóttir – hjúkrunarfræðingur, Vestmannaeyjum
- Guðmundur Olgeirsson – framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Þorlákshöfn
- Borghildur Kristinsdóttir – bóndi, Landsveit
- Ástþór Tryggvason – nemi og þjálfari, Vík í Mýrdal
- Jórunn Guðmundsdóttir – stjórnarmaður í öldungaráði Suðurnesja, Sandgerði
- Valgerður Jennýardóttir – leiðbeinandi á leikskóla, Grindavík
- Ólafur H. Ólafsson – háskólanemi, Árborg
- Símon Cramier – framhaldsskólakennari, Reykjanesbæ
- Jóhanna Sigurbjörnsdóttir – fótaaðgerðafræðingur og háskólanemi, Reykjanesbæ
- Ingimundur Bergmann – vélfræðingur, Flóahreppi
- Kristín Á. Guðmundsdóttir – formaður Sjúkraliðafélagsins Árborg
- Kristján Gunnarsson – fyrrverandi alþingismaður Reykjanesbæ
- Karl Steinar Guðnason – fyrrverandi alþingismaður, Reykjanesbæ
- Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður