Tala látinna, eftir skotárásina við hótelið Mandalay Bay Resort í Las Vegas, er nú komin upp í 59 og særðir eru 527. Margir þeirra eru alvarlega særði og gæti tala látinna hækkað enn.
Samkvæmt fréttum New York Times hefur lögreglan fundið mikið vopnabúr á heimili fjöldamorðingjans, hins 64 ára gamla Stephen Paddocks, en hann skaut sig til bana áður en hann var yfirbugaður af sérsveitarmönnum á 32. hæð hótelsins, þaðan sem hann lét kúlum rigna yfir ríflega 20 þúsund manna tónleika.
Leitað var á heimili Paddocks í borginni Mesquite í Nevada-ríki í dag og fannst þar vopnabúr. Þetta staðfesti lögreglustjórinn í Vegas, Joseph Lombardo. Á meðal þess sem fannst heima hjá Paddock voru sprengjur, skotvopn og þúsundir skotfæra.
Inn á hótelherbergi hansfundust í það minnsta 16 byssur, sem hann notaði við að skjóta á fólkið með skelfilegum afleiðingum.
Lombardo segir að rannsókn málsins sé nú í algjörum forgangi, og er þar ekki síst einblínt á að reyna að skýra umhverfi Paddocks og hvað það var sem rak hann til að framkvæma þessi verstu skotárás í sögu Bandaríkjanna.