Íslensk stjórnvöld leiðréttu frétt Washington Post

Bandarísk almannatengslastofa vann að leiðréttingu á rangfærslum í málum tengdum falli ríkisstjórnarinnar, fyrir íslensku ríkisstjórnina.

Washington Post er eitt virtasta dagblað í heimi.
Washington Post er eitt virtasta dagblað í heimi.
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd reyndu að hafa áhrif á frétta­flutn­ing banda­ríska dag­blaðs­ins Was­hington Post, þegar það fjall­aði um fall rík­is­stjórnar Bjarna Bene­dikts­sonar og tengsl föður hans í því máli.

Stundin greinir frá þessu á vef sínum í dag. Þar er sagt að málið snú­ist um pistil eftir Janet Elise John­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði og kvenna­fræðum við Brook­lyn Col­lege í Banda­ríkj­un­um. Pistill­inn fjallar um stjórn­ar­slitin á Íslandi og „barn­a­níð­ings­hneykslið“.

Almanna­tengsla­stofan Burson Mar­steller rit­aði tölvu­póst fyrir hönd rík­is­stjórnar Íslands til rit­stjórnar Was­hington Post 27. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Í Stund­inni segir að póst­ur­inn hefj­ist á orð­un­um:

Auglýsing

„Ég skrifa ykkur fyrir hönd rík­is­stjórnar Íslands. Við förum fram á að greinin ‘Rík­is­stjórn Íslands féll vegna þess að faðir for­sæt­is­ráð­herra vildi að barn­a­níð­ingur yrði náð­að­ur. Hvað er í gang­i?’ verði fjar­lægð vegna fjölda stað­reynda­villna og afbak­ana.“

Eftir að blaða­maður Stund­ar­innar fór að grennsl­ast fyrir um málið hjá Burson Mar­steller barst svar frá upp­lýs­inga­full­trúa utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins þar sem segir að Burson Mar­steller hafi verið falið að leið­rétta rang­færslur í erlendum fjöl­miðl­um. Utan­rík­is­ráð­herra hafi greint frá því í íslenskum fjöl­miðlum að unnið væri að því að leið­rétta rang­færslur tengdar mál­inu. Almanna­tengsla­stofan hafi áður unnið fyrir íslensk stjórn­völd í tengslum við hin ýmsu mál.

Rang­færsl­urnar sem leið­rétta þurfti voru að í umfjöllun Was­hington Post var upp­haf­lega talað um að faðir for­sæt­is­ráð­herra hefði mælt með að dæmdur barn­a­níð­ingur yrði náð­að­ur, en ekki að honum yrði veitt upp­reist æru eins og rétt er. Skömmu eftir að greinin í Was­hington Post birt­ist var þetta lag­fært á vefn­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi
None
Kjarninn 25. september 2021
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent