Bjarni: Allir skynsamir fjárfestar hefðu íhugað að selja á þessum tíma

Forsætisráðherra segir að hann hafi ekki búið yfir neinum trúnaðar- né innherjaupplýsingum í aðdraganda bankahrunsins, þegar hann seldi eignir í Sjóði 9 og átti samskipti við framkvæmdastjóra hjá Glitni um um störf Fjármálaeftirlitsins.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er starfandi forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er starfandi forsætisráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra segir í sam­tali við blaða­mann The Guar­dian, sem vinnur að umfjöllun um sölu hans á eignum í Sjóði 9 í aðdrag­anda hruns­ins með Stund­inni og Reykja­vík Media, að allir skyn­samir fjár­festar hefðu verið að íhuga að selja á þeim tíma sem hann seldi. Hann hafi ekki búið yfir neinum inn­herj­a­upp­lýs­ingum um neyð­ar­lögin á þessum tíma. Sölur úr Sjóði 9 hafi verið rann­sak­aðar en ekk­ert hafi komið út úr þeim rann­sókn­um. Bjarni vildi ekki gefa blaða­mann­inum nákvæmar upp­lýs­ingar um tíma­setn­ingar og upp­hæðir í mál­inu að því er kemur fram í Stund­inni.

Ný gögn sem voru í morgun sýna að Bjarni, sem þá var þing­­maður en er nú starf­andi for­­­sæt­is­ráð­herra og for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni, fyrir um 50 millj­­ónir króna, dag­ana fyr­ir banka­hrun­ið, eft­ir að hafa meðal ann­­­ars setið fund sem þing­­maður um al­var­­­lega stöðu bank­ans, og miðlað þeim áfram til banka­­manna. Dag neyð­­ar­lag­anna, þann 6. októ­ber, mið­l­aði hann upp­­­lýs­ing­um um störf Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til fram­­­kvæmda­­­stjóra hjá Glitn­i.

Í sam­tali við blaða­mann The Guar­dian ræðir Bjarni einnig sam­skipti sem hann átti við Einar Örn Ólafs­son, þá fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja­sviðs Glitnis og vinur Bjarna, sama dag og neyð­ar­lögin voru sett. Klukkan 14.15 þann 6. októ­ber 2008 sendi Einar Örn tölvu­póst á Atla Rafn Björns­son, aðstoð­ar­mann Lárusar Weld­ings, banka­stjóra Glitn­is. Í honum stóð: „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … ein­hver að tala við Jóna­s?“ Sá Jónas sem rætt er um er Jónas Fr. Jóns­son, þáver­andi for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Auglýsing
Aðspurður um sam­talið við Einar Örn segir Bjarni við blaða­mann The Guar­dian að hann hafi ekki haft neina vit­neskju um neyð­ar­lög­in. „Ég bjó ekki yfir neinum trún­að­ar­upp­lýs­ing­um. Það getur verið að ég hafi hringt í hann en ég man ekki eftir því. En, og það sem er mik­il­vægast, þá hafði ég engar trún­að­ar­upp­lýs­ingar fram að færa á þessum tíma.“

Bjarni sagð­ist skilja af hverju fólki kunni að þykja við­skiptaum­svif hans á árunum fyrir hrunið að vera ein­kenni­leg og óvið­eig­andi. Þess vegna hafi hann hætt öllum afskiptum að við­skiptum skömmu eftir hrunið þar sem ekki væri við­eig­andi fyrir hann að starfa áfram að þeim á sama tíma og hann starf­aði áfram í stjórn­mál­um.

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent