Bjarni: Allir skynsamir fjárfestar hefðu íhugað að selja á þessum tíma

Forsætisráðherra segir að hann hafi ekki búið yfir neinum trúnaðar- né innherjaupplýsingum í aðdraganda bankahrunsins, þegar hann seldi eignir í Sjóði 9 og átti samskipti við framkvæmdastjóra hjá Glitni um um störf Fjármálaeftirlitsins.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er starfandi forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er starfandi forsætisráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra segir í sam­tali við blaða­mann The Guar­dian, sem vinnur að umfjöllun um sölu hans á eignum í Sjóði 9 í aðdrag­anda hruns­ins með Stund­inni og Reykja­vík Media, að allir skyn­samir fjár­festar hefðu verið að íhuga að selja á þeim tíma sem hann seldi. Hann hafi ekki búið yfir neinum inn­herj­a­upp­lýs­ingum um neyð­ar­lögin á þessum tíma. Sölur úr Sjóði 9 hafi verið rann­sak­aðar en ekk­ert hafi komið út úr þeim rann­sókn­um. Bjarni vildi ekki gefa blaða­mann­inum nákvæmar upp­lýs­ingar um tíma­setn­ingar og upp­hæðir í mál­inu að því er kemur fram í Stund­inni.

Ný gögn sem voru í morgun sýna að Bjarni, sem þá var þing­­maður en er nú starf­andi for­­­sæt­is­ráð­herra og for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni, fyrir um 50 millj­­ónir króna, dag­ana fyr­ir banka­hrun­ið, eft­ir að hafa meðal ann­­­ars setið fund sem þing­­maður um al­var­­­lega stöðu bank­ans, og miðlað þeim áfram til banka­­manna. Dag neyð­­ar­lag­anna, þann 6. októ­ber, mið­l­aði hann upp­­­lýs­ing­um um störf Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til fram­­­kvæmda­­­stjóra hjá Glitn­i.

Í sam­tali við blaða­mann The Guar­dian ræðir Bjarni einnig sam­skipti sem hann átti við Einar Örn Ólafs­son, þá fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja­sviðs Glitnis og vinur Bjarna, sama dag og neyð­ar­lögin voru sett. Klukkan 14.15 þann 6. októ­ber 2008 sendi Einar Örn tölvu­póst á Atla Rafn Björns­son, aðstoð­ar­mann Lárusar Weld­ings, banka­stjóra Glitn­is. Í honum stóð: „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … ein­hver að tala við Jóna­s?“ Sá Jónas sem rætt er um er Jónas Fr. Jóns­son, þáver­andi for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Auglýsing
Aðspurður um sam­talið við Einar Örn segir Bjarni við blaða­mann The Guar­dian að hann hafi ekki haft neina vit­neskju um neyð­ar­lög­in. „Ég bjó ekki yfir neinum trún­að­ar­upp­lýs­ing­um. Það getur verið að ég hafi hringt í hann en ég man ekki eftir því. En, og það sem er mik­il­vægast, þá hafði ég engar trún­að­ar­upp­lýs­ingar fram að færa á þessum tíma.“

Bjarni sagð­ist skilja af hverju fólki kunni að þykja við­skiptaum­svif hans á árunum fyrir hrunið að vera ein­kenni­leg og óvið­eig­andi. Þess vegna hafi hann hætt öllum afskiptum að við­skiptum skömmu eftir hrunið þar sem ekki væri við­eig­andi fyrir hann að starfa áfram að þeim á sama tíma og hann starf­aði áfram í stjórn­mál­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent