Bjarni: Allir skynsamir fjárfestar hefðu íhugað að selja á þessum tíma

Forsætisráðherra segir að hann hafi ekki búið yfir neinum trúnaðar- né innherjaupplýsingum í aðdraganda bankahrunsins, þegar hann seldi eignir í Sjóði 9 og átti samskipti við framkvæmdastjóra hjá Glitni um um störf Fjármálaeftirlitsins.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er starfandi forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er starfandi forsætisráðherra.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir í samtali við blaðamann The Guardian, sem vinnur að umfjöllun um sölu hans á eignum í Sjóði 9 í aðdraganda hrunsins með Stundinni og Reykjavík Media, að allir skynsamir fjárfestar hefðu verið að íhuga að selja á þeim tíma sem hann seldi. Hann hafi ekki búið yfir neinum innherjaupplýsingum um neyðarlögin á þessum tíma. Sölur úr Sjóði 9 hafi verið rannsakaðar en ekkert hafi komið út úr þeim rannsóknum. Bjarni vildi ekki gefa blaðamanninum nákvæmar upplýsingar um tímasetningar og upphæðir í málinu að því er kemur fram í Stundinni.

Ný gögn sem voru í morgun sýna að Bjarni, sem þá var þing­maður en er nú starf­andi for­­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni, fyrir um 50 millj­ónir króna, dag­ana fyr­ir banka­hrun­ið, eft­ir að hafa meðal ann­­ars setið fund sem þing­maður um al­var­­lega stöðu bank­ans, og miðlað þeim áfram til banka­manna. Dag neyð­ar­lag­anna, þann 6. októ­ber, miðl­aði hann upp­­lýs­ing­um um störf Fjármálaeftirlitsins til fram­­kvæmda­­stjóra hjá Glitn­i.

Í samtali við blaðamann The Guardian ræðir Bjarni einnig samskipti sem hann átti við Einar Örn Ólafsson, þá framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis og vinur Bjarna, sama dag og neyðarlögin voru sett. Klukkan 14.15 þann 6. október 2008 sendi Einar Örn tölvupóst á Atla Rafn Björnsson, aðstoðarmann Lárusar Weldings, bankastjóra Glitnis. Í honum stóð: „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Sá Jónas sem rætt er um er Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Auglýsing
Aðspurður um samtalið við Einar Örn segir Bjarni við blaðamann The Guardian að hann hafi ekki haft neina vitneskju um neyðarlögin. „Ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Það getur verið að ég hafi hringt í hann en ég man ekki eftir því. En, og það sem er mikilvægast, þá hafði ég engar trúnaðarupplýsingar fram að færa á þessum tíma.“

Bjarni sagðist skilja af hverju fólki kunni að þykja viðskiptaumsvif hans á árunum fyrir hrunið að vera einkennileg og óviðeigandi. Þess vegna hafi hann hætt öllum afskiptum að viðskiptum skömmu eftir hrunið þar sem ekki væri viðeigandi fyrir hann að starfa áfram að þeim á sama tíma og hann starfaði áfram í stjórnmálum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent