Bjarni seldi eignir í sjóði 9 og miðlaði upplýsingum til bankamanna

Stundin, í samstarfi vði The Guardian og Reykjavík Media, birti í dag gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og starfandi forsætisráðherra.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Auglýsing

Ný gögn sem Stund­in birt­ir í sam­starfi við breska blaðið The Guar­di­an og Reykja­vik Media,, í eigu Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, sýna að Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi þingmaður og nú­ver­andi starfandi for­sæt­is­ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni, fyrir um 50 milljónir króna, dag­ana fyr­ir banka­hrunið, eft­ir að hafa meðal ann­ars setið fund sem þingmaður um al­var­lega stöðu bank­ans, og miðlað þeim áfram til bankamanna.

Þetta kemur fram í fyrrnefndri umfjöllun

Dag neyðarlag­anna, þann 6. októ­ber, miðlaði hann upp­lýs­ing­um um störf FME til fram­kvæmda­stjóra hjá Glitni. 

Auglýsing

Gögn­in sýna einnig að Bjarni byrjaði að selja hluta­bréf sín í Glitni fyr­ir um 120 millj­ón­ir króna tveim­ur dög­um eft­ir að hann fundaði sér­stak­lega með banka­stjóra Glitn­is sem þingmaður.

„Síðasta sala Bjarna á eignum sínum í Sjóði 9 átti sér því stað sama dag og Geir H. Haarde hélt fræga ræðu sína og neyðarlögin voru sett. Þennan dag seldi Bjarni hlutdeildarskírteini í Sjóði 9 fyrir 21 milljón króna en þetta var síðasti dagurinn þar sem opið var fyrir viðskipti með eignir í Sjóði 9. Bjarni hafði reyndar ekki mikinn tíma til þess að selja þennan dag þar sem sjóðnum var lokað klukkan 11.29 en þá ákvað Fjármálaeftirlitið að loka fyrir öll viðskipti með hlutabréf íslensku viðskiptabankanna þriggja. Bjarni hafði því einungis tímann frá opnun markaða þann daginn og fram til klukkan 11.29 til að selja eignirnar í Sjóði 9. 

Samkvæmt tölvupóstum og viðskiptakvittunum frá Glitni gekk Bjarni frá sölunni í Sjóði 9 fimmtudaginn 2. október en tekið var fram að hún ætti ekki að ganga í gegn fyrr en mánudaginn 6.  

Þann 2. október 2008, klukkan 20.49, sendi starfsmaður í einkabankaþjónustu Glitnis tölvupóst til þeirrar deildar Glitnis sem sá um viðskipti með Sjóð 9. Efni tölvupóstsins var: „Losun á Bjarna Ben 7829 (ekki fyrr en 6.10.)“ Í tölvupóstinum stóð.  Hæ. Fæ ég leyfi á að selja sj 9 21.000.000 og kaupa í sj 5 og 7 í staðin.“ Þetta var samþykkt morguninn eftir, föstudaginn þriðja, og fékk starfsmaður einkabankaþjónstunnar eftirfarandi tölvupóst frá starfsmanni í skjaladeild Glitnis: „Búið að losa Sj9.“ 

Áður hafði Bjarni selt hlutdeildarskírteini í Sjóði 9 í þrennum viðskiptum fyrir tæplega 30 milljónir króna þann 2. október.  Auk þessa hafði Bjarni selt eignir upp á 30 milljónir króna í skuldabréfasjóðnum Sjóði 1 hjá Glitni þann 24. september 2008 og keypti hann norskar krónur fyrir upphæðina. Þessar 30 milljónir setti Bjarni í norskar krónur,“ segir í umfjöllun Stundarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent