Bjarni: Dylgjað um að ég hafi misnotað stöðu mína og stundað innherjasvik

Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir trúnaðarupplýsingum þegar hann seldi hlutabréfi og eign í Sjóði 9. Um sé að ræða alvarlegar ásakanir sem í felist dylgjur um að hann hafi misnotað stöðu sína og stundað innherjasvik. Hvort tveggja sé rangt.

7DM_4241_raw_1621.JPG
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hefur birt yfir­lýs­ingu á Face­book-­síðu sinni vegna umfjöll­unar um sölu hans á eignum í Sjóði 9 sama dag og neyð­ar­lögin voru sett, 6. októ­ber 2008. Þar segir Bjarni að látið sé að því liggja í fréttum að hann hafi búið yfir trún­að­ar­upp­lýs­ingum um stöðu fjár­mála­kerf­is­ins, eða Glitn­is, ann­ars vegar þegar hann seldi hluta­bréf­in, og hins vegar þegar hann seldi eft­ir­stöðvar eignar minnar í Sjóði 9 dag­ana fyrir fall bank­ans. „Þetta eru alvar­legar ásak­an­ir. Hér er verið dylgja um að ég hafi mis­notað stöðu mína og stundað inn­herja­svik. Hvort tveggja er rang­t,“ segir Bjarni í stöðu­upp­færsl­unni.

Þar segir hann einnig að hrun fjár­mála­kerf­is­ins, sem olli hrika­legu áfalli fyrir íslenskan efna­hag, hafi þegar verið skoðað ofan í kjöl­inn. „Okkur Íslend­ingum hefur tek­ist vel að byggja landið okkar upp að nýju. Við þurfum að beina kröftum okkar að upp­bygg­ingu og nýta þau fjöl­mörgu tæki­færi til bættra lífs­kjara. Kosn­ing­arnar framundan eru tæki­færi til þess.“

Stöðu­upp­færslu Bjarna í heild sinni er hægt að lesa hér að neð­an: 

Auglýsing

„Í til­efni af fréttum um sölu á hluta­bréfum í Glitni á árinu 2008 og í Sjóði 9 dag­ana fyrir fall bank­anna vil ég koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

Öll mín við­skipti við Glitni banka voru eðli­leg. Þau hafa stað­ist ítrek­aða skoð­un. Það er aðal­at­riði máls­ins.

Eins og áður hefur komið fram seldi ég hluta­bréf mín í Glitni árið 2008. Sölu­and­virðið var geymt áfram í bank­an­um, fyrst og fremst í Sjóði 9. Ég seldi smám saman þá eign yfir árið og færði að hluta í aðra sjóði og á inn­láns­reikn­inga hjá bank­an­um.

Látið er að því liggja í fréttum í dag að ég hafi búið yfir trún­að­ar­upp­lýs­ingum um stöðu fjár­mála­kerf­is­ins, eða Glitn­is, ann­ars vegar þegar ég seldi hluta­bréf­in, og hins vegar þegar ég seldi eft­ir­stöðvar eignar minnar í Sjóði 9 dag­ana fyrir fall bank­ans. Þetta eru alvar­legar ásak­an­ir. Hér er verið dylgja um að ég hafi mis­notað stöðu mína og stundað inn­herja­svik. Hvort tveggja er rangt.

Allt árið 2008 geis­aði alþjóð­leg fjár­málakrísa sem Ísland fór ekki var­hluta af. Í upp­hafi árs mistók­ust til­raunir íslensku bank­anna við að end­ur­fjár­magna skuld­bind­ingar og hluta­bréfa­verð lækk­aði ört. Þessi staða varð mér til­efni til grein­ar­skrifa í febr­ú­ar­mán­uði 2008 með Ill­uga Gunn­ars­syni þar sem við vöktum sér­staka athygli á alvar­leika máls­ins og komum með til­lögur til úrbóta. Við und­ir­bún­ing grein­ar­skrif­anna áttum við sam­töl við fjöl­marga sér­fræð­inga innan og utan fjár­mála­kerf­is­ins, sem einkum sneru að því til hvaða ráð­staf­ana mögu­legt væri að grípa til að koma í veg fyrir tjón. Til­lögur okkar mót­uð­ust af þessum sam­skipt­um.

Nokkur atriði skipta hér mestu:

Í fyrsta lagi er rétt að vekja athygli á því að 29. sept­em­ber 2008 var til­kynnt að ríkið hygð­ist yfir­taka 75% í Glitni en tveimur vikum áður hafði Lehman Brothers bank­inn fall­ið. Engum gat dulist að upp var komin grafal­var­leg staða í íslenska fjár­mála­kerf­inu. Dag­ana frá yfir­lýs­ingu um yfir­tök­una og fram að setn­ingu neyð­ar­lag­anna, 6. októ­ber, voru mark­aðir á Íslandi í frjálsu falli.

Í öðru lagi er það rangt að ég hafi beðið um sölu á hlut mínum sama dag og neyð­ar­lögin voru sett, 6. októ­ber 2008. Hið rétta er að ég óskaði eftir því 2. októ­ber, eins og fram­komin gögn sýna, en upp­gjör tók 2-3 við­skipta­daga. Ég seldi í Sjóði 9 en keypti m.a. í sjóðum 5 og 7, sem voru áhættu­minni og geymdi pen­ing­ana áfram í bank­an­um.

Í þriðja lagi vil ég að fram komi að ég, líkt og margir aðrir við­skipta­vinir bank­ans, var læstur í mörg ár með pen­inga í sjóði bank­ans.

Í fjórða lagi er látið að því liggja að ég hafi miðlað upp­lýs­ingum um störf Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) til starfs­manns bank­ans. Þetta á sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um. Engum slíkum upp­lýs­ingum var miðlað enda bjó ég ekki yfir slíkum upp­lýs­ing­um. Hins vegar mátti öllum vera ljóst að FME væri að vinna í mál­un­um. Þetta er eftir að til­kynnt hafði verið um yfir­töku rík­is­ins á bank­an­um. Það hefði verið ábyrgð­ar­laust ef menn hefðu ekki verið að róa öllum árum að því að bjarga málum í FME á þessum tíma og ekk­ert frétt­næmt við að ég hafi mögu­lega látið slík orð falla.

Í fimmta lagi liggur fyrir að Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis (RNA) fékk víð­tæk­ustu rann­sókn­ar­heim­ildir sem mögu­legt var. Öllum steinum var velt við. Sér­stak­lega var hugað að öllu því sem gerð­ist í aðdrag­anda hruns­ins. Um þetta allt er fjallað í skýrslu RNA. 

Þá tók slita­stjórn bank­ans öll við­skipti í aðdrag­anda hruns­ins til skoð­un­ar. Allt sem gerð­ist í aðdrag­anda falls bank­anna hefur því í tvígang verið rann­sak­að. Engar athuga­semdir hafa nokkru sinni verið gerðar við við­skipti mín. Ég hef aldrei verið sak­að­ur, af öðrum en ákveðnum blaða­mönnum og ein­staka póli­tískum and­stæð­ingi, um að hafa gert eitt­hvað mis­jafnt.

Í sjötta lagi vil ég taka fram að ég tók ákvörðun fyrir mörgum árum um að segja mig frá öllum stjórn­ar­störfum fyrir fyr­ir­tæki og los­aði mig við öll hluta­bréf sem ég átti í þeim til­gangi að helga alla mína starfs­krafta for­ystu­hlut­verki í íslenskum stjórn­mál­um. Ég geri engan ágrein­ing við þá sem segja óvið­eig­andi að for­ystu­fólk í stjórn­málum stundi á sama tíma við­skipti. Ég hef sýnt það í verki hvernig ég tel best að gera skil þarna á milli.

Hrun fjár­mála­kerf­is­ins, sem olli hrika­legu áfalli fyrir íslenskan efna­hag, hefur verið skoðað ofan í kjöl­inn. Okkur Íslend­ingum hefur tek­ist vel að byggja landið okkar upp að nýju. Við þurfum að beina kröftum okkar að upp­bygg­ingu og nýta þau fjöl­mörgu tæki­færi til bættra lífs­kjara.

Kosn­ing­arnar framundan eru tæki­færi til þess.“

Í til­efni af fréttum um sölu á hlutabréfum í Glitni á árinu 2008 og í Sjóði 9 dag­ana fyrir fall bank­anna vil ég kom­a...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Fri­day, Oct­o­ber 6, 2017
Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent