Bjarni: Dylgjað um að ég hafi misnotað stöðu mína og stundað innherjasvik

Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir trúnaðarupplýsingum þegar hann seldi hlutabréfi og eign í Sjóði 9. Um sé að ræða alvarlegar ásakanir sem í felist dylgjur um að hann hafi misnotað stöðu sína og stundað innherjasvik. Hvort tveggja sé rangt.

7DM_4241_raw_1621.JPG
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hefur birt yfir­lýs­ingu á Face­book-­síðu sinni vegna umfjöll­unar um sölu hans á eignum í Sjóði 9 sama dag og neyð­ar­lögin voru sett, 6. októ­ber 2008. Þar segir Bjarni að látið sé að því liggja í fréttum að hann hafi búið yfir trún­að­ar­upp­lýs­ingum um stöðu fjár­mála­kerf­is­ins, eða Glitn­is, ann­ars vegar þegar hann seldi hluta­bréf­in, og hins vegar þegar hann seldi eft­ir­stöðvar eignar minnar í Sjóði 9 dag­ana fyrir fall bank­ans. „Þetta eru alvar­legar ásak­an­ir. Hér er verið dylgja um að ég hafi mis­notað stöðu mína og stundað inn­herja­svik. Hvort tveggja er rang­t,“ segir Bjarni í stöðu­upp­færsl­unni.

Þar segir hann einnig að hrun fjár­mála­kerf­is­ins, sem olli hrika­legu áfalli fyrir íslenskan efna­hag, hafi þegar verið skoðað ofan í kjöl­inn. „Okkur Íslend­ingum hefur tek­ist vel að byggja landið okkar upp að nýju. Við þurfum að beina kröftum okkar að upp­bygg­ingu og nýta þau fjöl­mörgu tæki­færi til bættra lífs­kjara. Kosn­ing­arnar framundan eru tæki­færi til þess.“

Stöðu­upp­færslu Bjarna í heild sinni er hægt að lesa hér að neð­an: 

Auglýsing

„Í til­efni af fréttum um sölu á hluta­bréfum í Glitni á árinu 2008 og í Sjóði 9 dag­ana fyrir fall bank­anna vil ég koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

Öll mín við­skipti við Glitni banka voru eðli­leg. Þau hafa stað­ist ítrek­aða skoð­un. Það er aðal­at­riði máls­ins.

Eins og áður hefur komið fram seldi ég hluta­bréf mín í Glitni árið 2008. Sölu­and­virðið var geymt áfram í bank­an­um, fyrst og fremst í Sjóði 9. Ég seldi smám saman þá eign yfir árið og færði að hluta í aðra sjóði og á inn­láns­reikn­inga hjá bank­an­um.

Látið er að því liggja í fréttum í dag að ég hafi búið yfir trún­að­ar­upp­lýs­ingum um stöðu fjár­mála­kerf­is­ins, eða Glitn­is, ann­ars vegar þegar ég seldi hluta­bréf­in, og hins vegar þegar ég seldi eft­ir­stöðvar eignar minnar í Sjóði 9 dag­ana fyrir fall bank­ans. Þetta eru alvar­legar ásak­an­ir. Hér er verið dylgja um að ég hafi mis­notað stöðu mína og stundað inn­herja­svik. Hvort tveggja er rangt.

Allt árið 2008 geis­aði alþjóð­leg fjár­málakrísa sem Ísland fór ekki var­hluta af. Í upp­hafi árs mistók­ust til­raunir íslensku bank­anna við að end­ur­fjár­magna skuld­bind­ingar og hluta­bréfa­verð lækk­aði ört. Þessi staða varð mér til­efni til grein­ar­skrifa í febr­ú­ar­mán­uði 2008 með Ill­uga Gunn­ars­syni þar sem við vöktum sér­staka athygli á alvar­leika máls­ins og komum með til­lögur til úrbóta. Við und­ir­bún­ing grein­ar­skrif­anna áttum við sam­töl við fjöl­marga sér­fræð­inga innan og utan fjár­mála­kerf­is­ins, sem einkum sneru að því til hvaða ráð­staf­ana mögu­legt væri að grípa til að koma í veg fyrir tjón. Til­lögur okkar mót­uð­ust af þessum sam­skipt­um.

Nokkur atriði skipta hér mestu:

Í fyrsta lagi er rétt að vekja athygli á því að 29. sept­em­ber 2008 var til­kynnt að ríkið hygð­ist yfir­taka 75% í Glitni en tveimur vikum áður hafði Lehman Brothers bank­inn fall­ið. Engum gat dulist að upp var komin grafal­var­leg staða í íslenska fjár­mála­kerf­inu. Dag­ana frá yfir­lýs­ingu um yfir­tök­una og fram að setn­ingu neyð­ar­lag­anna, 6. októ­ber, voru mark­aðir á Íslandi í frjálsu falli.

Í öðru lagi er það rangt að ég hafi beðið um sölu á hlut mínum sama dag og neyð­ar­lögin voru sett, 6. októ­ber 2008. Hið rétta er að ég óskaði eftir því 2. októ­ber, eins og fram­komin gögn sýna, en upp­gjör tók 2-3 við­skipta­daga. Ég seldi í Sjóði 9 en keypti m.a. í sjóðum 5 og 7, sem voru áhættu­minni og geymdi pen­ing­ana áfram í bank­an­um.

Í þriðja lagi vil ég að fram komi að ég, líkt og margir aðrir við­skipta­vinir bank­ans, var læstur í mörg ár með pen­inga í sjóði bank­ans.

Í fjórða lagi er látið að því liggja að ég hafi miðlað upp­lýs­ingum um störf Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) til starfs­manns bank­ans. Þetta á sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um. Engum slíkum upp­lýs­ingum var miðlað enda bjó ég ekki yfir slíkum upp­lýs­ing­um. Hins vegar mátti öllum vera ljóst að FME væri að vinna í mál­un­um. Þetta er eftir að til­kynnt hafði verið um yfir­töku rík­is­ins á bank­an­um. Það hefði verið ábyrgð­ar­laust ef menn hefðu ekki verið að róa öllum árum að því að bjarga málum í FME á þessum tíma og ekk­ert frétt­næmt við að ég hafi mögu­lega látið slík orð falla.

Í fimmta lagi liggur fyrir að Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis (RNA) fékk víð­tæk­ustu rann­sókn­ar­heim­ildir sem mögu­legt var. Öllum steinum var velt við. Sér­stak­lega var hugað að öllu því sem gerð­ist í aðdrag­anda hruns­ins. Um þetta allt er fjallað í skýrslu RNA. 

Þá tók slita­stjórn bank­ans öll við­skipti í aðdrag­anda hruns­ins til skoð­un­ar. Allt sem gerð­ist í aðdrag­anda falls bank­anna hefur því í tvígang verið rann­sak­að. Engar athuga­semdir hafa nokkru sinni verið gerðar við við­skipti mín. Ég hef aldrei verið sak­að­ur, af öðrum en ákveðnum blaða­mönnum og ein­staka póli­tískum and­stæð­ingi, um að hafa gert eitt­hvað mis­jafnt.

Í sjötta lagi vil ég taka fram að ég tók ákvörðun fyrir mörgum árum um að segja mig frá öllum stjórn­ar­störfum fyrir fyr­ir­tæki og los­aði mig við öll hluta­bréf sem ég átti í þeim til­gangi að helga alla mína starfs­krafta for­ystu­hlut­verki í íslenskum stjórn­mál­um. Ég geri engan ágrein­ing við þá sem segja óvið­eig­andi að for­ystu­fólk í stjórn­málum stundi á sama tíma við­skipti. Ég hef sýnt það í verki hvernig ég tel best að gera skil þarna á milli.

Hrun fjár­mála­kerf­is­ins, sem olli hrika­legu áfalli fyrir íslenskan efna­hag, hefur verið skoðað ofan í kjöl­inn. Okkur Íslend­ingum hefur tek­ist vel að byggja landið okkar upp að nýju. Við þurfum að beina kröftum okkar að upp­bygg­ingu og nýta þau fjöl­mörgu tæki­færi til bættra lífs­kjara.

Kosn­ing­arnar framundan eru tæki­færi til þess.“

Í til­efni af fréttum um sölu á hlutabréfum í Glitni á árinu 2008 og í Sjóði 9 dag­ana fyrir fall bank­anna vil ég kom­a...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Fri­day, Oct­o­ber 6, 2017




Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent