Helga Vala: Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka viðskipti forsætisráðherra

Oddviti Reykjavík norður fyrir Samfylkinguna segir að tilefni sé til að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka viðskipti Bjarna Benediktssonar og hugsanlegar innherjaupplýsingar.

Helga Vala Helgadóttir er oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Samfylkinguna.
Helga Vala Helgadóttir er oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Samfylkinguna.
Auglýsing

Sönnun í inn­herja­svika­málum er flókin en miðað við þau gögn og upp­lýs­ingar sem hér birt­ast virð­ist sem margt er teng­ist aðdrag­anda hruns, vit­neskju inn­herja og við­skiptum í kjöl­farið gefa ærið til­efni til rann­sókn­ar. Þetta segir Helga Vala Helga­dótt­ir, odd­viti Reykja­vík norður fyrir Sam­fylk­ing­una og lög­mað­ur, í Face­book-­síðu sinni.

Til­efnið er ný gögn sem sýna að Bjarni Bene­dikts­­son, þáver­andi þing­maður og nú­ver­andi starf­andi for­­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni, fyrir um 50 millj­ónir króna, dag­ana fyr­ir banka­hrun­ið, eft­ir að hafa meðal ann­­ars setið fund sem þing­maður um al­var­­lega stöðu bank­ans, og miðlað þeim áfram til banka­manna. 

Auglýsing

„Fyrir liggur að Bjarni Bene­dikts­son hefur nýtt inn­herj­a­upp­lýs­ingar sjálfum sér og fjöl­skyldu sinni til heilla, upp­lýs­ingar sem almenn­ingur í land­inu hafði ekki og gat því ekki forðað fjár­munum sínum að sama skapi,“ segir hún. 

Helga Vala segir jafn­framt að það sé skýrt lög­brot ef rétt er sam­kvæmt laga­á­kvæðum um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipti inn­herja. Þetta kalli á að Alþingi skipi án tafar rann­sókn­ar­nefnd því þó aðdrag­andi hruns hafi verið rann­sak­aður sé aug­ljóst að enn leyn­ast upp­lýs­ingar sem rann­sak­endur höfðu ekki. 

Að lokum þakkar hún Stund­inni, Reykja­vík media og Guar­dian fyrir vinn­una. Facebook-status Helgu VöluÍ upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent