Íbúðalán lífeyrissjóða aukist um 130 milljarða á tveimur árum

Lífeyrissjóðirnir bjóða nú mun betri vaxtakjör en bankarnir.

7DM_3131_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Íbúða­lán líf­eyr­is­­sjóða voru um 300 millj­­arðar í ág­úst, og á tveimur árum hafa þau auk­ist um 130 millj­arða króna. Guð­mund­ur Sig­finns­­son, hag­­fræð­ing­ur á hús­næð­is­sviði Íbúða­lána­­sjóðs, seg­ir vís­bend­ing­ar um að mörg heim­ili hafi end­­ur­fjár­magnað lán með ódýr­­ari lán­um líf­eyr­is­­sjóða, að því er fram kemur í við­tali við hann í Morg­un­blað­inu í dag.

Á tíma­bil­inu maí til loka ág­úst námu ný íbúða­lán sjóð­anna hins veg­ar 55 millj­­örð­um, sem er 14,5 millj­­örðum meira en fyrstu fjóra mán­uði árs­ins.

„Það má segja að líf­eyr­is­­sjóð­irn­ir hafi gefið í. Þeir hafa leitt vaxta­­lækk­­an­ir á út­lán­um,“ seg­ir Guð­mund­ur í um­­fjöll­un um mál þetta í Morg­u­­blað­inu í dag. 

Auglýsing

Lægstu vextir líf­eyr­is­sjóð­anna eru nú komnir í 2,77 pró­sent á verð­tryggðum lán­um, sem er tölu­vert fyrir neðan það sem bank­arnir bjóða.

Líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins hafa lengi lánað sjóð­­fé­lögum sínum til íbúð­­ar­­kaupa. Þau lán hafa þó verið þannig að mun lægra láns­hlut­­fall hefur verið í boði sem gerði það að verkum að fólk sem átti lítið eigið fé gat illa nýtt sér þau lán. 

Það breytt­ist haustið 2015 þegar sjóð­irnir hækk­­uðu láns­hlut­­fall sitt og bjóða upp á enn hag­­stæð­­ari kjör.

Það var erfitt fyrir íslensku við­­skipta­­bank­anna, sem höfðu nær ein­okað íslenska íbúða­lána­­mark­að­inn eftir hrun, að bregð­­ast við þessu. 

Þeir töldu sig ekki geta lækkað kjör á hús­næð­is­lánum sínum meira en þeir höfðu þegar gert og báru fyrir sig tvenns konar ástæður sem skertu sam­keppn­is­­­stöðu þeirra gagn­vart öðrum lán­veit­endum á mark­aðn­­­­­um. Í fyrsta lagi eru þeir skyldugir sam­­­kvæmt lögum til að eiga mun meira eigið fé en líf­eyr­is­­­sjóð­­­ir. Líf­eyr­is­­­sjóð­irnir þurfa ekki að sitja á svona miklu eigin fé. Raunar eiga þeir ekk­ert eigið fé.

Í öðru lagi þurfa stóru við­­­skipta­­­bank­­­arnir að greiða banka­skatt og sér­­­stakan fjár­­­sýslukatt. Þeir skattar hafa ekki verið afnumdir þótt að íslensku bank­­arnir séu nær allir komnir í eigu íslenska rík­­is­ins og búið sé að semja við kröf­u­hafa föllnu bank­anna um slit þrota­­búa þeirra. 

Í fjár­­lögum er til að mynda gert ráð fyrir að tekjur rík­­is­­sjóðs á árinu 2017 af banka­skatti, sem er 0,376 pró­­sent af skuldum banka, verði 9,2 millj­­arðar króna. Bank­­arnir hafa haldið því fram að þessi skattur sé ekk­ert annað en álag ofan á útlán, sem almenn­ingur þurfi á end­­anum að borga.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Friðrik Rafnsson
Lestur er leikfimi hugans
Kjarninn 21. janúar 2020
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent