Íbúðalán lífeyrissjóða aukist um 130 milljarða á tveimur árum

Lífeyrissjóðirnir bjóða nú mun betri vaxtakjör en bankarnir.

7DM_3131_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Íbúða­lán líf­eyr­is­­sjóða voru um 300 millj­­arðar í ág­úst, og á tveimur árum hafa þau auk­ist um 130 millj­arða króna. Guð­mund­ur Sig­finns­­son, hag­­fræð­ing­ur á hús­næð­is­sviði Íbúða­lána­­sjóðs, seg­ir vís­bend­ing­ar um að mörg heim­ili hafi end­­ur­fjár­magnað lán með ódýr­­ari lán­um líf­eyr­is­­sjóða, að því er fram kemur í við­tali við hann í Morg­un­blað­inu í dag.

Á tíma­bil­inu maí til loka ág­úst námu ný íbúða­lán sjóð­anna hins veg­ar 55 millj­­örð­um, sem er 14,5 millj­­örðum meira en fyrstu fjóra mán­uði árs­ins.

„Það má segja að líf­eyr­is­­sjóð­irn­ir hafi gefið í. Þeir hafa leitt vaxta­­lækk­­an­ir á út­lán­um,“ seg­ir Guð­mund­ur í um­­fjöll­un um mál þetta í Morg­u­­blað­inu í dag. 

Auglýsing

Lægstu vextir líf­eyr­is­sjóð­anna eru nú komnir í 2,77 pró­sent á verð­tryggðum lán­um, sem er tölu­vert fyrir neðan það sem bank­arnir bjóða.

Líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins hafa lengi lánað sjóð­­fé­lögum sínum til íbúð­­ar­­kaupa. Þau lán hafa þó verið þannig að mun lægra láns­hlut­­fall hefur verið í boði sem gerði það að verkum að fólk sem átti lítið eigið fé gat illa nýtt sér þau lán. 

Það breytt­ist haustið 2015 þegar sjóð­irnir hækk­­uðu láns­hlut­­fall sitt og bjóða upp á enn hag­­stæð­­ari kjör.

Það var erfitt fyrir íslensku við­­skipta­­bank­anna, sem höfðu nær ein­okað íslenska íbúða­lána­­mark­að­inn eftir hrun, að bregð­­ast við þessu. 

Þeir töldu sig ekki geta lækkað kjör á hús­næð­is­lánum sínum meira en þeir höfðu þegar gert og báru fyrir sig tvenns konar ástæður sem skertu sam­keppn­is­­­stöðu þeirra gagn­vart öðrum lán­veit­endum á mark­aðn­­­­­um. Í fyrsta lagi eru þeir skyldugir sam­­­kvæmt lögum til að eiga mun meira eigið fé en líf­eyr­is­­­sjóð­­­ir. Líf­eyr­is­­­sjóð­irnir þurfa ekki að sitja á svona miklu eigin fé. Raunar eiga þeir ekk­ert eigið fé.

Í öðru lagi þurfa stóru við­­­skipta­­­bank­­­arnir að greiða banka­skatt og sér­­­stakan fjár­­­sýslukatt. Þeir skattar hafa ekki verið afnumdir þótt að íslensku bank­­arnir séu nær allir komnir í eigu íslenska rík­­is­ins og búið sé að semja við kröf­u­hafa föllnu bank­anna um slit þrota­­búa þeirra. 

Í fjár­­lögum er til að mynda gert ráð fyrir að tekjur rík­­is­­sjóðs á árinu 2017 af banka­skatti, sem er 0,376 pró­­sent af skuldum banka, verði 9,2 millj­­arðar króna. Bank­­arnir hafa haldið því fram að þessi skattur sé ekk­ert annað en álag ofan á útlán, sem almenn­ingur þurfi á end­­anum að borga.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent