Íbúðalán lífeyrissjóða aukist um 130 milljarða á tveimur árum

Lífeyrissjóðirnir bjóða nú mun betri vaxtakjör en bankarnir.

7DM_3131_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Íbúða­lán líf­eyr­is­­sjóða voru um 300 millj­­arðar í ág­úst, og á tveimur árum hafa þau auk­ist um 130 millj­arða króna. Guð­mund­ur Sig­finns­­son, hag­­fræð­ing­ur á hús­næð­is­sviði Íbúða­lána­­sjóðs, seg­ir vís­bend­ing­ar um að mörg heim­ili hafi end­­ur­fjár­magnað lán með ódýr­­ari lán­um líf­eyr­is­­sjóða, að því er fram kemur í við­tali við hann í Morg­un­blað­inu í dag.

Á tíma­bil­inu maí til loka ág­úst námu ný íbúða­lán sjóð­anna hins veg­ar 55 millj­­örð­um, sem er 14,5 millj­­örðum meira en fyrstu fjóra mán­uði árs­ins.

„Það má segja að líf­eyr­is­­sjóð­irn­ir hafi gefið í. Þeir hafa leitt vaxta­­lækk­­an­ir á út­lán­um,“ seg­ir Guð­mund­ur í um­­fjöll­un um mál þetta í Morg­u­­blað­inu í dag. 

Auglýsing

Lægstu vextir líf­eyr­is­sjóð­anna eru nú komnir í 2,77 pró­sent á verð­tryggðum lán­um, sem er tölu­vert fyrir neðan það sem bank­arnir bjóða.

Líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins hafa lengi lánað sjóð­­fé­lögum sínum til íbúð­­ar­­kaupa. Þau lán hafa þó verið þannig að mun lægra láns­hlut­­fall hefur verið í boði sem gerði það að verkum að fólk sem átti lítið eigið fé gat illa nýtt sér þau lán. 

Það breytt­ist haustið 2015 þegar sjóð­irnir hækk­­uðu láns­hlut­­fall sitt og bjóða upp á enn hag­­stæð­­ari kjör.

Það var erfitt fyrir íslensku við­­skipta­­bank­anna, sem höfðu nær ein­okað íslenska íbúða­lána­­mark­að­inn eftir hrun, að bregð­­ast við þessu. 

Þeir töldu sig ekki geta lækkað kjör á hús­næð­is­lánum sínum meira en þeir höfðu þegar gert og báru fyrir sig tvenns konar ástæður sem skertu sam­keppn­is­­­stöðu þeirra gagn­vart öðrum lán­veit­endum á mark­aðn­­­­­um. Í fyrsta lagi eru þeir skyldugir sam­­­kvæmt lögum til að eiga mun meira eigið fé en líf­eyr­is­­­sjóð­­­ir. Líf­eyr­is­­­sjóð­irnir þurfa ekki að sitja á svona miklu eigin fé. Raunar eiga þeir ekk­ert eigið fé.

Í öðru lagi þurfa stóru við­­­skipta­­­bank­­­arnir að greiða banka­skatt og sér­­­stakan fjár­­­sýslukatt. Þeir skattar hafa ekki verið afnumdir þótt að íslensku bank­­arnir séu nær allir komnir í eigu íslenska rík­­is­ins og búið sé að semja við kröf­u­hafa föllnu bank­anna um slit þrota­­búa þeirra. 

Í fjár­­lögum er til að mynda gert ráð fyrir að tekjur rík­­is­­sjóðs á árinu 2017 af banka­skatti, sem er 0,376 pró­­sent af skuldum banka, verði 9,2 millj­­arðar króna. Bank­­arnir hafa haldið því fram að þessi skattur sé ekk­ert annað en álag ofan á útlán, sem almenn­ingur þurfi á end­­anum að borga.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent