Birgir Þórarinsson sérfræðingur í alþjóðasamskiptum og guðfræðingur mun leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Hann er annar oddviti flokksins sem hefur verið kynntur en fyrir helgi var greint frá því að Bergþór Ólason, framkvæmdastjóri á Akranesi og áður virkur Sjálfstæðismaður til margra ára, myndi leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Bergþór var um tíma aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar þegar hann var samgönguráðherra.
Í tilkynningu kemur fram að Birgir hafi áður starfað við yfirstjórn UNRWA, flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, í Mið-Austurlöndum. Hann hefur sinnt verkefnum á vegum utanríkisráðuneytisins, var varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi 2009-2013 og sat í sveitarstjórn sveitarfélagsins Voga. Auk þess hefur hann rekið ferðaþjónustu um árabil.
Birgir er með meistarapróf í alþjóðasamskiptum og utanríkisþjónustu (MIS) frá American University, Washington D.C. í Bandaríkjunum, með áherslu á hagsmunagæslu ríkja á alþjóðavettvangi. Einnig hefur hann BA próf í guðfræði frá Háskóla Íslands og próf í Opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá EHÍ.
Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, Alþingiskosningar 2017:
- Birgir Þórarinsson, sérfr. í alþjóðasamskiptum og guðfræðingur, Vogum.
- Elvar Eyvindsson, viðskiptafræðingur og bóndi, Rangárþingi eystra.
- Sólveig Guðjónsdóttir, bæjarstarfsmaður, Árborg.
- Ásdís Bjarnadóttir, garðyrkjubóndi, Hrunamannahreppi.
- Bjarni Gunnólfsson, hótel og rekstrarfræðingur, Reykjanesbæ.
- Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, sölumaður og nemi, Reykjanesbæ.
- Herdís Hjörleifsdóttir, félagsráðgjafi, Hveragerði.
- Jón Gunnþór Þorsteinsson, húsasmíðanemi, Flóahreppi.
- Erling Magnússon, lögfr. Árborg.
- G. Svana Sigurjónsdóttir, myndlistarmaður, Kirkjubæjarklaustri.
- Sæmundur Jón Jónsson, bóndi, Höfn Hornafirði.
- Gunnar Már Gunnarsson, umboðsmaður, Grindavík.
- Ingi Sigurjónsson, hamskeri, Vestmannaeyjum.
- Úlfar Guðmundsson, héraðsdómslögmaður, Reykjanesbæ.
- Þóranna L Snorradóttir, grunnskólakennari, Grímsnes – og Grafningshreppi.
- Guðrún Tómasdóttir, ferðaþjónustubóndi, Ölfus.
- Hansína Ásta Björgvinsdóttir, eldri borgari, Þorlákshöfn.
- Valur Örn Gíslason, pípulagningameistari, Ölfus.
- Jafet Egill Ingvason, lögregluvarðstjóri, Vík Mýrdal.
- Rúnar Lúðvíksson, fv. framkvæmdastjóri, Reykjanesbær.