Birgitta stefnir ekki á ráðherrastól

Birgitta Jónsdóttir blæs á kjaftasögur þess efnis að hún stefni á ráðherrastól fyrir hönd Pírata eftir komandi kosningar.

Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður Pírata.
Auglýsing

Birgitta Jóns­dótt­ir, frá­far­andi þing­maður Pírata, segir á Face­book-­síðu sinni að hún stefni ekki á ráð­herra­stól. Uppi hafa verið vanga­veltur um hvort til standi að hún verði ráð­herra­efni fyrir Pírata vegna stefnu þeirra að sækja sér ráð­herra utan þings. Píratar mæl­ast nú með 10 pró­sent fylgi sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans

„Ég hef heyrt það víða að Sjálf­stæð­is­menn séu eitt­hvað svefn­lausir út af því að ég sé að stefna á ein­hverja stóla. Ég hef bara ekki neitt mátað mig í einn eða neinn stól nema skrif­stofustól­inn minn og und­ir­bún­ing að bók um braut­ryðj­and­ann sem bjó mig til og önnur mun full­komn­ari verk, eins og t.d. lög við hin stór­kost­legu ljóð; Verka­maður og Lífs­bók­in,“ segir hún í færslu sinn­i. 

Auglýsing

Ég hef heyrt það víða að Sjálfstæðismenn séu eitt­hvað svefn­lausir út af því að ég sé að stefna á ein­hverja stóla. Ég hef...

Posted by Birgitta Jóns­dóttir on Monday, Oct­o­ber 9, 2017Birgitta til­kynnti um miðjan sept­em­ber að hún væri hætt í stjórn­málum og að hún myndi ekki bjóða sig fram að nýju í kom­andi kosn­ing­um. „Ég hef lofað sjálfri mér því að hætta eftir þetta kjör­­tíma­bil, óháð lengd þessi.

Það er ekk­ert sem getur fengið mig til að skipta um skoð­un. Ég er snortin af þeirri bylgju hvatn­ingar að fara fram aftur sem ég hef fundið fyrir þvert á flokka sem og í gras­­rót minn­i,“ skrif­aði Birgitta í sept­em­ber.

Birgitta var fyrst kjörin á þing í kosn­­ing­unum 2009 þegar hún tók sæti sem Alþing­is­­maður Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmis suður fyrir Borg­­ara­hreyf­­ing­una, síðar Hreyf­­ing­una. Hún var svo kjörin á Alþingi að nýju fyrir Pírata í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi árið 2013 og svo aftur í kosn­­ing­unum í fyrra.

Birgitta hefur verið leið­andi í starfi Pírata hér á landi og verið dyggur tals­­maður þess að stjórn­­­ar­­skrá Íslands verði end­­ur­­skoð­uð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent