Birgitta stefnir ekki á ráðherrastól

Birgitta Jónsdóttir blæs á kjaftasögur þess efnis að hún stefni á ráðherrastól fyrir hönd Pírata eftir komandi kosningar.

Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður Pírata.
Auglýsing

Birgitta Jóns­dótt­ir, frá­far­andi þing­maður Pírata, segir á Face­book-­síðu sinni að hún stefni ekki á ráð­herra­stól. Uppi hafa verið vanga­veltur um hvort til standi að hún verði ráð­herra­efni fyrir Pírata vegna stefnu þeirra að sækja sér ráð­herra utan þings. Píratar mæl­ast nú með 10 pró­sent fylgi sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans

„Ég hef heyrt það víða að Sjálf­stæð­is­menn séu eitt­hvað svefn­lausir út af því að ég sé að stefna á ein­hverja stóla. Ég hef bara ekki neitt mátað mig í einn eða neinn stól nema skrif­stofustól­inn minn og und­ir­bún­ing að bók um braut­ryðj­and­ann sem bjó mig til og önnur mun full­komn­ari verk, eins og t.d. lög við hin stór­kost­legu ljóð; Verka­maður og Lífs­bók­in,“ segir hún í færslu sinn­i. 

Auglýsing

Ég hef heyrt það víða að Sjálfstæðismenn séu eitt­hvað svefn­lausir út af því að ég sé að stefna á ein­hverja stóla. Ég hef...

Posted by Birgitta Jóns­dóttir on Monday, Oct­o­ber 9, 2017Birgitta til­kynnti um miðjan sept­em­ber að hún væri hætt í stjórn­málum og að hún myndi ekki bjóða sig fram að nýju í kom­andi kosn­ing­um. „Ég hef lofað sjálfri mér því að hætta eftir þetta kjör­­tíma­bil, óháð lengd þessi.

Það er ekk­ert sem getur fengið mig til að skipta um skoð­un. Ég er snortin af þeirri bylgju hvatn­ingar að fara fram aftur sem ég hef fundið fyrir þvert á flokka sem og í gras­­rót minn­i,“ skrif­aði Birgitta í sept­em­ber.

Birgitta var fyrst kjörin á þing í kosn­­ing­unum 2009 þegar hún tók sæti sem Alþing­is­­maður Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmis suður fyrir Borg­­ara­hreyf­­ing­una, síðar Hreyf­­ing­una. Hún var svo kjörin á Alþingi að nýju fyrir Pírata í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi árið 2013 og svo aftur í kosn­­ing­unum í fyrra.

Birgitta hefur verið leið­andi í starfi Pírata hér á landi og verið dyggur tals­­maður þess að stjórn­­­ar­­skrá Íslands verði end­­ur­­skoð­uð.

Meira úr sama flokkiInnlent