Nova hefur 4,5G þjónustu á Íslandi

Nova er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til að setja upp næstu kynslóð fjarskiptaþjónustu, svokallað 4,5G kerfi. Það mun að meðaltali þrefalda nethraða notenda frá 4G.

sími
Auglýsing

Fjar­skipta­fyr­ir­tækið Nova kynnti í morgun að fyr­ir­tækið hafi sett í loftið fyrstu 4,5G sendana. Nova verður á meðal fyrstu far­síma­fyr­ir­tækja í Evr­ópu til þess að hefja slíka þjón­ustu en áætlað er að net­hraði í far­símum við­skipta­vina Nova muni um það bil þre­fald­ast. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. 

Um er að ræða við­brögð fyr­ir­tæk­is­ins við stór­auk­inni net­notkun sem Nova áætlar að muni vaxa áfram um tugi pró­senta á ári. Það er fyrst og fremst streymi á lif­andi efni í háum mynd­gæðum sem kallar á aukna flutn­ings­getu fjar­skipta­kerfa.


Nova hefur á síð­ustu vikum sett upp fyrstu 4,5G sendana og því geta þeir sem eru með nýj­ustu far­sím­ana nú þegar tengst 4,5G kerf­inu en á afmörk­uðum svæðum til að byrja með. Nýj­ustu teg­undir far­síma sem styðja 4,5G net­hraða eru til að mynda Sam­sung S7 og Sam­sung S8, iPho­ne8 og iPho­neX sem er vænt­an­leg­ur. 

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að stór­aukin net­notkun fólks í far­símum snerti Nova sér­stak­lega, sem stærsta veit­anda far­síma­þjón­ustu á Íslandi, en við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins noti netið mun meira en við­skipta­vinir ann­arra fjar­skipta­fyr­ir­tækja. Til marks um það þá fór 63,8 pró­sent af allri net­um­ferð í far­símum á Íslandi í fyrra, um far­síma­kerfi Nova.
 

Nova áætlar að fjár­festa fyrir um 1 millj­arð á ári næstu tvö árin. Megnið af fjár­fest­ingum félags­ins mun fara í upp­bygg­ingu 4,5G kerf­is­ins sem mun halda áfram allt til árs­ins 2020 en þá má búast við að fyrstu 5G sendar Nova verði teknir í notk­un.

Liv Berg­þórs­dótt­ir, for­stjóri Nova, segir að fyr­ir­tækið hafi verið leið­andi þegar kemur að inn­leið­ingu nýrra kyn­slóða fjar­skipta­tækni. Fyr­ir­tækið hafi sett upp fyrsta 3G far­síma­kerfið á Íslandi árið 2006, hafið 4G þjón­ustu árið 2013 fyrst fyr­ir­tækja og nú 4,5G þjón­ustu þann 10.10. 2017. „Hver ný kyn­slóð fjar­skipta­kerfa hefur haft í för með sér marg­földun á hraða og þar með á notk­un­ar­mögu­leikum far­síma, úrvali smá­forrita og ann­arra sam­skipta. Aftur og aftur sjáum við hvernig ný öfl­ugri fjar­skipta­kerfi ryðja braut­ina og gera nýsköpun og fram­farir mögu­leg­ar,” segir hún. 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent