Vinna að hugmyndum um ráðstöfun stöðugleikasjóðs

Forsætisráðherra í starfsstjórn hefur óskað eftir tillögum um ráðstöfun stöðugleikasjóðs til sprotafyrirtækja og nýsköpunar.

Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík er formaður hóps sem á að koma með tillögur að því hvernig ráðstafa má fjármagni úr stöðugleikasjóði.
Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík er formaður hóps sem á að koma með tillögur að því hvernig ráðstafa má fjármagni úr stöðugleikasjóði.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra í starfs­stjórn, hefur óskað eftir því við atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið að fela sjö manna hópi sér­fræð­inga að koma með til­lögur að því hvernig ráð­stafa má fjár­magni úr stöð­ug­leika­sjóði til að efla nýsköpun í atvinnu­líf­inu.

Stöð­ug­leika­sjóð­ur­inn varð til eftir að Bjarni skip­aði sér­fræð­inga­hóp um stofnun sjóðs­ins 9. febr­úar síð­ast­lið­inn með það að mark­miði að halda utan um arð af orku­auð­lindum í eigu rík­is­sjóðs. Hóp­ur­inn sem for­sæt­is­ráð­herra skipar nú á að fjalla um hvernig fénu skal ráð­staf­að.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu í dag. „Í tengslum við stofnun sjóðs­ins hafa verið skoð­aðir mögu­leikar á því að nýta hluta af fram­tíð­ar­ráð­stöf­un­arfé sjóðs­ins til að efla nýsköpun og styðja við vöxt og þroska sprota­fyr­ir­tækja,“ segir í til­kynn­ing­unni. „Með því væri sáð fræjum til efl­ingar nýrra vel­laun­aðra starfa í fram­tíð­inni með sama hætti og fræjum var sáð til efna­hags­upp­bygg­ingar þegar orku­auð­lindir voru beisl­aðar á síð­ari hluta 20. ald­ar.“

Auglýsing

Hóp­ur­inn er skip­aður sjö ein­stak­lingum sem öll hafa tengsl við heim sprota­fyr­ir­tækja og nýsköp­un­ar. Hóp­inn skipa:

  • Ari Krist­inn Jóns­son, rektor Háskól­ans í Reykja­vík, for­maður
  • Helga Val­fells, með­eig­andi Crowberry Capi­tal
  • Hjálmar Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri gagna hjá Qlik í Boston
  • Ragn­heiður Magn­ús­dótt­ir, for­maður Tækni­nefndar Vís­inda- og tækni­ráðs
  • Ragn­hildur Helga­dótt­ir, for­maður Vís­inda­nefndar Vís­inda- og tækni­ráðs
  • Salóme Guð­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Icelandic Startups
  • Sveinn Þor­gríms­son, sér­fræð­ingur í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti

„Síð­ustu miss­eri hefur þessi hópur unnið að verk­efni á vegum atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytis í sam­starfi við MIT háskóla í Banda­ríkj­unum um atvinnu­sköpun og efl­ingu hag­vaxtar með nýsköp­un,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Það skal tekið fram að Hjálmar Gísla­son er stjórn­ar­for­maður Kjarn­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent