Benedikt biðst afsökunar á ummælum sínum um tilefni stjórnarslita

Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar segir að hann hafi ekki ætlað að gera lítið úr sársauka sem þolendur kynferðisbrota og aðstandenda verða fyrir með ummælum sínum í viðtalsþætti á RÚV í gær. Hann biður alla aðila máls afsökunar.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra 7DM_3054_raw_170614.jpg
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Við­reisn­ar, seg­ist ekki hafa ætlað að gera lítið úr þeim sárs­auka sem þolendur kyn­ferð­is­brota og aðstand­enda verða fyrir með ummælum sínum í þætt­inum For­ystu­sætið á RÚV í gær­kvöldi. Hann biður alla aðila máls­ins inni­lega afsök­un­ar. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem Bene­dikt hefur birt á Face­book.

Í þætt­inumlét hann þau ummæli falla um upp­reist æru-­málið sem sprengdi rík­is­stjórn­ar­sam­starfið að málið „sem þótti svo stórt að það var ástæða til stjórn­ar­slita, það man varla nokkur hvað þetta er.“ Hann sagð­ist enn fremur ekki telja að málið hafi verið þannig vaxið að það hefði verið til­efni til stjórn­ar­slita og að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri búin að gefa nauð­syn­leg svör um upp­reist æru dæmdra kyn­ferð­is­brota­manna.Auglýsing

Í stöðu­upp­færsl­unni segir Bene­dikt: „Í við­tals­þætti í gær not­aði ég afar klaufa­leg ummæli um til­efni stjórn­ar­slit­anna, þegar ég sagði að eng­inn myndi lengur um hvað málið sner­ist. Þar var ég að vísa til með­ferðar máls­ins í stjórn­sýsl­unni síð­ast­liðið sum­ar, en sann­ar­lega ekki til þeirra brota að sem að baki lágu.

Það er fjarri mér að gera lítið úr þeim sárs­auka sem þolendur kyn­ferð­is­brota og aðstand­enda verða fyr­ir. Öllum ber að tala af virð­ingu og auð­mýkt í þessu sam­hengi og ég bið alla aðila máls­ins inni­lega afsök­un­ar.

Það er óásætt­an­legt að slík mál séu hjúpuð leynd­ar­hyggju og það er skýr skoðun mín og Við­reisnar að upp­lýsa um alla þætti máls­ins. Hefði það sjón­ar­mið verið haft í heiðri hefðu allar upp­lýs­ingar legið á borð­inu frá upp­hafi. Ég ítreka hve leitt mér þykir að hafa talað með þessum hætt­i.“

Í viðtalsþætti í gær notaði ég afar klaufa­leg ummæli um til­efni stjórnar­slit­anna, þegar ég sagði að eng­inn myndi leng­ur...

Posted by Bene­dikt Jóhann­es­son on Tues­day, Oct­o­ber 10, 2017


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent