Benedikt biðst afsökunar á ummælum sínum um tilefni stjórnarslita

Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar segir að hann hafi ekki ætlað að gera lítið úr sársauka sem þolendur kynferðisbrota og aðstandenda verða fyrir með ummælum sínum í viðtalsþætti á RÚV í gær. Hann biður alla aðila máls afsökunar.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra 7DM_3054_raw_170614.jpg
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Við­reisn­ar, seg­ist ekki hafa ætlað að gera lítið úr þeim sárs­auka sem þolendur kyn­ferð­is­brota og aðstand­enda verða fyrir með ummælum sínum í þætt­inum For­ystu­sætið á RÚV í gær­kvöldi. Hann biður alla aðila máls­ins inni­lega afsök­un­ar. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem Bene­dikt hefur birt á Face­book.

Í þætt­inumlét hann þau ummæli falla um upp­reist æru-­málið sem sprengdi rík­is­stjórn­ar­sam­starfið að málið „sem þótti svo stórt að það var ástæða til stjórn­ar­slita, það man varla nokkur hvað þetta er.“ Hann sagð­ist enn fremur ekki telja að málið hafi verið þannig vaxið að það hefði verið til­efni til stjórn­ar­slita og að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri búin að gefa nauð­syn­leg svör um upp­reist æru dæmdra kyn­ferð­is­brota­manna.Auglýsing

Í stöðu­upp­færsl­unni segir Bene­dikt: „Í við­tals­þætti í gær not­aði ég afar klaufa­leg ummæli um til­efni stjórn­ar­slit­anna, þegar ég sagði að eng­inn myndi lengur um hvað málið sner­ist. Þar var ég að vísa til með­ferðar máls­ins í stjórn­sýsl­unni síð­ast­liðið sum­ar, en sann­ar­lega ekki til þeirra brota að sem að baki lágu.

Það er fjarri mér að gera lítið úr þeim sárs­auka sem þolendur kyn­ferð­is­brota og aðstand­enda verða fyr­ir. Öllum ber að tala af virð­ingu og auð­mýkt í þessu sam­hengi og ég bið alla aðila máls­ins inni­lega afsök­un­ar.

Það er óásætt­an­legt að slík mál séu hjúpuð leynd­ar­hyggju og það er skýr skoðun mín og Við­reisnar að upp­lýsa um alla þætti máls­ins. Hefði það sjón­ar­mið verið haft í heiðri hefðu allar upp­lýs­ingar legið á borð­inu frá upp­hafi. Ég ítreka hve leitt mér þykir að hafa talað með þessum hætt­i.“

Í viðtalsþætti í gær notaði ég afar klaufa­leg ummæli um til­efni stjórnar­slit­anna, þegar ég sagði að eng­inn myndi leng­ur...

Posted by Bene­dikt Jóhann­es­son on Tues­day, Oct­o­ber 10, 2017


Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent