Aldrei meiri áhugi á Íslandi en eftir sigurinn á Englandi

Hagfræðingur sem hefur búið til stafræna hagvísa sem mæla áhuga ferðamanna á Íslandi, segir að margt bendi til þess að ákveðnum hápunkti hafi verið náð í ferðaþjónustunni. Áhuginn á Íslandi hefur aukist með miklu umtali, m.a. í kringum íþróttaviðburði.

flugvél
Auglýsing

Margt bendir til þess að ákveðnu hámarki  hafi verið náð í vexti ferða­þjón­ust­unn­ar, sé mið tekið af staf­rænum hag­vísum sem mæla áhuga ferða­manna á Ísland­i. 

Birgir Haraldsson, er með MS gráðu í hagfræði frá NYU, og hefur unnið um árabil á fjármálamarkaði í New York.Þetta er eitt af því sem lesa má um í nýrri útgáfu Vís­bend­ing­ar, sem kemur út á morg­un, en Birgir Har­alds­son, hag­fræð­ingur og einn stofn­enda ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Night­berg í New York, sem meðal ann­ars veitir vog­un­ar­sjóðum og rekstr­ar­fé­lögum ráð­gjöf um fjár­fest­ing­ar, skrifar grein um mæl­ingar sínar á ferða­þjón­ust­unni og áhuga á land­inu.

Í grein sinni fjallar Birgir um mik­inn vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar, og hvernig fylgni hans við áhuga á Íslandi, og hvernig hann birtist, meðal ann­ars á sam­fé­lags­miðl­u­m. 

„Það bendir því allt til þess á þessu stigi að ákveðnu vaxt­ar­há­marki hafi verið náð, þar sem nýtni hót­el­her­bergja hefur verið að drag­ast saman með­fram því að staf­rænir hag­vísar fyrir ferða­þjón­ust­una hafa kóln­að. Þetta þýðir ekki að hrun vofi yfir grein­inni, en bendir hins vegar til þess að sterk­ari kröf­ur um rekstr­ar­hag­kvæmni muni ein­kenna ferða­þjón­ust­una næstu miss­er­in.

Auglýsing

Ef engin stór­aukn­ing myndi eiga sér stað í staf­ræna „hit­an­um“ í kringum Ísland sem ferða­stað yfir kom­andi mán­uði þá væri ástæða til að hafa meiri áhyggjur af væntum rekstr­ar­ár­angri fyr­ir­tækja innan grein­innar á næsta ári. 

­Mik­il­væg spurn­ing er einnig hversu sterk áhrifin muni verða fyrir ferða­þjón­ust­una af þátt­töku íslenska karla­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu á heims­meist­ara­mót­inu í Rúss­landi næsta sum­ar. Það má segja að lík­legt sé að ekk­ert nema jákvætt geti komið út úr þeirri aug­lýs­ingu sem mótið verður fyrir Ísland, og áhrifin á ferða­þjón­ust­una lík­leg til að vera í beinu hlut­falli við árangur liðs­ins. Hæsta gildi hag­vís­ins­ins hingað til kom dag­inn eftir sig­ur­inn á Englandi á Evr­ópu­mót­inu 2016 og var drifið áfram af ensku Wikipedia síðu lands­liðs­ins. Núna nýlega þegar Ísland tryggði sér sæti á heims­meist­ar­mót­inu á Rúss­landi þá sáum við hag­vís­inn skjót­ast upp í sitt hæsta gildi síðan í nóv­em­ber á síð­asta ári,“ segir meðal ann­ars í grein Birg­is, en ný Vís­bend­ing verður send til áskrif­enda á morg­un.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent