Aldrei meiri áhugi á Íslandi en eftir sigurinn á Englandi

Hagfræðingur sem hefur búið til stafræna hagvísa sem mæla áhuga ferðamanna á Íslandi, segir að margt bendi til þess að ákveðnum hápunkti hafi verið náð í ferðaþjónustunni. Áhuginn á Íslandi hefur aukist með miklu umtali, m.a. í kringum íþróttaviðburði.

flugvél
Auglýsing

Margt bendir til þess að ákveðnu hámarki  hafi verið náð í vexti ferða­þjón­ust­unn­ar, sé mið tekið af staf­rænum hag­vísum sem mæla áhuga ferða­manna á Ísland­i. 

Birgir Haraldsson, er með MS gráðu í hagfræði frá NYU, og hefur unnið um árabil á fjármálamarkaði í New York.Þetta er eitt af því sem lesa má um í nýrri útgáfu Vís­bend­ing­ar, sem kemur út á morg­un, en Birgir Har­alds­son, hag­fræð­ingur og einn stofn­enda ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Night­berg í New York, sem meðal ann­ars veitir vog­un­ar­sjóðum og rekstr­ar­fé­lögum ráð­gjöf um fjár­fest­ing­ar, skrifar grein um mæl­ingar sínar á ferða­þjón­ust­unni og áhuga á land­inu.

Í grein sinni fjallar Birgir um mik­inn vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar, og hvernig fylgni hans við áhuga á Íslandi, og hvernig hann birtist, meðal ann­ars á sam­fé­lags­miðl­u­m. 

„Það bendir því allt til þess á þessu stigi að ákveðnu vaxt­ar­há­marki hafi verið náð, þar sem nýtni hót­el­her­bergja hefur verið að drag­ast saman með­fram því að staf­rænir hag­vísar fyrir ferða­þjón­ust­una hafa kóln­að. Þetta þýðir ekki að hrun vofi yfir grein­inni, en bendir hins vegar til þess að sterk­ari kröf­ur um rekstr­ar­hag­kvæmni muni ein­kenna ferða­þjón­ust­una næstu miss­er­in.

Auglýsing

Ef engin stór­aukn­ing myndi eiga sér stað í staf­ræna „hit­an­um“ í kringum Ísland sem ferða­stað yfir kom­andi mán­uði þá væri ástæða til að hafa meiri áhyggjur af væntum rekstr­ar­ár­angri fyr­ir­tækja innan grein­innar á næsta ári. 

­Mik­il­væg spurn­ing er einnig hversu sterk áhrifin muni verða fyrir ferða­þjón­ust­una af þátt­töku íslenska karla­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu á heims­meist­ara­mót­inu í Rúss­landi næsta sum­ar. Það má segja að lík­legt sé að ekk­ert nema jákvætt geti komið út úr þeirri aug­lýs­ingu sem mótið verður fyrir Ísland, og áhrifin á ferða­þjón­ust­una lík­leg til að vera í beinu hlut­falli við árangur liðs­ins. Hæsta gildi hag­vís­ins­ins hingað til kom dag­inn eftir sig­ur­inn á Englandi á Evr­ópu­mót­inu 2016 og var drifið áfram af ensku Wikipedia síðu lands­liðs­ins. Núna nýlega þegar Ísland tryggði sér sæti á heims­meist­ar­mót­inu á Rúss­landi þá sáum við hag­vís­inn skjót­ast upp í sitt hæsta gildi síðan í nóv­em­ber á síð­asta ári,“ segir meðal ann­ars í grein Birg­is, en ný Vís­bend­ing verður send til áskrif­enda á morg­un.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi hér.

Meira úr sama flokkiInnlent