Aldrei meiri áhugi á Íslandi en eftir sigurinn á Englandi

Hagfræðingur sem hefur búið til stafræna hagvísa sem mæla áhuga ferðamanna á Íslandi, segir að margt bendi til þess að ákveðnum hápunkti hafi verið náð í ferðaþjónustunni. Áhuginn á Íslandi hefur aukist með miklu umtali, m.a. í kringum íþróttaviðburði.

flugvél
Auglýsing

Margt bendir til þess að ákveðnu hámarki  hafi verið náð í vexti ferða­þjón­ust­unn­ar, sé mið tekið af staf­rænum hag­vísum sem mæla áhuga ferða­manna á Ísland­i. 

Birgir Haraldsson, er með MS gráðu í hagfræði frá NYU, og hefur unnið um árabil á fjármálamarkaði í New York.Þetta er eitt af því sem lesa má um í nýrri útgáfu Vís­bend­ing­ar, sem kemur út á morg­un, en Birgir Har­alds­son, hag­fræð­ingur og einn stofn­enda ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Night­berg í New York, sem meðal ann­ars veitir vog­un­ar­sjóðum og rekstr­ar­fé­lögum ráð­gjöf um fjár­fest­ing­ar, skrifar grein um mæl­ingar sínar á ferða­þjón­ust­unni og áhuga á land­inu.

Í grein sinni fjallar Birgir um mik­inn vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar, og hvernig fylgni hans við áhuga á Íslandi, og hvernig hann birtist, meðal ann­ars á sam­fé­lags­miðl­u­m. 

„Það bendir því allt til þess á þessu stigi að ákveðnu vaxt­ar­há­marki hafi verið náð, þar sem nýtni hót­el­her­bergja hefur verið að drag­ast saman með­fram því að staf­rænir hag­vísar fyrir ferða­þjón­ust­una hafa kóln­að. Þetta þýðir ekki að hrun vofi yfir grein­inni, en bendir hins vegar til þess að sterk­ari kröf­ur um rekstr­ar­hag­kvæmni muni ein­kenna ferða­þjón­ust­una næstu miss­er­in.

Auglýsing

Ef engin stór­aukn­ing myndi eiga sér stað í staf­ræna „hit­an­um“ í kringum Ísland sem ferða­stað yfir kom­andi mán­uði þá væri ástæða til að hafa meiri áhyggjur af væntum rekstr­ar­ár­angri fyr­ir­tækja innan grein­innar á næsta ári. 

­Mik­il­væg spurn­ing er einnig hversu sterk áhrifin muni verða fyrir ferða­þjón­ust­una af þátt­töku íslenska karla­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu á heims­meist­ara­mót­inu í Rúss­landi næsta sum­ar. Það má segja að lík­legt sé að ekk­ert nema jákvætt geti komið út úr þeirri aug­lýs­ingu sem mótið verður fyrir Ísland, og áhrifin á ferða­þjón­ust­una lík­leg til að vera í beinu hlut­falli við árangur liðs­ins. Hæsta gildi hag­vís­ins­ins hingað til kom dag­inn eftir sig­ur­inn á Englandi á Evr­ópu­mót­inu 2016 og var drifið áfram af ensku Wikipedia síðu lands­liðs­ins. Núna nýlega þegar Ísland tryggði sér sæti á heims­meist­ar­mót­inu á Rúss­landi þá sáum við hag­vís­inn skjót­ast upp í sitt hæsta gildi síðan í nóv­em­ber á síð­asta ári,“ segir meðal ann­ars í grein Birg­is, en ný Vís­bend­ing verður send til áskrif­enda á morg­un.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi hér.

Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Brett Kavanaugh
Konan sem sakar Brett Kavanaugh um kynferðisbrot ber vitni á fimmtudaginn
Vitnisburður Christine Bla­sey Ford fer fram næstkomandi fimmtudag gegn Brett Kavanaugh. Önnur kona hefur nú stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot.
Kjarninn 24. september 2018
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.
Kjarninn 24. september 2018
Læknar deila við Svandísi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem hún sér sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar í grein þriggja lækna sem halda því fram að ráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna inn á göngudeildir.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent