Aldrei meiri áhugi á Íslandi en eftir sigurinn á Englandi

Hagfræðingur sem hefur búið til stafræna hagvísa sem mæla áhuga ferðamanna á Íslandi, segir að margt bendi til þess að ákveðnum hápunkti hafi verið náð í ferðaþjónustunni. Áhuginn á Íslandi hefur aukist með miklu umtali, m.a. í kringum íþróttaviðburði.

flugvél
Auglýsing

Margt bendir til þess að ákveðnu hámarki  hafi verið náð í vexti ferða­þjón­ust­unn­ar, sé mið tekið af staf­rænum hag­vísum sem mæla áhuga ferða­manna á Ísland­i. 

Birgir Haraldsson, er með MS gráðu í hagfræði frá NYU, og hefur unnið um árabil á fjármálamarkaði í New York.Þetta er eitt af því sem lesa má um í nýrri útgáfu Vís­bend­ing­ar, sem kemur út á morg­un, en Birgir Har­alds­son, hag­fræð­ingur og einn stofn­enda ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Night­berg í New York, sem meðal ann­ars veitir vog­un­ar­sjóðum og rekstr­ar­fé­lögum ráð­gjöf um fjár­fest­ing­ar, skrifar grein um mæl­ingar sínar á ferða­þjón­ust­unni og áhuga á land­inu.

Í grein sinni fjallar Birgir um mik­inn vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar, og hvernig fylgni hans við áhuga á Íslandi, og hvernig hann birtist, meðal ann­ars á sam­fé­lags­miðl­u­m. 

„Það bendir því allt til þess á þessu stigi að ákveðnu vaxt­ar­há­marki hafi verið náð, þar sem nýtni hót­el­her­bergja hefur verið að drag­ast saman með­fram því að staf­rænir hag­vísar fyrir ferða­þjón­ust­una hafa kóln­að. Þetta þýðir ekki að hrun vofi yfir grein­inni, en bendir hins vegar til þess að sterk­ari kröf­ur um rekstr­ar­hag­kvæmni muni ein­kenna ferða­þjón­ust­una næstu miss­er­in.

Auglýsing

Ef engin stór­aukn­ing myndi eiga sér stað í staf­ræna „hit­an­um“ í kringum Ísland sem ferða­stað yfir kom­andi mán­uði þá væri ástæða til að hafa meiri áhyggjur af væntum rekstr­ar­ár­angri fyr­ir­tækja innan grein­innar á næsta ári. 

­Mik­il­væg spurn­ing er einnig hversu sterk áhrifin muni verða fyrir ferða­þjón­ust­una af þátt­töku íslenska karla­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu á heims­meist­ara­mót­inu í Rúss­landi næsta sum­ar. Það má segja að lík­legt sé að ekk­ert nema jákvætt geti komið út úr þeirri aug­lýs­ingu sem mótið verður fyrir Ísland, og áhrifin á ferða­þjón­ust­una lík­leg til að vera í beinu hlut­falli við árangur liðs­ins. Hæsta gildi hag­vís­ins­ins hingað til kom dag­inn eftir sig­ur­inn á Englandi á Evr­ópu­mót­inu 2016 og var drifið áfram af ensku Wikipedia síðu lands­liðs­ins. Núna nýlega þegar Ísland tryggði sér sæti á heims­meist­ar­mót­inu á Rúss­landi þá sáum við hag­vís­inn skjót­ast upp í sitt hæsta gildi síðan í nóv­em­ber á síð­asta ári,“ segir meðal ann­ars í grein Birg­is, en ný Vís­bend­ing verður send til áskrif­enda á morg­un.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi hér.

Bára Huld Beck
#metoo – Eftir hverju er verið að bíða?
Kjarninn 24. júní 2018
Rut Guðnadóttir
Viltu vera memm?
Kjarninn 24. júní 2018
Viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi
Samkvæmt íslenskri rannsókn er viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi vegna BRCA-stökkbreytinga en um helmingur virðist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkratrygginga í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu.
Kjarninn 24. júní 2018
Fanney Birna Jónsdóttir
Fjórflokkur Dags
Kjarninn 24. júní 2018
Gamla ráðhúsið í Randers
Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína
Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.
Kjarninn 24. júní 2018
Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent