Kári gagnrýndi Trump og skoðanir sem hann boðar

Kári Stefánsson hlaut æðstu viðurkenningu Bandarísku erfðafræðisamtakanna og tók á móti henni í Orlando.

Kári Stefánsson
Auglýsing

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, tók í síð­ustu viku á móti æðstu við­ur­kenn­ingu Banda­rísku erfða­fræði­sam­tak­anna, ASHG, og gagn­rýndi við það til­efni Don­ald J. Trump Banda­ríkja­for­seta. 

Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Verð­launin eru kennd við Willi­am Allan og hafa verið veitt árlega síð­an 1961, en form­lega var til­kynnt um að Kári hlyti verð­launin 17. júlí síð­ast­lið­inn. 

Auglýsing

Verð­launin eru veitt fyrir fram­úr­skar­and­i fram­lag til erfða­vís­ind­anna og ­þykir mik­ill heiður að hljóta þau. Kári tók á móti verð­laun­unum á árs­fundi sam­tak­anna í Orlando í Flór­ída

Sam­kvæmt Morg­un­blað­inu beindi Kári spjót­u­m sínum að Trump og þeim skoð­unum sem hann hefur viðrað á opin­berum vett­vang­i. „Þeir sem vilja reisa háa múra á landa­mærum milli landa, þeir sem vilja meira af fang­elsum fyrir inn­flytj­end­ur og þeir sem vilja mis­muna ­fólki vegna einmitt þeirra kosta sem hafa skapað þá fjöl­breytni sem við ­fögn­um,“ sagði Kári. Hann bætti enn fremur við: „Við verðum að mót­mæla hávært þess­ari mis­notkun á starfi okkar og m­inna fólk á að erfða­fræði­lega eru í raun engir flótta­menn, ólög­legir inn­flytj­end­ur eða vondir múslimar, það eru bara mann­eskjur sem eru bræður okkar og systur sem fædd­ust öll ­jöfn okkur þó hvert og eitt sé mis­mun­and­i og sem slíkt leggi sitt af ­mörkum til okkar frá­bæru fjöl­breytn­i. Ég lít á það sem skyld­u mína sem erfða­fræð­ings að lýsa þess­ari skoðun minni á heim­inum og ég vænti þess að þið gerið öll slíkt hið ­sama,“ sagði Kári og hlaut að laun­um dúndr­andi lófatak við­staddra, sam­kvæmt frá­sögn Morg­un­blaðs­ins.

Hundruðir sækja um íbúðir Bjargs
Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Guðjón Sigurbjartsson
Landsbyggðin, útlendingar og við
Kjarninn 21. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2014
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2014.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Svanur Kristjánsson
Endurreisn íslenska lýðveldisins?
Kjarninn 21. ágúst 2018
155 milljónir söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 155 milljónir hafa safnast í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram síðustu helgi. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Áfallasaga kvenna á Íslandi
Kjarninn 21. ágúst 2018
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka milli ára
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka um 15,2% milli áranna 2016 og 2017. Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent