Staðfestingarmál vegna lögbanns á Stundina höfðað í dag

GlitnirHoldCo þarf að höfða staðfestingarmál í dag, annars dettur lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media úr gildi. Slíkt mál verður höfðað og því verður ekki hægt að segja fréttir úr gögnunum fram yfir kosningar.

Forsíða Stundarinnar eftir að lögbannið var sett á.
Forsíða Stundarinnar eftir að lögbannið var sett á.
Auglýsing

Glitnir HoldCo mun í dag höfða stað­fest­ing­ar­mál vegna lög­banns sem félagið fékk sett á frétta­flutn­ing Stund­ar­innar og Reykja­vík Media sem byggði á gögnum úr gamla Glitni fyrir viku síð­an. Glitnir HoldCo, sem er eign­ar­halds­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka Glitn­is, þurfti að höfða málið innan viku frá því að lög­bannið var sam­þykkt af Sýslu­mann­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Dag­ur­inn í dag er því sá síð­asti sem félagið gat höfðað mál­ið. Ef málið væri ekki höfðað í dag hefði lög­bannið dottið úr gildi.

Lög­bannið var sett til að hindra Stund­ina og Reykja­vík Media í að segja fleiri fréttir úr gögn­unum og verja Glitni HoldCo þannig fyrir skaða­bóta­kröfu frá fyrr­ver­andi við­skipta­mönnum Glitn­is. Þegar lög­bannið var sett höfðu allar fréttir sem höfðu birst uppúr gögn­unum fjallað um Bjarna Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og fjöl­skyldu hans og tengsl við­skipta og stjórn­mála. Í frétt­unum hafði verið sýnt fram á að ýmis­legt sem Bjarni hafði sagt opin­ber­lega um við­skipti sín stang­að­ist á við þau gögn sem miðl­arnir voru með undir hönd­um.

Auglýsing
Í lög­banns­beiðn­inni var farið fram á að öll gögn sem voru grund­völlur umfjöll­un­ar­innar yrðu afhent, að fréttir sem þegar hefðu verið skrif­aðar yrðu fjar­lægðar af inter­net­inu og að miðl­unum yrði meinað að skrifa frek­ari fréttir upp úr gögn­un­um. Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu féllst á síð­ast­nefndu beiðn­ina.

Sig­ríður Rut Júl­í­us­dótt­ir, lög­maður Stund­ar­inn­ar, var einn gesta sjón­varps­þáttar Kjarn­ans á mið­viku­dag í síð­ustu viku þar sem lög­bannið var rætt. Þar sagði hún að þegar hefði skap­ast alvar­legt ástand með mál­inu. „Þögg­unin á sér stað núna. Lög­bannið er á. Það á bara eftir að stað­festa það hjá dóm­stól­um. Lög­bannið var lagt á af full­trúa fram­kvæmda­valds­ins. Dóm­stólar hafa ekki fengið þetta mat, heldur bara full­trúi fram­kvæmda­valds­ins. Það er bara alvar­legt. Ég lít svo á að núna séum við að upp­lifa þögg­un.“Jón Ólafs­son, pró­fessor við Háskóla Íslands og stjórn­ar­for­maður Gagn­sæ­is, var einnig gestur þátt­ar­ins. Hann sagði þar að verið væri að krefj­ast aðgerða sem  „í raun­inni væri óhugs­andi að gætu átt sér stað nema í ein­hverju harð­stjórn­ar- og ein­ræð­is­ríki, að þeirra sé kraf­ist í sam­fé­lagi eins og okk­ar. Ég held að við ættum að gera þá kröfu líka til fyr­ir­tækja að þau séu til­búin að verja og styðja sam­fé­lags­sátt­mál­ann og eðli­lega lýð­ræð­is­lega umræð­u.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent