Vafi um fjölmiðlafrelsi á Íslandi

Lögbann á fréttaflutning, hótanir valdamanna um málsóknir í miðri kosningabaráttu, óvarleg umræða um hlutverk fjölmiðla og kerfislægar ákvarðanir sem leiða af sér erfitt rekstrarumhverfi og hefur spekileka í för með sér. Svona er íslenskt fjölmiðlaumhverfi í dag.

Fjöl­miðla­frelsi er vanda­samt hug­tak. Sér­stak­lega þegar á að mæla það í sam­fé­lagi þar sem fjöl­miðla­fólk þarf að mestu ekki að ótt­ast lík­am­legt ofbeldi og spill­ing birt­ist frekar sem kerf­is­lægar strokur og í aðgengi að upp­lýs­ing­um, tæki­færum eða fjár­munum ann­arra en í pen­inga­greiðslum í brúnum bréf­pokum sem skipta um hendur í dimmum bíla­kjöll­ur­um.

Hér­lendis mæld­ist fjöl­miða­frelsi til að mynda eitt það mesta í heim­inum fyrir hrun, þegar sömu blokk­irnar og áttu bank­ana áttu allar stærstu einka­reknu fjöl­miðlassam­steyp­urn­ar. Nið­ur­staða rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um frammi­stöðu fjöl­miðla á þessum tíma, þegar þeir áttu að vera sem frjálsast­ir, var sú að þeir hafi ekki náð að rækja það lyk­il­hlut­verk sem þeir gegna í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi sem þeir eiga að gegna með því að að upp­lýsa almenn­ing, vera vett­vangur þjóð­fé­lags­um­ræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almanna­hag.

Í skýrslu nefnd­ar­innar kom fram að þeir lær­dómar sem draga þyrfti að þessu ástandi væru þeir að leita yrði leiða til að efla sjálf­stæða og hlut­læga fjöl­miðlun með því að styrkja bæði fag­leg og fjár­hags­leg skil­yrði fjöl­miðl­un­ar. Þá þyrfti að styrkja sjálf­stæði rit­stjórna og setja eign­ar­haldi einka­að­ila á fjöl­miðlum hóf­leg mörk. Efla þyrfti menntun fjöl­miðla­fólks og skapa þeim skil­yrði til sér­hæf­ingar í ein­stökum mála­flokkum og koma þyrfti á fag­legu eft­ir­liti með fjöl­miðlum sem hefði það mark­mið að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlut­verk sitt í lýð­ræð­is­ríki og verndi almanna­hags­muni.

Fjöl­miðla­frelsi á und­an­haldi

Nokkuð ljóst er að við höfum ekki inn­leitt þessa lær­dóma. Eign­ar­hald á þremur stærstu einka­reknu fjöl­miðla­sam­steypum lands­ins á einka­mark­aði  (365 miðl­um, Árvakri og Press­unni) hefur verið með þeim hætti und­an­farin tæpan ára­tug að þær hafa verið í eigu fólks sem hefur verið til rann­sóknar vegna efna­hags­glæpa eða í ákæru­ferli vegna slíkra, í eigu sérhags­muna­hópa með skýr póli­tísk mark­mið sem fjöl­miðlar hafa verið nýttir mark­visst til að ná eða fjár­magn­aðir af huldu­fólki sem fjöl­miðla­lög duga ekki til að opin­ber­a. 

Sam­an­lagt hafa þessar sam­steypur verið reknar í gegnd­ar­lausu tapi sem hleypur á millj­örðum króna og ein þeirra, Pressan, hefur kom­ist upp með að taka him­inhá lán hjá skatt­greið­endum með því að skila ekki opin­berum gjöldum líkt og lög gera ráð fyr­ir, án neinna sýni­legra afleið­inga. Þannig tókst henni að skapa sér sam­keppn­is­for­skot á aðra miðla sem reka sig með eðli­legum og lög­legum hætti.

Hið opin­bera hefur ekk­ert gert til að mæta þess­ari stöðu. Nefnd var skipuð til að finna leiðir að betra rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla í upp­hafi árs en hún hefur ekki skilað af sér neinum nið­ur­stöðum enn sem komið er. Til að gera rekstr­ar­skil­yrði einka­rek­inna fjöl­miðla enn meira krefj­andi er Rík­is­út­varpið öfl­ugur þátt­tak­andi á aug­lýs­inga­mark­aði og tekur til sín um 2,2 millj­arða króna af honum á ári til við­bótar við þá 3,8 millj­arða króna sem stofn­unin fær úr rík­is­sjóð­i. 

Rekstr­ar­um­hverfið gerir það því að verkum að nær allir fjöl­miðlar á einka­mark­aði tapa fé á hverju ári, starfs­manna­velta er mik­il, speki­leki úr grein­inni óstöðv­andi og fjöl­miðla­manna­starfið er orðið lág­launa­starf. Við slíkar aðstæður er ómögu­legt að ná þeim mark­miðum sem lær­dómar Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis töldu að nauð­syn­legt yrði að ná til að fjöl­miðlar næðu að gegna því mik­il­væga hlut­verki í lýð­ræð­inu sem þeir eiga að gegna.

Á und­an­förnum árum hefur fjöl­miðla­frelsið hér­lendis enda mælst lægra en áður. Þannig var Ísland til að mynda í tíunda sæti á lista sam­tak­anna Blaða­menn án landamæra (Reporters Wit­hout Borders) síð­ast þegar frelsi fjöl­miðla er mælt, og hafði þá stokkið upp um heil níu sæti á milli ára. Landið er tölu­verður eft­ir­bátur hinna Norð­ur­land­anna á þeim lista, en Nor­eg­ur, Sví­þjóð, Finn­land og Dan­mörk sitja í efstu fjórum sætum hans. 

Ástæða þess að Ísland er það ofar­lega á list­anum er fyrst og síð­ast sú að mikið er gert úr metn­að­ar­fullri þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem sam­þykkt var 2010 um að gera Ísland að for­ystu­ríki m.a. í vernd upp­ljóstr­ara, gagn­sæ­is, tján­ing­ar­frelsis og fjöl­miðla­frels­is. Lítið hefur hins vegar verið gert með inni­hald þeirrar til­lögu.

Hætt er við því að Ísland muni hrapa niður slíka lista á næstu árum í ljósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað hér­lendis að und­an­förnu, og raktir verða hér á eft­ir.

GRECO skoðar Ísland

Áður en að því kemur er vert að greina frá því að fleiri eru að huga að fjöl­miðla­frelsi á Íslandi en sam­tök sem reyna að mæla slíkt. Í vett­vangs­ferð sendi­nefndar GRECO, sam­taka ríkja innan Evr­ópu­ráðs­ins gegn spill­ingu, vegna fimmtu úttektar sam­tak­anna á Íslandi, sem fór fram fyrr í mán­uð­inum var einnig verið að velta því umtals­vert fyrir sér.

Í yfir­stand­andi úttekt er GRECO að horfa fyrst og síð­ast á spill­ingu, ann­ars vegar meðal vald­hafa; for­seta, ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjóra og ann­arra hand­hafa æðstu emb­ætta og hins vegar í lög­gæsl­unni; lög­reglu, Land­helg­is­gæsl­unni og toll­gæsl­unni.

GRECO-­nefndin fund­aði meðal ann­ars með full­trúum fjöl­miðla til að fá upp­lýs­ingar um hvernig stjórn­völd og stjórn­mála­menn hafi brugð­ist við, og jafn­vel beitt sér, í kjöl­far umfjöll­unar um ýmis mál sem komið hafa upp hér­lendis á und­an­förnum árum.

Á meðal þeirra mála sem GRECO-­nefndin hafði áhuga á voru Leka­málið og eft­ir­köst þess, hið svo­kall­aða Orku Energy-­mál, Panama­skjölin og sér­stak­lega Wintris-­málið og hót­anir Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar gagn­vart völdum fjöl­miðlum um mál­sókn­ir. Þá hafði nefndin mik­inn áhuga á því hvernig íslenska fjöl­miðlaum­hverfið væri saman sett, hvernig eign­ar­haldi á því væri háttað og á rekstr­ar­skil­yrðum þess.

Fjöl­mörg alvar­leg atvik komið upp

Þau eru fjöl­mörg atvikin sem telj­ast verða alvar­leg þegar kemur að sam­skiptum fjöl­miðla og stjórn­mála á und­an­förnum árum. Þar má týna til ummæli Vig­dísar Hauks­dótt­ur, þáver­andi for­manns fjár­laga­nefnd­ar, í ágúst 2013 þegar hún lýsti yfir óánægju með frétta­flutn­ing RÚV, sagði frétta­stofu stofn­un­ar­innar vera vinstri sinn­aða og halla undir Evr­ópu­sam­bandið og hót­aði henni í kjöl­farið nið­ur­skurð­i. 

Í upp­hafi Leka­máls­ins svo­kall­aða reyndi Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, að fá rit­stjóra DV til að reka blaða­menn­ina sem skrif­uðu um mál­ið. Í mars 2016, í aðdrag­anda birt­ingu umfjöll­unar úr Panama­skjöl­unum og Wintris-­máls­ins, réð­ust valdir þing­menn hart gegn nafn­greindum fjöl­miðlum á opin­berum vett­vangi og RÚV meðal ann­ars kallað óvinur Fram­sókn­ar­flokks­ins númer 1

Lekamálið leiddi af sér mótmæli á Austurvelli og á endanum afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í ágúst sama ár steig Bjarni Bene­dikts­son, þá fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fram og sagði að sín til­finn­ing væri að sumir fjöl­miðlar væru „Orðnir lítið annað en skel, umgjörð um ­starf­­semi þar sem hver fer fram á eigin for­­send­­um. Engin stefna, ­mark­mið eða skila­­boð og þar með nán­­ast eng­inn til­­­gang­­ur, ann­ar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skipt­ast ­síðan á að grípa gjall­­­ar­hornið sem fjöl­mið­ill­inn er orð­inn ­fyrir þá og dæla út skoð­unum yfir sam­­fé­lag­ið. Ein í dag - önnur á morg­un. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Face­book­síðu og leyfa öllum að skrifa á vegg­inn?“

Þá eru ótalin öll þau ummæli sem Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son lét falla um fjöl­miðla á meðan að hann var for­sæt­is­ráð­herra og eftir að hann þurfti að segja af sér úr þeirri stöðu en gegndi enn þá ábyrgð­ar­hlut­verki í íslenskum stjórn­mál­um. Alvar­leg­asta hótun hans er án efa sú sem hann setti fram í við­tali við Morg­un­blaðið 3. októ­ber síð­ast­lið­inn. Þar sagð­ist hann vera að und­ir­búa mál­sókn gegn þremur fjöl­miðlum vegna umfjöll­unar um Wintris-­mál­ið, en að þær mál­sóknir yrðu að bíða fram yfir kosn­ing­ar.

Öll ofan­greind ummæli koma í kjöl­far þess að íslenskir fjöl­miðlar hafa með umfjöllun sinni opin­ber­að, með vísun í gögn, póli­tísk hneyksl­is­mál sem hafa haft meiri afleið­ingar fyrir sitj­andi valda­menn en áður hefur þekkst í Íslands­sög­unn­i. 

Lög­bann á umfjöllun um sam­spil stjórn­mála og við­skipta

En alvar­leg­asta atvikið átti sér stað í byrjun viku. Þá var sett lög­bann á umfjöllun Stund­ar­innar og Reykja­vik Media upp úr gögnum Glitn­is. Þær fréttir sem þegar höfðu birst uppúr gögn­unum höfðu fjallað um Bjarna Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og fjöl­skyldu hans og tengsl við­skipta og stjórn­mála. Í frétt­unum hafði verið sýnt fram á að ýmis­legt sem Bjarni hafði sagt opin­ber­lega um við­skipti sín stang­að­ist á við þau gögn sem miðl­arnir voru með undir hönd­um.

Bjarni brást upp­haf­lega við umfjöll­un­inni með því að segja að hún hafi verið gerð til að koma höggi á sig og Sjálf­stæð­is­flokk­inn í aðdrag­anda kosn­inga. Jon Henley, blaða­maður The Guar­dian, sem vann hluta umfjöll­un­ar­innar í sam­starfi við íslensku miðl­anna, hefur sagt að þetta sé alrangt. Upp­­lýs­ing­­arnar sem umfjöll­unin byggir á hafi komið til The Guar­dian snemma í sept­­em­ber í stóru gagna­­magni úr banka­skjölum og tölvu­póstum. Hann hafi í kjöl­farið haft sam­­band við íslenska starfs­bræður sína 5. sept­­em­ber og í kjöl­farið hafi þeir byrjað að vinna úr gögn­un­­um. Ákveðið hafi verið að flýta birt­ingu umfjöll­un­­ar­innar vegna til þess að hafa minni áhrif á þær kosn­­ingar sem fram und­an­ eru á Íslandi. Það hafi verið gert að und­ir­lagi íslensku blaða­­mann­anna sem komu að vinnslu henn­­ar.  

Forsíðu Stundarinnar í morgun.

Á mánu­dag lagði Glitn­ir Holdco, eign­ar­halds­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka Glitn­is, fram lög­banns­beiðni á umfjöllun Stund­ar­innar og Reykja­vik ­Media. Þar var farið fram á að öll gögn sem voru grund­völlur umfjöll­un­ar­innar yrðu afhent, að fréttir sem þegar hefðu verið skrif­aðar yrðu fjar­lægðar af inter­net­in­u og að miðl­unum yrði meinað að skrifa frek­ari fréttir upp úr gögn­un­um. Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu féllst á síð­ast­nefndu beiðn­ina.

Sig­ríður Rut Júl­í­us­dótt­ir, lög­maður Stund­ar­inn­ar, var einn gesta sjón­varps­þáttar Kjarn­ans á mið­viku­dag þar sem lög­bannið var rætt. Þar sagði hún að þegar hefði skap­ast alvar­legt ástand með mál­inu. „Þögg­unin á sér stað núna. Lög­bannið er á. Það á bara eftir að stað­festa það hjá dóm­stól­um. Lög­bannið var lagt á af full­trúa fram­kvæmda­valds­ins. Dóm­stólar hafa ekki fengið þetta mat, heldur bara full­trúi fram­kvæmda­valds­ins. Það er bara alvar­legt. Ég lít svo á að núna séum við að upp­lifa þögg­un.“

Jón Ólafs­son, pró­fessor við Háskóla Íslands og stjórn­ar­for­maður Gagn­sæ­is, var einnig gestur þátt­ar­ins. Hann sagði þar að verið væri að krefj­ast aðgerða sem  „í raun­inni væri óhugs­andi að gætu átt sér stað nema í ein­hverju harð­stjórn­ar- og ein­ræð­is­ríki, að þeirra sé kraf­ist í sam­fé­lagi eins og okk­ar. Ég held að við ættum að gera þá kröfu líka til fyr­ir­tækja að þau séu til­búin að verja og styðja sam­fé­lags­sátt­mál­ann og eðli­lega lýð­ræð­is­lega umræð­u.“

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér að neð­an.

Lög­bannið for­dæmt og almenn­ingur á móti

Á mið­viku­dag lýsti full­trúi Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unar Evr­ópu (ÖSE) um frelsi fjöl­miðla yfir áhyggjum sínum af lög­bann­inu. Hann hvatti íslensk stjórn­völd til að aflétta lög­bann­inu. Ful­trúar flesta stjórn­mála­flokka á Íslandi hafa annað hvort for­dæmt lög­bannið eða gagn­rýnt það mjög harka­lega og Blaða­manna­fé­lag Íslands og Félag frétta­manna hafa gert það sömu­leið­is. Þá sendi Rit­höf­unda­sam­band Íslands frá sér ályktun vegna lög­banns­ins og það sama gerðu PEN á Íslandi, sam­tök rit­höf­unda, þýð­enda og rit­stjóra. Þá sendu Gagn­sæi, sam­tök gegn spill­ingu, frá sér harð­orða til­kynn­ingu þar sem lög­bannið er for­dæmt.

Og almenn­ingur virð­ist sam­mála. Honum finnst ákvörðun fram­kvæmda­valds­ins, í þessu til­felli Sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, með öllu óboð­leg. Þessi afstaða kom skýrt fram í könnun MMR á skoðun þjóð­ar­innar til lög­banns á frétta­flutn­ing fjöl­miðla. Nið­ur­stöð­urnar voru birtar í gær. Þar kom fram að 77 pró­sent Íslend­inga væru and­vígir lög­bann­inu og að ein­ungis 11,4 pró­sent voru því fylgj­andi. Athygli vakti að stuðn­ings­fólk Sjálf­stæð­is­flokks­ins var mun lík­legra til að segj­ast fylgj­andi lög­bann­inu en stuðn­ings­fólk ann­arra flokka. Alls sögð­ust 34 pró­sent þeirra vera fylgj­andi því. Næst mestur stuðn­ingur við lög­bannið var á meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins, en 18 pró­sent þeirra styðja það. Stuðn­ingur við lög­bannið er vart mæl­an­legur hjá kjós­endum Pírata, Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna.

Í könnun MMR kom líka fram að stuðn­ingur við lög­bannið er mestur hjá þeim sem eru með milljón krónur eða meira í heim­il­is­tekjur og er meir hjá eldra fólki en þeim sem yngri eru. Þá eru stjórn­endur eða æðstu emb­ætt­is­menn mun meira fylgj­andi því að lög­bann sé sett á frétta­flutn­ing fjöl­miðla upp úr gögn­un­um, en nálægt fjórði hver svar­andi sem til­heyrði þeirri starfs­stétt var fylgj­andi lög­bann­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar