Mynd: Birgir Þór 40 prósent þingsætaspá Katrín Jakobsdóttir Bjarni Benediktsson

40% líkur á að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn geti myndað stjórn

Stærstu flokkarnir í kosningaspánni gátu myndað 32 manna meirihluta í aðeins 40% tilvika 100.000 sýndarkosninga í þingsætaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar.

Tveggja flokka meirihlutasamstarf stærstu flokkanna í kosningaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar er nú orðið mun ólíklegra en það hefur verið undanfarnar vikur. Í aðeins 40 prósent tilvika í 100.000 sýndarkosningum þingsætaspárinnar fengu þessir flokkar 32 þingmenn.

Líklegra er að Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn geti myndað meirihluta á þinginu eftir kosningarnar, miðað við kosningaspána sem gerð var í gær, 18. október. Í 51 prósent tilfella sýndarkosninganna fengu þessir þrír flokkar samanlagt 32 þingmenn.

Þróun á samanlögðum líkum þingmeirihluta
Línurnar merkja þróun á samanlögðum þingmeirihluta nokkurra flokka í þingsætaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar. Flokkarnir eru merktir með listabókstöfum.
BSV PSV DV BDFM

Turnarnir falla

Það sem af er í kosningabaráttunni hafa Vinstri græn verið vinsælasti flokkurinn í kosningaspánni, þar sem skoðanakannanir á fylgi stjórnmálaflokka eru vegnar til þess að fá sem skýrasta mynd af þróun fylgisins. Vinstri græn eru enn stærsti stjórnmálaflokkur landsins miðað við nýjustu kosningaspána, en hafa tapað töluvert undanfarna daga og eru nú með stuðning 23,3 prósent kjósenda.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig minnkað nokkuð, en fylgi við flokkinn hefur hins vegar haldist jafnara en fylgi Vinstri grænna. 21,7 prósent ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn miðað við nýjustu kosningaspána. Það er minni stuðningur en flokkurinn hefur nokkru sinni fengið í Alþingiskosningum, frá stofnun hans árið 1929. Versta útkoma Sjálfstæðismanna í kosningum var árið 2009 þegar flokkurinn fékk 23,7 prósent atkvæða og 16 þingmenn kjörna.

Niðurstöður kosningaspár 18. október 2017
Kosningaspáin var gerð 18. október 2017. Sjá nánari niðurstöður í kosningamiðstöð Kjarnans.

Á meðan stuðningur við Vinstri græna og Sjálfstæðisflokkinn hefur minnkað hefur Samfylkingin risið og skilið sig frá öðrum flokkum sem þriðji vinsælasti flokkurinn. Samfylkingin er með 14 prósent stuðning í kosningaspánni sem gerð var í gær.

Píratar, Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Viðreisn bæta einnig við sig á milli kosningaspáa. Píratar eru með 10,3 prósent, Miðflokkurinn með 9,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 7,2 prósent og Viðreisn með 5,3 prósent.

Viðreisn sækir í sig veðrið

Eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við sem formaður Viðreisnar af Benedikt Jóhannessyni hefur fylgi flokksins farið á flug í kosningaspánni. Viðreisn er nú með 5,3 prósent, eftir að hafa verið með 3,3 prósent stuðning fyrir viku síðan, 11. október.

Viðreisn gæti – ef fylgi flokksins heldur áfram að aukast – orðið að mikilvægum leikmanni í stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningarnar, bæði til hægri og vinstri. Það mun skýrast á allra næstu dögum hversu mikilvægt hlutverk Viðreisn getur leikið í samkvæmisleikjum stjórnmálamanna að loknum kosningum. Eins og stendur eru 32 prósent líkur á því að Viðreisn nái ekki inn manni. Það þýðir hins vegar að 68 prósent líkur eru á að flokkurinn fái minnst einn mann kjörinn.

Þróun fylgis stjórnmálaflokka í kosningaspánni
Fylgi flokka miðað við kosningaspána frá og með 30. ágúst 2017.
B C D F M P S V Aðrir

Á sama tíma og Viðreisn rís hefur Björt framtíð fallið. Björt framtíð mælist nú með aðeins 2,2 prósent stuðning í kosningaspánni og er lang minnsti flokkurinn sem mældur er sérstaklega í spánni þetta árið. Viðmiðið í kosningaspánni hefur verið að mæla þá flokka sérstaklega sem fá meira en tvö prósent hverju sinni. Í þingsætaspánni reiknast líkurnar á því að Björt framtíð nái ekki inn manni á þing 66 prósent.

Líkur á fjölda þingsæta fyrir helstu framboðSíðast uppfært 19. október 2017 kl. 10:34. Í töflunni má sjá dreifingu á fjölda tilvika þar sem flokkur fékk ákveðinn fjölda þingmanna kjörinn í 100.000 sýndarkosningum, miðað við fylgi flokka á landsvísu í kosningaspánni.
Þingmenn A B C D F M P S V
24
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
1%
23
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
1%
22
0%
0%
0%
1%
0%
0%
0%
0%
2%
21
0%
0%
0%
1%
0%
0%
0%
0%
4%
20
0%
0%
0%
3%
0%
0%
0%
0%
5%
19
0%
0%
0%
5%
0%
0%
0%
0%
7%
18
0%
0%
0%
7%
0%
0%
0%
0%
10%
17
0%
0%
0%
9%
0%
0%
0%
0%
12%
16
0%
0%
0%
12%
0%
0%
0%
1%
13%
15
0%
0%
0%
13%
0%
0%
0%
2%
13%
14
0%
0%
0%
12%
0%
0%
0%
3%
11%
13
0%
0%
0%
12%
0%
1%
1%
5%
8%
12
0%
0%
0%
9%
0%
1%
2%
8%
6%
11
0%
1%
0%
7%
0%
3%
3%
12%
4%
10
0%
2%
0%
4%
1%
5%
6%
14%
2%
9
0%
3%
0%
2%
1%
8%
10%
15%
1%
8
0%
5%
1%
1%
3%
12%
13%
15%
0%
7
0%
9%
3%
1%
5%
14%
15%
10%
0%
6
1%
12%
8%
0%
7%
16%
15%
7%
0%
5
4%
16%
12%
0%
12%
14%
13%
4%
0%
4
7%
17%
16%
0%
14%
11%
10%
2%
0%
3
7%
10%
11%
0%
10%
5%
4%
1%
0%
2
1%
6%
1%
0%
3%
3%
1%
0%
0%
1
13%
10%
13%
0%
14%
4%
3%
0%
0%
0
66%
9%
32%
0%
32%
3%
4%
0%
0%
Líkur á samanlögðum þingmannafjöldaLíkur á að samanlagður þingmannafjöldi framboðslista nái meirihluta á þingi. Til að fá eins manns meirilhuta á Alþingi þarf samanlagður fjöldi að vera 32 þingmenn. Rauða strikið í töflunni hér að neðan er sláin sem þarf að komast yfir.
Þingmenn DM DFM ACD BD BDM BDFM BDSM BSV BPSV PSV PV DV SV
>=41
0%
0%
0%
0%
0%
0%
7%
0%
14%
2%
0%
1%
0%
>=40
0%
0%
0%
0%
0%
0%
10%
1%
20%
3%
0%
1%
0%
>=39
0%
0%
0%
0%
0%
0%
15%
2%
27%
5%
0%
3%
0%
>=38
0%
0%
0%
0%
0%
1%
22%
3%
36%
8%
0%
4%
0%
>=37
0%
0%
0%
0%
0%
2%
30%
5%
45%
12%
0%
7%
0%
>=36
0%
0%
0%
0%
0%
3%
38%
7%
55%
17%
0%
11%
0%
>=35
0%
0%
0%
0%
1%
5%
47%
11%
64%
24%
0%
16%
1%
>=34
0%
1%
0%
0%
2%
9%
57%
16%
73%
32%
0%
23%
2%
>=33
0%
1%
0%
0%
3%
13%
66%
23%
80%
41%
0%
31%
3%
>=32
0%
2%
0%
0%
6%
19%
74%
31%
86%
51%
1%
40%
5%
>=31
0%
4%
0%
0%
9%
26%
81%
40%
90%
61%
2%
50%
8%
>=30
1%
7%
0%
0%
13%
35%
87%
49%
94%
69%
3%
60%
13%
>=29
2%
11%
1%
1%
20%
44%
91%
59%
96%
78%
5%
69%
19%
>=28
3%
16%
1%
1%
27%
53%
94%
69%
98%
84%
9%
78%
27%
>=27
6%
23%
2%
2%
35%
62%
96%
77%
99%
89%
14%
85%
36%
>=26
9%
30%
3%
4%
45%
70%
98%
84%
99%
93%
20%
90%
46%
>=25
15%
40%
5%
7%
55%
78%
99%
89%
100%
96%
29%
94%
56%
>=24
22%
49%
8%
11%
64%
84%
99%
93%
100%
97%
39%
97%
67%
>=23
31%
59%
13%
17%
74%
89%
100%
96%
100%
98%
49%
98%
76%
>=22
41%
69%
19%
24%
81%
93%
100%
98%
100%
99%
60%
99%
84%
>=21
52%
77%
27%
34%
87%
95%
100%
99%
100%
100%
70%
100%
89%
>=20
63%
83%
36%
44%
91%
97%
100%
99%
100%
100%
79%
100%
93%
>=19
72%
88%
46%
55%
95%
99%
100%
100%
100%
100%
85%
100%
96%
>=18
80%
92%
57%
65%
97%
99%
100%
100%
100%
100%
90%
100%
98%
>=17
87%
96%
67%
74%
98%
100%
100%
100%
100%
100%
94%
100%
99%
>=16
91%
97%
75%
82%
99%
100%
100%
100%
100%
100%
96%
100%
100%

Um kosningaspána 18. október

Þær kannanir sem liggja nýjustu kosningaspánni til grundvallar eru listaðar hér að neðan. Hægt er að lesa nánar um framkvæmd kosningaspárinnar í kosningamiðstöð Kjarnans eða á vefnum kosningaspá.is.

  • Skoðanakönnun MMR 17. – 18. október (vægi 37,8%)
  • Skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis 16. okt (vægi 23,1%)
  • Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 9. – 12. október (vægi 20,1%)
  • Þjóðarpúls Gallup 29. september – 12 október (vægi 19,0%)

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar