Mynd: Birgir Þór 40 prósent þingsætaspá Katrín Jakobsdóttir Bjarni Benediktsson
Mynd: Birgir Þór

40% líkur á að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn geti myndað stjórn

Stærstu flokkarnir í kosningaspánni gátu myndað 32 manna meirihluta í aðeins 40% tilvika 100.000 sýndarkosninga í þingsætaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar.

Tveggja flokka meiri­hluta­sam­starf stærstu flokk­anna í kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar er nú orðið mun ólík­legra en það hefur verið und­an­farnar vik­ur. Í aðeins 40 pró­sent til­vika í 100.000 sýnd­ar­kosn­ingum þing­sæta­spár­innar fengu þessir flokkar 32 þing­menn.

Lík­legra er að Pírat­ar, Sam­fylk­ingin og Vinstri græn geti myndað meiri­hluta á þing­inu eftir kosn­ing­arn­ar, miðað við kosn­inga­spána sem gerð var í gær, 18. októ­ber. Í 51 pró­sent til­fella sýnd­ar­kosn­ing­anna fengu þessir þrír flokkar sam­an­lagt 32 þing­menn.

Þróun á samanlögðum líkum þingmeirihluta
Línurnar merkja þróun á samanlögðum þingmeirihluta nokkurra flokka í þingsætaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar. Flokkarnir eru merktir með listabókstöfum.
BSV PSV DV BDFM

Turn­arnir falla

Það sem af er í kosn­inga­bar­átt­unni hafa Vinstri græn verið vin­sæl­asti flokk­ur­inn í kosn­inga­spánni, þar sem skoð­ana­kann­anir á fylgi stjórn­mála­flokka eru vegnar til þess að fá sem skýrasta mynd af þróun fylg­is­ins. Vinstri græn eru enn stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins miðað við nýj­ustu kosn­inga­spána, en hafa tapað tölu­vert und­an­farna daga og eru nú með stuðn­ing 23,3 pró­sent kjós­enda.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur einnig minnkað nokk­uð, en fylgi við flokk­inn hefur hins vegar hald­ist jafn­ara en fylgi Vinstri grænna. 21,7 pró­sent ætla að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn miðað við nýj­ustu kosn­inga­spána. Það er minni stuðn­ingur en flokk­ur­inn hefur nokkru sinni fengið í Alþing­is­kosn­ing­um, frá stofnun hans árið 1929. Versta útkoma Sjálf­stæð­is­manna í kosn­ingum var árið 2009 þegar flokk­ur­inn fékk 23,7 pró­sent atkvæða og 16 þing­menn kjörna.

Niðurstöður kosningaspár 18. október 2017
Kosningaspáin var gerð 18. október 2017. Sjá nánari niðurstöður í kosningamiðstöð Kjarnans.

Á meðan stuðn­ingur við Vinstri græna og Sjálf­stæð­is­flokk­inn hefur minnkað hefur Sam­fylk­ingin risið og skilið sig frá öðrum flokkum sem þriðji vin­sæl­asti flokk­ur­inn. Sam­fylk­ingin er með 14 pró­sent stuðn­ing í kosn­inga­spánni sem gerð var í gær.

Pírat­ar, Mið­flokk­ur­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Við­reisn bæta einnig við sig á milli kosn­inga­spáa. Píratar eru með 10,3 pró­sent, Mið­flokk­ur­inn með 9,7 pró­sent, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 7,2 pró­sent og Við­reisn með 5,3 pró­sent.

Við­reisn sækir í sig veðrið

Eftir að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir tók við sem for­maður Við­reisnar af Bene­dikt Jóhann­essyni hefur fylgi flokks­ins farið á flug í kosn­inga­spánni. Við­reisn er nú með 5,3 pró­sent, eftir að hafa verið með 3,3 pró­sent stuðn­ing fyrir viku síð­an, 11. októ­ber.

Við­reisn gæti – ef fylgi flokks­ins heldur áfram að aukast – orðið að mik­il­vægum leik­manni í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum eftir kosn­ing­arn­ar, bæði til hægri og vinstri. Það mun skýr­ast á allra næstu dögum hversu mik­il­vægt hlut­verk Við­reisn getur leikið í sam­kvæm­is­leikjum stjórn­mála­manna að loknum kosn­ing­um. Eins og stendur eru 32 pró­sent líkur á því að Við­reisn nái ekki inn manni. Það þýðir hins vegar að 68 pró­sent líkur eru á að flokk­ur­inn fái minnst einn mann kjör­inn.

Þróun fylgis stjórnmálaflokka í kosningaspánni
Fylgi flokka miðað við kosningaspána frá og með 30. ágúst 2017.
B C D F M P S V Aðrir

Á sama tíma og Við­reisn rís hefur Björt fram­tíð fall­ið. Björt fram­tíð mælist nú með aðeins 2,2 pró­sent stuðn­ing í kosn­inga­spánni og er lang minnsti flokk­ur­inn sem mældur er sér­stak­lega í spánni þetta árið. Við­miðið í kosn­inga­spánni hefur verið að mæla þá flokka sér­stak­lega sem fá meira en tvö pró­sent hverju sinni. Í þing­sæta­spánni reikn­ast lík­urnar á því að Björt fram­tíð nái ekki inn manni á þing 66 pró­sent.

Líkur á fjölda þingsæta fyrir helstu framboðSíðast uppfært 19. október 2017 kl. 10:34. Í töflunni má sjá dreifingu á fjölda tilvika þar sem flokkur fékk ákveðinn fjölda þingmanna kjörinn í 100.000 sýndarkosningum, miðað við fylgi flokka á landsvísu í kosningaspánni.
Þingmenn A B C D F M P S V
24
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
1%
23
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
1%
22
0%
0%
0%
1%
0%
0%
0%
0%
2%
21
0%
0%
0%
1%
0%
0%
0%
0%
4%
20
0%
0%
0%
3%
0%
0%
0%
0%
5%
19
0%
0%
0%
5%
0%
0%
0%
0%
7%
18
0%
0%
0%
7%
0%
0%
0%
0%
10%
17
0%
0%
0%
9%
0%
0%
0%
0%
12%
16
0%
0%
0%
12%
0%
0%
0%
1%
13%
15
0%
0%
0%
13%
0%
0%
0%
2%
13%
14
0%
0%
0%
12%
0%
0%
0%
3%
11%
13
0%
0%
0%
12%
0%
1%
1%
5%
8%
12
0%
0%
0%
9%
0%
1%
2%
8%
6%
11
0%
1%
0%
7%
0%
3%
3%
12%
4%
10
0%
2%
0%
4%
1%
5%
6%
14%
2%
9
0%
3%
0%
2%
1%
8%
10%
15%
1%
8
0%
5%
1%
1%
3%
12%
13%
15%
0%
7
0%
9%
3%
1%
5%
14%
15%
10%
0%
6
1%
12%
8%
0%
7%
16%
15%
7%
0%
5
4%
16%
12%
0%
12%
14%
13%
4%
0%
4
7%
17%
16%
0%
14%
11%
10%
2%
0%
3
7%
10%
11%
0%
10%
5%
4%
1%
0%
2
1%
6%
1%
0%
3%
3%
1%
0%
0%
1
13%
10%
13%
0%
14%
4%
3%
0%
0%
0
66%
9%
32%
0%
32%
3%
4%
0%
0%
Líkur á samanlögðum þingmannafjöldaLíkur á að samanlagður þingmannafjöldi framboðslista nái meirihluta á þingi. Til að fá eins manns meirilhuta á Alþingi þarf samanlagður fjöldi að vera 32 þingmenn. Rauða strikið í töflunni hér að neðan er sláin sem þarf að komast yfir.
Þingmenn DM DFM ACD BD BDM BDFM BDSM BSV BPSV PSV PV DV SV
>=41
0%
0%
0%
0%
0%
0%
7%
0%
14%
2%
0%
1%
0%
>=40
0%
0%
0%
0%
0%
0%
10%
1%
20%
3%
0%
1%
0%
>=39
0%
0%
0%
0%
0%
0%
15%
2%
27%
5%
0%
3%
0%
>=38
0%
0%
0%
0%
0%
1%
22%
3%
36%
8%
0%
4%
0%
>=37
0%
0%
0%
0%
0%
2%
30%
5%
45%
12%
0%
7%
0%
>=36
0%
0%
0%
0%
0%
3%
38%
7%
55%
17%
0%
11%
0%
>=35
0%
0%
0%
0%
1%
5%
47%
11%
64%
24%
0%
16%
1%
>=34
0%
1%
0%
0%
2%
9%
57%
16%
73%
32%
0%
23%
2%
>=33
0%
1%
0%
0%
3%
13%
66%
23%
80%
41%
0%
31%
3%
>=32
0%
2%
0%
0%
6%
19%
74%
31%
86%
51%
1%
40%
5%
>=31
0%
4%
0%
0%
9%
26%
81%
40%
90%
61%
2%
50%
8%
>=30
1%
7%
0%
0%
13%
35%
87%
49%
94%
69%
3%
60%
13%
>=29
2%
11%
1%
1%
20%
44%
91%
59%
96%
78%
5%
69%
19%
>=28
3%
16%
1%
1%
27%
53%
94%
69%
98%
84%
9%
78%
27%
>=27
6%
23%
2%
2%
35%
62%
96%
77%
99%
89%
14%
85%
36%
>=26
9%
30%
3%
4%
45%
70%
98%
84%
99%
93%
20%
90%
46%
>=25
15%
40%
5%
7%
55%
78%
99%
89%
100%
96%
29%
94%
56%
>=24
22%
49%
8%
11%
64%
84%
99%
93%
100%
97%
39%
97%
67%
>=23
31%
59%
13%
17%
74%
89%
100%
96%
100%
98%
49%
98%
76%
>=22
41%
69%
19%
24%
81%
93%
100%
98%
100%
99%
60%
99%
84%
>=21
52%
77%
27%
34%
87%
95%
100%
99%
100%
100%
70%
100%
89%
>=20
63%
83%
36%
44%
91%
97%
100%
99%
100%
100%
79%
100%
93%
>=19
72%
88%
46%
55%
95%
99%
100%
100%
100%
100%
85%
100%
96%
>=18
80%
92%
57%
65%
97%
99%
100%
100%
100%
100%
90%
100%
98%
>=17
87%
96%
67%
74%
98%
100%
100%
100%
100%
100%
94%
100%
99%
>=16
91%
97%
75%
82%
99%
100%
100%
100%
100%
100%
96%
100%
100%

Um kosn­inga­spána 18. októ­ber

Þær kann­anir sem liggja nýj­ustu kosn­inga­spánni til grund­vallar eru listaðar hér að neð­an. Hægt er að lesa nánar um fram­kvæmd kosn­inga­spár­innar í kosn­inga­mið­stöð Kjarn­ans eða á vefnum kosn­inga­spá.is.

  • Skoð­ana­könnun MMR 17. – 18. októ­ber (vægi 37,8%)
  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins, Stöðvar 2 og Vísis 16. okt (vægi 23,1%)
  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 9. – 12. októ­ber (vægi 20,1%)
  • Þjóð­ar­púls Gallup 29. sept­em­ber – 12 októ­ber (vægi 19,0%)

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar