Góðar horfur þrátt fyrir allt

Helsti áhættuþátturinn í hagkerfinu er ef kemur til niðursveiflu í ferðaþjónustu. Fátt bendir til þess að slíkt sé í kortunum, en stoðirnar í hagkerfinu eru traustar nú eftir sjö ára samfellt hagvaxtarskeið.

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.
Auglýsing

Fátt bendir til þess að nið­ur­sveifla sé í kort­unum í efna­hags­lífi Íslend­inga, segir Arnór Sig­hvats­son, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, í inn­gangs­orðum sínum að Fjár­mála­stöð­ug­leika, riti Seðla­banka Íslands, sem kom út í gær.

Í því er farið yfir helstu hag­tölur og upp­lýs­ingar um stöðu mála í hag­kerf­inu er varða fjár­mála­stöð­ug­leika og kerf­is­læga áhættu­þætti.

Arnór segir í inn­gangs­orðum sínum að staða hag­kerf­is­ins sé sterk, og hag­felld þróun unda­far­inna ára hafi styrkt und­ir­stöð­urnar til fram­tíðar lit­ið. „Hag­vöxtur á Íslandi hefur staðið í u.þ.b. sjö ár sam­fleytt og horfur eru á hag­vexti í nokkur ár til við­bót­ar. Hið langa hag­vaxt­ar­skeið hefur gefið heim­il­um, fyr­ir­tækj­um, hinu opin­bera og fjár­mála­kerf­inu svig­rúm til þess að lækka skuldir sínar í kjöl­far fjár­málakreppu og efna­hags­sam­drátt­ar. Efna­hagur allra geira þjóð­ar­bús­ins og staða þess gagn­vart útlöndum hafa því styrkst, en lækkun skulda hefur um leið haldið aftur af vext­inum og dregið hag­vaxt­ar­skeiðið og sér­stak­lega upp­haf nýrrar fjár­mála­upp­sveiflu á lang­inn,“ segir Arnór í inn­gang­in­um.

Auglýsing

Sterk staða

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika má segja að sé dregin upp nokkuð traust­vekj­andi staða af íslenska hag­kerf­inu. Banka­kerfið er vel fjár­magn­að, og áhættu­þættir innan þess eru ekki nándar nærri eins óvissir eins og reyndin var fyrir hrun­ið. End­ur­reistu bank­arnir þrír, Arion banki, Lands­bank­inn og Íslands - sem telj­ast kerf­is­lægt mik­il­vægir - eru vel fjár­magn­að­ir, efna­hags­reikn­ingar þeirra eru skýrir og eign­fjár­staðan er tölu­vert langt yfir lög­legum lág­mörkum og við­miðum FME.

Meira en 650 millj­arða eigið fé er nú í end­ur­reistu bönk­unum þrem­ur, en á und­an­förnum árum hefur eig­in­fjár­hlut­fallið verið á bil­inu 23 til 30 pró­sent, sem telst hátt í alþjóð­legum sam­an­burði.

Sam­hliða end­ur­upp­bygg­ingu banka­kerf­is­ins hefur skulda­staða heim­ila og fyr­ir­tækja verið að batna, og meiri þróttur ein­kennt atvinnu­líf­ið, eins og sam­fellt sjö ára hag­vaxt­ar­skeið er til marks um. Verð­bólga mælist nú með allra lægsta móti, eða 1,4 pró­sent, atvinnu­leysi er um þrjú pró­sent, og skulda­staða hins opin­bera hefur batnað hratt að und­an­förnu og orðin góð í alþjóð­legum sam­an­burði.

Hér má sjá hvernig útlán hafa þróast hjá endurreistu bönkunum, sem teljast kerfislægt mikilvægir.

Áhættan snýr að ferða­þjón­ustu

Helsti vaxt­ar­broddur efna­hags­lífs­ins hefur verið ferða­þjón­ust­una og má segja að erlendir ferða­mann hafi komið Íslandi til bjargar eftir efna­hags­hrun­ið, en gjald­eyr­is­inn­spýt­ingin sem fylgt hefur miklum og örum vexti grein­ar­innar und­an­farin ár, hefur kynt undir hækkun eigna­verðs og stuðlað að sterkara gengi krón­unnar gagn­vart erlendum mynt­um.

Í kynn­ingu Hörpu Jóns­dóttur, fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­stöð­ug­leika hjá Seðla­banka Íslands, kemur fram að til­taka með tvo sér­staka kerf­is­læga áhættu­þætti fyrir þjóð­ar­bú­ið, eins og mál standa nú. Það er ferða­þjón­ustan og síðan fast­eigna­mark­að­ur­inn. Það eru helst áhrif ferða­þjón­ust­unnar á fast­eigna­mark­að­inn sem gera það að verk­um, að þar geti legið áhætta, en í Fjár­mála­stöð­ug­leika kemur meðal ann­ars fram að um 5 þús­und íbúðir á Íslandi séu leigðar út í til ferða­manna í genum Air­bnb, og er langstærstur hluti þeirra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, einkum mið­svæðis í Reykja­vík.

Árið 2010 komu innan við 500 þúsund ferðamenn til landsins, en á þessu ári er talið að þeir geti orðið 2,4 milljónir. Áframhaldandi vöxtur er í kortunum.

Ef það kemur til nið­ur­sveiflu í ferða­þjón­ustu, þá gæti það leitt til hlið­ar­á­hrifa á fast­eigna­mark­aði og tölu­vert margar íbúðir komið út á fast­eigna­mark­að­inn. 

En jafn­framt er þó tekið fram að horfur á fast­eigna­mark­aði séu með þeim hætti, að lík­leg­ast sé að verð muni halda áfram að hækka, en á und­an­förnum tólf mán­uðum hefur verðið hækkað um tæp­lega 20 pró­sent að með­al­tali.

Í sviðs­mynd sem fjallað er um í Fjár­mála­stöð­ug­leika, þar sem gert er ráð fyrir að fjöldi ferða­manna muni falla niður í það sem hann var á árunum 2014 og 2015, með til­heyr­andi tekju­dýfu fyrir þjóð­ar­bú­ið, þá kemur fram að það geti haft tölu­vert mikil nei­kvæð efna­hags­leg áhrif. Gengi krón­unnar myndi veikjast, atvinnu­leysi aukast og almennur slaki ein­kenn þjóð­ar­bú­skap­inn.

Eins og hér sést, þá getur niðursveifla í ferðaþjónustu haft víðtæk áhrif á hagkerfið.

Þrátt fyrir þetta, eru horf­urnar - almennt - taldar nokkuð góðar um þessar mund­ir. Verk­efnið framaundan verið þó að fylgj­ast náið með þeim atriðum sem helst geti snú­ist til hins verra, og ástunda góða hag­stjórn, en Arnór Sig­hvats­son, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, minn­ist sér­stak­lega á það atriði í inn­gangi sín­um.

Árétt­ing: 

Upp­haf­lega stóð að Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri hafi skrifað inn­gang­inn að rit­inu, líkt og hann gerir vana­lega. Síðar barst ábend­ing um að Arnór Sig­hvats­son aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri hefði gert það í þetta sinn og var frétta­skýr­ing­unni í kjöl­farið breytt til sam­ræmis við þær upp­lýs­ing­ar.

Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Brett Kavanaugh
Konan sem sakar Brett Kavanaugh um kynferðisbrot ber vitni á fimmtudaginn
Vitnisburður Christine Bla­sey Ford fer fram næstkomandi fimmtudag gegn Brett Kavanaugh. Önnur kona hefur nú stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot.
Kjarninn 24. september 2018
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.
Kjarninn 24. september 2018
Læknar deila við Svandísi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem hún sér sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar í grein þriggja lækna sem halda því fram að ráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna inn á göngudeildir.
Kjarninn 24. september 2018
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar