Konur í meirihluta í efstu 5 sætum en karlar leiða flesta lista

Fleiri konur en karlar sitja í efstu fimm sætum framboðslista en karlar leiða flesta lista. Meira en helmingur allra frambjóðenda í Alþingiskosningunum 28. október eru karlar.

Fram­boðs­frestur til Alþing­is­kosn­ing­anna 2017 rann út á föstu­dag­inn var, 13. októ­ber. Kjör­stjórnir kjör­dæmanna tóku þá á móti fram­boðs­listum og með­mæla­listum frá fram­boð­un­um. Aðeins eitt fram­boð dró alla sína lista til baka eftir að hafa skilað þeim inn, vegna athuga­semda kjör­stjórnar við með­mæla­listana.

Alls eru 11 fram­boð í boði í kjör­dæm­unum sex. Björt fram­tíð (A), Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn (B), Við­reisn (C), Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn (D), Flokkur fólks­ins (F), Mið­flokk­ur­inn (M), Píratar (P), Sam­fylk­ingin (S) og Vinstri græn (V) bjóða fram í öllum kjör­dæm­um. Alþýðu­fylk­ingin (R) býður fram í fjórum kjör­dæm­um; Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur, Suð­vest­ur­kjör­dæmi og Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Dögun (T) býður aðeins fram í Suð­ur­kjör­dæmi.

1.234 fram­bjóð­endur eru skráðir í gagna­grunn Kjarn­ans um fram­boðs­lista og full­trúa í Alþing­is­kosn­ing­unum 2017. Hægt er að nálg­ast alla lista allra fram­boða í öllum kjör­dæmum í kosn­inga­mið­stöð Kjarn­ans.

Þegar rýnt er í fram­boðs­listana má finna ýmis­legt áhuga­vert. Hér að neðan má sjá grein­ingu á kynjum fram­bjóð­enda í öllum kjör­dæm­um.

Fleiri karlar bjóða sig fram

Kjarn­inn hefur safnað saman öllum fram­boðs­listum allra þeirra fram­boða sem bjóða fram í kosn­ing­unum 28. októ­ber næst­kom­andi. List­arnir bár­ust ýmist í frétta­til­kynn­ingum eftir að þeir voru kynnt­ir, Kjarn­inn óskaði sér­stak­lega eftir list­unum eða sótti þá á vefi fram­boð­anna.

Þegar allir 1.234 fram­bjóð­end­urnir eru taldir saman eftir kynjum sést að heilt yfir eru fleiri karlar í kjöri en kon­ur. 686 fram­bjóð­end­anna í skrá Kjarn­ans eru karl­ar, 56 pró­sent allra, miðað við 548 kon­ur, 44 pró­sent allra.

Kynjahlutfall allra frambjóðenda
Karlar Konur
Kynjahlutfall í efstu fimm sætum
Karlar Konur
Kynjahlutfall í oddvitasætum
Karlar Konur

Hlut­fall kynja í efstu fimm sætum allra lista er hins vegar aðeins öðru­vísi. Þar eru konur í meiri­hluta, eða 54 pró­sent. Ef við­mið­unin er þrengd enn frekar um odd­vita allra lista eru karlar aftur komnir í meiri­hluta. Á 63 pró­sent allra list­anna eru karlar í efsta sæt­inu.

F, M og P skera sig úr

Af þeim fram­boðum sem mæl­ast með meira en tvö pró­sent stuðn­ing í kosn­inga­spánni þá skera Flokkur fólks­ins, Mið­flokk­ur­inn og Píratar sig úr þegar litið er til kynja­skipt­ingar á fram­boðs­list­um.

Á listum Bjartrar fram­tíð­ar, Fram­sókn­ar­flokks­ins, Við­reisn­ar, Sjálf­stæð­is­flokks, Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna má sjá jafn­ræði með kynj­un­um, heilt yfir.

Kynjahlutfall á A-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á B-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á C-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á D-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á S-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á V-listum
Karlar Konur

Hjá Flokki fólks­ins, Mið­flokknum og Pírötum er hlut­fall karla í fram­boði hærra eða að jafn­aði 63 pró­sent.

Kynjahlutfall á F-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á M-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á P-listum
Karlar Konur

Hjá Alþýðu­fylk­ing­unni og Dögun – fram­boð­unum sem ekki hafa fengið meira en tvö pró­sent í kosn­inga­spánni fyrir þessar kosn­ingar – er hlut­fallið hins vegar allt öðru­vísi. 73 pró­sent fram­bjóð­enda Alþýðu­fylk­ing­ar­innar eru karlar á meðan 70 pró­sent fram­bjóð­enda Dög­unar eru kon­ur.

Kynjahlutfall á R-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á T-lista
Karlar Konur

Karlar fámenn­ari í efstu fimm

Séu efstu fimm sæti allra lista í öllum kjör­dæmum borin saman eftir flokkum kemur í ljós að konur eru all­staðar fleiri en karl­ar, nema á listum Sjálf­stæð­is­flokks og Alþýðu­fylk­ing­ar­inn­ar. Á listum Fram­sókn­ar­flokks­ins, Við­reisnar og Flokks fólks­ins er algert jafn­ræði meðal kynj­anna í efstu fimm sætum list­anna.

5 efstu á A-listum
Karlar Konur
5 efstu á B-listum
Karlar Konur
5 efstu á C-listum
Karlar Konur
5 efstu á D-listum
Karlar Konur
5 efstu á F-listum
Karlar Konur
5 efstu á M-listum
Karlar Konur
5 efstu á P-listum
Karlar Konur
5 efstu á R-listum
Karlar Konur
5 efstu á S-listum
Karlar Konur
5 efstu á T-lista
Karlar Konur
5 efstu á V-listum
Karlar Konur

Þegar við­mið­unin er þrengd enn frekar og efstu fjögur sætin á öllum listum skoðuð með til­liti til kyns fram­bjóð­enda er hlut­fall karla og kvenna jafnt. Það á líka við um efstu þrjú sætin á öllum list­um.

Í efstu tveimur sætum allra lista eru karlar hins vegar í meiri­hluta, eða 52 pró­sent.

Karlar leiða frekar lista

Skoðum þá odd­vita­sæti allra listana. Þar eru karlar í meiri­hluta, 63 pró­sent allra lista eru leiddir af körl­um. Hér munar þónokkru á þeim flokkum sem bjóða fram í öllum kjör­dæm­um.

Oddvitasæti á A-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á B-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á C-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á D-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á F-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á M-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á P-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á R-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á S-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á T-lista
Karlar Konur
Oddvitasæti á V-listum
Karlar Konur

Kjarn­inn hefur tekið saman alla fram­boðs­lista allra flokka í kjör­dæm­unum sex. Fram­boðs­listana má alla finna hér á vefnum í gagn­virku formi. Þar er hægt að flokka listana eftir konum og körlum, eftir ein­staka kjör­dæmum og flokk­um. Þar má einnig leita að fram­bjóð­endum eftir nafni.

Auk allra fram­boðs­lista má finna ýmsan fróð­leik um kosn­ing­arnar í kos­inga­mið­stöð Kjarn­ans. Það er til dæmis heim­ili kosn­inga­spár­inn­ar, þar sem allar skoð­ana­kann­anir sem birtar eru í aðdrag­anda kosn­ing­anna eru birt­ar.


17. októ­ber 2017 kl. 11:23 – Gagna­villa olli því að mynd­ritið um odd­vita á D-listum var rangt. Það hefur verið lag­fært og önnur mynd­rit yfir­farin á ný til að úti­loka sömu villu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar