Konur í meirihluta í efstu 5 sætum en karlar leiða flesta lista

Fleiri konur en karlar sitja í efstu fimm sætum framboðslista en karlar leiða flesta lista. Meira en helmingur allra frambjóðenda í Alþingiskosningunum 28. október eru karlar.

Fram­boðs­frestur til Alþing­is­kosn­ing­anna 2017 rann út á föstu­dag­inn var, 13. októ­ber. Kjör­stjórnir kjör­dæmanna tóku þá á móti fram­boðs­listum og með­mæla­listum frá fram­boð­un­um. Aðeins eitt fram­boð dró alla sína lista til baka eftir að hafa skilað þeim inn, vegna athuga­semda kjör­stjórnar við með­mæla­listana.

Alls eru 11 fram­boð í boði í kjör­dæm­unum sex. Björt fram­tíð (A), Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn (B), Við­reisn (C), Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn (D), Flokkur fólks­ins (F), Mið­flokk­ur­inn (M), Píratar (P), Sam­fylk­ingin (S) og Vinstri græn (V) bjóða fram í öllum kjör­dæm­um. Alþýðu­fylk­ingin (R) býður fram í fjórum kjör­dæm­um; Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur, Suð­vest­ur­kjör­dæmi og Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Dögun (T) býður aðeins fram í Suð­ur­kjör­dæmi.

1.234 fram­bjóð­endur eru skráðir í gagna­grunn Kjarn­ans um fram­boðs­lista og full­trúa í Alþing­is­kosn­ing­unum 2017. Hægt er að nálg­ast alla lista allra fram­boða í öllum kjör­dæmum í kosn­inga­mið­stöð Kjarn­ans.

Þegar rýnt er í fram­boðs­listana má finna ýmis­legt áhuga­vert. Hér að neðan má sjá grein­ingu á kynjum fram­bjóð­enda í öllum kjör­dæm­um.

Fleiri karlar bjóða sig fram

Kjarn­inn hefur safnað saman öllum fram­boðs­listum allra þeirra fram­boða sem bjóða fram í kosn­ing­unum 28. októ­ber næst­kom­andi. List­arnir bár­ust ýmist í frétta­til­kynn­ingum eftir að þeir voru kynnt­ir, Kjarn­inn óskaði sér­stak­lega eftir list­unum eða sótti þá á vefi fram­boð­anna.

Þegar allir 1.234 fram­bjóð­end­urnir eru taldir saman eftir kynjum sést að heilt yfir eru fleiri karlar í kjöri en kon­ur. 686 fram­bjóð­end­anna í skrá Kjarn­ans eru karl­ar, 56 pró­sent allra, miðað við 548 kon­ur, 44 pró­sent allra.

Kynjahlutfall allra frambjóðenda
Karlar Konur
Kynjahlutfall í efstu fimm sætum
Karlar Konur
Kynjahlutfall í oddvitasætum
Karlar Konur

Hlut­fall kynja í efstu fimm sætum allra lista er hins vegar aðeins öðru­vísi. Þar eru konur í meiri­hluta, eða 54 pró­sent. Ef við­mið­unin er þrengd enn frekar um odd­vita allra lista eru karlar aftur komnir í meiri­hluta. Á 63 pró­sent allra list­anna eru karlar í efsta sæt­inu.

F, M og P skera sig úr

Af þeim fram­boðum sem mæl­ast með meira en tvö pró­sent stuðn­ing í kosn­inga­spánni þá skera Flokkur fólks­ins, Mið­flokk­ur­inn og Píratar sig úr þegar litið er til kynja­skipt­ingar á fram­boðs­list­um.

Á listum Bjartrar fram­tíð­ar, Fram­sókn­ar­flokks­ins, Við­reisn­ar, Sjálf­stæð­is­flokks, Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna má sjá jafn­ræði með kynj­un­um, heilt yfir.

Kynjahlutfall á A-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á B-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á C-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á D-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á S-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á V-listum
Karlar Konur

Hjá Flokki fólks­ins, Mið­flokknum og Pírötum er hlut­fall karla í fram­boði hærra eða að jafn­aði 63 pró­sent.

Kynjahlutfall á F-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á M-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á P-listum
Karlar Konur

Hjá Alþýðu­fylk­ing­unni og Dögun – fram­boð­unum sem ekki hafa fengið meira en tvö pró­sent í kosn­inga­spánni fyrir þessar kosn­ingar – er hlut­fallið hins vegar allt öðru­vísi. 73 pró­sent fram­bjóð­enda Alþýðu­fylk­ing­ar­innar eru karlar á meðan 70 pró­sent fram­bjóð­enda Dög­unar eru kon­ur.

Kynjahlutfall á R-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á T-lista
Karlar Konur

Karlar fámenn­ari í efstu fimm

Séu efstu fimm sæti allra lista í öllum kjör­dæmum borin saman eftir flokkum kemur í ljós að konur eru all­staðar fleiri en karl­ar, nema á listum Sjálf­stæð­is­flokks og Alþýðu­fylk­ing­ar­inn­ar. Á listum Fram­sókn­ar­flokks­ins, Við­reisnar og Flokks fólks­ins er algert jafn­ræði meðal kynj­anna í efstu fimm sætum list­anna.

5 efstu á A-listum
Karlar Konur
5 efstu á B-listum
Karlar Konur
5 efstu á C-listum
Karlar Konur
5 efstu á D-listum
Karlar Konur
5 efstu á F-listum
Karlar Konur
5 efstu á M-listum
Karlar Konur
5 efstu á P-listum
Karlar Konur
5 efstu á R-listum
Karlar Konur
5 efstu á S-listum
Karlar Konur
5 efstu á T-lista
Karlar Konur
5 efstu á V-listum
Karlar Konur

Þegar við­mið­unin er þrengd enn frekar og efstu fjögur sætin á öllum listum skoðuð með til­liti til kyns fram­bjóð­enda er hlut­fall karla og kvenna jafnt. Það á líka við um efstu þrjú sætin á öllum list­um.

Í efstu tveimur sætum allra lista eru karlar hins vegar í meiri­hluta, eða 52 pró­sent.

Karlar leiða frekar lista

Skoðum þá odd­vita­sæti allra listana. Þar eru karlar í meiri­hluta, 63 pró­sent allra lista eru leiddir af körl­um. Hér munar þónokkru á þeim flokkum sem bjóða fram í öllum kjör­dæm­um.

Oddvitasæti á A-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á B-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á C-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á D-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á F-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á M-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á P-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á R-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á S-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á T-lista
Karlar Konur
Oddvitasæti á V-listum
Karlar Konur

Kjarn­inn hefur tekið saman alla fram­boðs­lista allra flokka í kjör­dæm­unum sex. Fram­boðs­listana má alla finna hér á vefnum í gagn­virku formi. Þar er hægt að flokka listana eftir konum og körlum, eftir ein­staka kjör­dæmum og flokk­um. Þar má einnig leita að fram­bjóð­endum eftir nafni.

Auk allra fram­boðs­lista má finna ýmsan fróð­leik um kosn­ing­arnar í kos­inga­mið­stöð Kjarn­ans. Það er til dæmis heim­ili kosn­inga­spár­inn­ar, þar sem allar skoð­ana­kann­anir sem birtar eru í aðdrag­anda kosn­ing­anna eru birt­ar.


17. októ­ber 2017 kl. 11:23 – Gagna­villa olli því að mynd­ritið um odd­vita á D-listum var rangt. Það hefur verið lag­fært og önnur mynd­rit yfir­farin á ný til að úti­loka sömu villu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar