Konur í meirihluta í efstu 5 sætum en karlar leiða flesta lista

Fleiri konur en karlar sitja í efstu fimm sætum framboðslista en karlar leiða flesta lista. Meira en helmingur allra frambjóðenda í Alþingiskosningunum 28. október eru karlar.

Framboðsfrestur til Alþingiskosninganna 2017 rann út á föstudaginn var, 13. október. Kjörstjórnir kjördæmanna tóku þá á móti framboðslistum og meðmælalistum frá framboðunum. Aðeins eitt framboð dró alla sína lista til baka eftir að hafa skilað þeim inn, vegna athugasemda kjörstjórnar við meðmælalistana.

Alls eru 11 framboð í boði í kjördæmunum sex. Björt framtíð (A), Framsóknarflokkurinn (B), Viðreisn (C), Sjálfstæðisflokkurinn (D), Flokkur fólksins (F), Miðflokkurinn (M), Píratar (P), Samfylkingin (S) og Vinstri græn (V) bjóða fram í öllum kjördæmum. Alþýðufylkingin (R) býður fram í fjórum kjördæmum; Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Dögun (T) býður aðeins fram í Suðurkjördæmi.

Auglýsing

1.234 frambjóðendur eru skráðir í gagnagrunn Kjarnans um framboðslista og fulltrúa í Alþingiskosningunum 2017. Hægt er að nálgast alla lista allra framboða í öllum kjördæmum í kosningamiðstöð Kjarnans.

Þegar rýnt er í framboðslistana má finna ýmislegt áhugavert. Hér að neðan má sjá greiningu á kynjum frambjóðenda í öllum kjördæmum.

Fleiri karlar bjóða sig fram

Kjarninn hefur safnað saman öllum framboðslistum allra þeirra framboða sem bjóða fram í kosningunum 28. október næstkomandi. Listarnir bárust ýmist í fréttatilkynningum eftir að þeir voru kynntir, Kjarninn óskaði sérstaklega eftir listunum eða sótti þá á vefi framboðanna.

Þegar allir 1.234 frambjóðendurnir eru taldir saman eftir kynjum sést að heilt yfir eru fleiri karlar í kjöri en konur. 686 frambjóðendanna í skrá Kjarnans eru karlar, 56 prósent allra, miðað við 548 konur, 44 prósent allra.

Kynjahlutfall allra frambjóðenda
Karlar Konur
Kynjahlutfall í efstu fimm sætum
Karlar Konur
Kynjahlutfall í oddvitasætum
Karlar Konur

Hlutfall kynja í efstu fimm sætum allra lista er hins vegar aðeins öðruvísi. Þar eru konur í meirihluta, eða 54 prósent. Ef viðmiðunin er þrengd enn frekar um oddvita allra lista eru karlar aftur komnir í meirihluta. Á 63 prósent allra listanna eru karlar í efsta sætinu.

F, M og P skera sig úr

Af þeim framboðum sem mælast með meira en tvö prósent stuðning í kosningaspánni þá skera Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Píratar sig úr þegar litið er til kynjaskiptingar á framboðslistum.

Á listum Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna má sjá jafnræði með kynjunum, heilt yfir.

Kynjahlutfall á A-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á B-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á C-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á D-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á S-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á V-listum
Karlar Konur

Hjá Flokki fólksins, Miðflokknum og Pírötum er hlutfall karla í framboði hærra eða að jafnaði 63 prósent.

Kynjahlutfall á F-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á M-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á P-listum
Karlar Konur

Hjá Alþýðufylkingunni og Dögun – framboðunum sem ekki hafa fengið meira en tvö prósent í kosningaspánni fyrir þessar kosningar – er hlutfallið hins vegar allt öðruvísi. 73 prósent frambjóðenda Alþýðufylkingarinnar eru karlar á meðan 70 prósent frambjóðenda Dögunar eru konur.

Kynjahlutfall á R-listum
Karlar Konur
Kynjahlutfall á T-lista
Karlar Konur

Karlar fámennari í efstu fimm

Séu efstu fimm sæti allra lista í öllum kjördæmum borin saman eftir flokkum kemur í ljós að konur eru allstaðar fleiri en karlar, nema á listum Sjálfstæðisflokks og Alþýðufylkingarinnar. Á listum Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins er algert jafnræði meðal kynjanna í efstu fimm sætum listanna.

5 efstu á A-listum
Karlar Konur
5 efstu á B-listum
Karlar Konur
5 efstu á C-listum
Karlar Konur
5 efstu á D-listum
Karlar Konur
5 efstu á F-listum
Karlar Konur
5 efstu á M-listum
Karlar Konur
5 efstu á P-listum
Karlar Konur
5 efstu á R-listum
Karlar Konur
5 efstu á S-listum
Karlar Konur
5 efstu á T-lista
Karlar Konur
5 efstu á V-listum
Karlar Konur

Þegar viðmiðunin er þrengd enn frekar og efstu fjögur sætin á öllum listum skoðuð með tilliti til kyns frambjóðenda er hlutfall karla og kvenna jafnt. Það á líka við um efstu þrjú sætin á öllum listum.

Í efstu tveimur sætum allra lista eru karlar hins vegar í meirihluta, eða 52 prósent.

Karlar leiða frekar lista

Skoðum þá oddvitasæti allra listana. Þar eru karlar í meirihluta, 63 prósent allra lista eru leiddir af körlum. Hér munar þónokkru á þeim flokkum sem bjóða fram í öllum kjördæmum.

Oddvitasæti á A-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á B-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á C-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á D-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á F-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á M-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á P-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á R-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á S-listum
Karlar Konur
Oddvitasæti á T-lista
Karlar Konur
Oddvitasæti á V-listum
Karlar Konur

Kjarninn hefur tekið saman alla framboðslista allra flokka í kjördæmunum sex. Framboðslistana má alla finna hér á vefnum í gagnvirku formi. Þar er hægt að flokka listana eftir konum og körlum, eftir einstaka kjördæmum og flokkum. Þar má einnig leita að frambjóðendum eftir nafni.

Auk allra framboðslista má finna ýmsan fróðleik um kosningarnar í kosingamiðstöð Kjarnans. Það er til dæmis heimili kosningaspárinnar, þar sem allar skoðanakannanir sem birtar eru í aðdraganda kosninganna eru birtar.


17. október 2017 kl. 11:23 – Gagnavilla olli því að myndritið um oddvita á D-listum var rangt. Það hefur verið lagfært og önnur myndrit yfirfarin á ný til að útiloka sömu villu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar