Hluthafar Árvakurs lánuðu félaginu 179 milljónir

Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, skuldaði hluthöfum sínum 179 milljónir í lok síðasta árs. Hlutaféð var hækkað um 200 milljónir í sumar og Kaupfélag Skagfirðinga lagði til stærstan hluta þess. Viðskiptavild bókfærð vegna kaupa á útgáfu Andrésblaða.

morgunblai-mogginn_18412478302_o.jpg morgunblaðið mogginn hádegismóar
Auglýsing

Hlut­hafar Árvak­urs, útgef­anda Morg­un­blaðs­ins, lán­uðu félag­inu 144 millj­ónir króna á árinu 2016. Sam­tals skuld­aði útgáfu­fé­lagið hlut­höfum sínum 179 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingi Árvak­urs.

Hlut­hafar Árvak­urs juku hlutafé félags­ins um 200 millj­ónir króna fyrr á þessu ári til að mæta þess­ari skuld. Í frétt í Morg­un­blað­inu þann 8. júlí síð­ast­lið­inn var haft eftir Har­aldi Jóhann­es­sen, fram­kvæmda­stjóra Árvak­urs og ann­ars rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, að miklar launa­hækk­anir skýrðu þann halla sem varð á rekstri Árvak­urs. Þá hafi árið ein­kennst af sókn­ar­hug þar sem fjár­fest var í kaupum á Edd­u-­út­gáfu, sem gefur meðal ann­ars út Andr­és­blöð, og kaup á útvarps­stöðv­unum K100 og Retro af Sím­an­um.

Í árs­reikn­ingi Árvak­urs kemur fram að félagið bók­færði virði Edd­u-­út­gáfu á 40 millj­ónir króna. þar kemur einnig fram að Árvakur bók­færði 85,5 millj­ónir króna í við­skipta­vild vegna kaupa sinna á Edd­u-­út­gáfu. Í skýr­ingum segir að sú við­skipta­vild „sé til­komin vegna kaupa móð­ur­fé­lags á öllum hlutum í Edd­u-­út­gáfu ehf. á hærra verði en bók­færðu verði eigin fjár. Rekstur Eddu útgáfu verður með­tal­inn í rekstri sam­stæðu frá og með 1. jan­úar 2017 og frá þeim tíma verður við­skipta­vildin afskrifuð línu­lega á 10 árum.“ Ekki kemur fram hvað greitt var fyrir útvarps­stöðv­arnar tvær en sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans var það lág fjár­hæð.

Tapað rúm­lega 1,5 millj­arð á átta árum

Árvakur tap­aði 49,7 millj­ónum króna í fyrra. Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstr­inum árið 2009 hefur félagið tapað yfir 1,5 millj­örðum króna. Tap hefur verið á rekstri Árvak­urs öll árin frá því að eig­enda­skiptin urðu utan þess að Árvakur skil­aði sex millj­óna króna hagn­aði árið 2013. Hlut­hafar Árvak­urs hafa sett inn rúm­lega 1,4 millj­arða króna hið minnsta í nýtt hlutafé á þeim tíma, þegar tekið er til­lit til þeirra 200 millj­óna króna sem bætt var við í ár.

Auglýsing
Við­skipta­banki Árvak­urs, Íslands­banki, hefur afskrifað um 4,5 millj­arða króna af skuldum félags­ins frá árinu 2009. Síð­ari lota afskrifta átti sér stað árið 2011 og var upp á einn millj­arð króna. Þorri skulda Árvak­urs við lána­stofn­an­ir, um 504 millj­ónir króna, eru á gjald­daga í ár. Hand­bært fé sam­stæð­unnar var um 15 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót og dugar því ekki til að greiða umræddan gjald­daga nema umtals­verður bati verði á rekstri Árvak­urs á árinu 2017. Því þarf lík­ast til að end­ur­fjár­magna umræddar skuldir eða auka hlutafé til að greiða gjald­dag­ann.

Fyrir liggur að Árvakur hefur misst að minnsta kosti einn stóran við­skipta­vin það sem af er árinu 2017. Útgáfu­fé­lag Frétta­tím­ans var stór við­skipta­vinur Lands­prents, prent­smiðju í eigu Árvak­urs. Á árs­grund­velli var kostn­aður Frétta­tím­ans við prentun og pappír allt að 150 millj­ónir króna á ári miðað við einn útgáfu­dag. Um tíma voru útgáfu­dagar Frétta­tím­ans þrír. Kostn­aður við prentun og pappír á árs­grund­velli miðað við þann fjölda útgáfu­daga var meira en 300 millj­ónir króna. Morg­un­dag­ur, útgáfu­fé­lag Frétta­tím­ans hefur verið gefið upp til gjald­þrota­skipta og ljóst að það mun ekki eiga í frek­ari við­skiptum við Lands­prent. Þar er því um að ræða tekjur sem munu ekki skila sér á árinu 2017.

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga leggur til háar fjár­hæðir

Eig­andi Árvak­urs er félagið Þórs­mörk. Það félag hefur að mestu verið í eigu aðila sem tengj­ast stærstu stoðum íslensks sjáv­ar­út­vegs. Í lok síð­asta árs áttu slíkir aðilar um 96 pró­sent hlut í Þórs­mörk og báru þar af leið­andi þorra þess kostn­aðar sem hlot­ist hefur af því að halda Morg­un­blað­inu lif­andi í gegnum tap­rekstur und­an­far­inna ára.

Eyþór Arnalds bættist við hluthafahóp Árvakurs fyrr á þessu ári.Í apríl var til­kynnt að Eyþór Arn­alds, sem er þekkt­astur fyrir að hafa verið í hljóm­sveit­inni Tod­mobile, sveita­stjórn­ar­störf fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn á Suð­ur­landi og ýmis­konar fyr­ir­tækja­að­komu, hefði keypt 26,6 pró­sent hlut í Árvakri. Um væri að ræða allan hlut Sjáv­ar­út­vegs­ris­ans Sam­herja, hlut Síld­ar­vinnsl­unnar og Vísis hf. Aðkoma Eyþórs að fjöl­miðlum hafði áður tak­markast við gerð hans á mjög umdeildri skýrslu um þróun á starf­semi RÚV sem birt var síðla árs 2015. Skýrslan var unnin fyrir þáver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra Ill­uga Gunn­ars­son.

Upp­lýs­ingar um eign­ar­hald Árvak­urs voru upp­færðar á heima­síðu Fjöl­miðla­nefndar í byrjun júlí líkt og lög gera ráð fyr­ir. Frétta­blaðið greindi frá því í síð­ustu viku að þær upp­lýs­ingar end­ur­spegl­uðu eign­ar­haldið eftir að 200 millj­óna króna hluta­fjár­aukn­ing hefði átt sér stað. Í frétt blaðs­ins kom fram að Kaup­fé­lag Skag­firð­inga hefði lagt til mest af þeim pen­ingum sem lagðir voru til við­­bótar í félagið og við það minn­k­aði hlutur Ram­ses II, félags í eigu Eyþórs Arn­alds, um nærri tvö pró­­sent­u­­stig, og er nú 22,87 pró­­sent. Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga á nú 14,15 pró­­sent í Þór­s­­mörk í gegnum félagið Íslenskar sjá­v­­­ar­af­­urð­ir.

Ísfé­lags­blokkin langstærsti eig­and­inn

Eyþór er enn stærsti ein­staki eig­andi Árvak­­urs en félög tengd Ísfé­lagi Vest­­manna­eyja eru hins vegar enn með sam­an­lagt stærstan eign­­ar­hlut. Ísfé­lagið á sjálft 13,43 pró­­sent hlut og félagið Hlynur A, í eigu Guð­­bjargar Matt­h­í­a­s­dótt­­ur, aðal­­eig­anda Ísfé­lags­ins, á 16,45 pró­­sent hlut. Auk þess á félagið Legalis 12,37 pró­­sent hlut. Eig­endur þess eru m.a. Sig­­­ur­­­björn Magn­ús­­­son, stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Árvak­­­urs og stjórn­­­­­ar­­­maður í Ísfé­lag­inu, og Gunn­laugur Sævar Gunn­laugs­­­son, stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Ísfé­lags­ins. Sam­an­lagður hlutur þess­­­arar blokkar í Árvakri er 42,25 pró­­­sent.

Í umboði Þór­s­­­merkur sitja fimm manns í stjórn Árvak­­urs. Sig­­­ur­­­björn Magn­ús­­­son er stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður en auk hans sitja þar Ásdís Halla Braga­dóttir (fyrrum bæj­­­­­ar­­­stjóri Garða­bæjar fyrir hönd Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins og einn aðal­­­eig­anda heima­­­þjón­ust­unnar Sinn­um), Bjarni Þórður Bjarna­­­son (fram­­­kvæmda­­­stjóri Arct­ica Fin­ance), Katrín Pét­­­ur­s­dóttir (for­­­stjóri Lýs­is) og Eyþór Arn­alds í stjórn­inni.

Frið­­­­­björn Orri Ket­ils­­­son (fyrrum rit­­­stjóri og ábyrgð­­­ar­­­maður vefs­ins amx.is, sem hætti starf­­­semi 1. októ­ber 2013) vék úr stjórn fyrir Eyþóri fyrr á þessu ári og er nú vara­maður ásamt Bolla Krist­ins­syni, oft­ast kenndum við tísku­vöru­versl­un­ina Sautján sem hann átti og rak um langt skeið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar