Hlutafé Morgunblaðsins aukið um 200 milljónir

Kaupfélag Skagfirðinga er nú orðið þriðji stærsti eigandi Morgunblaðsins. Ísfélag Vestmannaeyja ræður samanlagt stærstum hluta. Eyþór Arnalds er enn stærsti einstaki eigandinn.

Morgunblaðið
Auglýsing

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga á nú 14,15 pró­sent í Þórs­mörk, einka­hluta­fé­lag­inu sem á útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins Árvak­ur, eftir að félagið Íslenskar sjáv­ar­af­urðir bætti við hlut sinn. Íslenskar sjáv­ar­af­urðir eru í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga.

Núver­andi eig­endur Árvak­urs, juku hlutafé sitt í sumar um 200 millj­ónir króna. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga lagði til mest af þeim pen­ingum sem lagðir voru til við­bótar í félagið og við það minnk­aði hlutur Ram­ses II, félags í eigu Eyþórs Arn­alds, um nærri tvö pró­sentu­stig, og er nú 22,87 pró­sent.

Eyþór Arn­alds er enn stærsti ein­staki eig­andi Árvak­urs en félög tengd Ísfé­lagi Vest­manna­eyja eru hins vegar enn með sam­an­lagt stærstan eign­ar­hlut. Ísfé­lagið á sjálft 13,43 pró­sent hlut og félagið Hlynur A, í eigu Guð­bjargar Matth­í­as­dótt­ur, aðal­eig­anda Ísfé­lags­ins, á 16,45 pró­sent hlut. Auk þess á félagið Legalis 12,37 pró­sent hlut. Eig­endur þess eru m.a. Sig­­ur­­björn Magn­ús­­son, stjórn­­­ar­­for­­maður Árvak­­urs og stjórn­­­ar­­maður í Ísfé­lag­inu, og Gunn­laugur Sævar Gunn­laugs­­son, stjórn­­­ar­­for­­maður Ísfé­lags­ins. Sam­an­lagður hlutur þess­­arar blokkar í Árvakri er 42,25 pró­­sent.

Íslenskar sjáv­ar­af­urðir eru þriðji stærsti eig­andi Þórs­merkur ehf. eftir hluta­fjár­aukn­ing­una.

Auglýsing

Eign­ar­halds­upp­lýs­ingar útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins Árvak­urs voru upp­færðar á vef Fjöl­miðla­nefndar 6. júlí síð­ast­lið­inn. Eign­ar­hald Morg­un­blaðs­ins sam­kvæmt skrán­ingu fjöl­miðla­nefndar má lesa hér að neð­an:

Eig­endur Árvak­urs:

 • Þórs­mörk ehf., 99%
 • Legalis sf., for­svars­maður Sig­ur­björn Magn­ús­son, 1%

Eig­endur Þórs­merkur ehf.:

 • Ram­ses II ehf., eig­andi Eyþór Lax­dal Arn­alds, 22,87%
 • Hlynur A ehf., for­sv.­maður Guð­björg Matth­í­as­dótt­ir, 16,45%
 • Íslenskar sjáv­ar­af­urðir ehf., for­sv.m. Sig­ur­jón Rafns­son, 14,15%
 • Ísfé­lag Vest­manna­eyja hf., for­sv.­maður Stefán Frið­riks­son 13,43%
 • Legalis sf., for­sv.­maður Sig­ur­björn Magn­ús­son, 12,37%
 • Rammi hf., for­sv.­maður Ólafur Mart­eins­son, 6,14%
 • Þingey ehf., for­sv.­maður Aðal­steinn Ing­ólfs­son 4,10%
 • Fjár­fest­inga­fé­lagið GIGAS ehf., for­sv.m. Hall­dór Krist­jáns­son, 3,52%
 • Brekku­hvarf ehf., 2,05%
 • Lýsi hf., for­sv.m. Katrín Pét­urs­dótt­ir, 1,69%
 • Fari ehf., for­sv.­maður Jón Pálma­son, 1,76%
 • Skolla­borg ehf., for­sv.m. Einar Valur Krist­jáns­son, 1,48%

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir bæði fram á brotalamir í eftirlit banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent