Kaupþing

Seðlabankinn birtir skýrslu um neyðarlán Kaupþings á næstu mánuðum

Skýrsla sem boðuð var í febrúar 2015 af Seðlabanka Íslands, og fjallar um tildrög þess að Kaupþing fékk 500 milljóna evra neyðarlán í október 2008, verður birt á næstu mánuðum. Hún mun einnig fjalla um söluferli FIH. Von er á annarri skýrslu sem mun fjalla um söluferli FIH, en úr allt annarri átt.

Skýrsla um neyð­ar­lán­veit­ingu Seðla­banka Íslands til Kaup­þings í miðju banka­hrun­inu er langt á veg komin og gert er ráð fyrir að hún verði kynnt í banka­ráði hans á næstu mán­uð­um. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri greindi frá því í febr­úar 2015 að hann ætl­aði að láta taka saman skýrslu um til­drög þess að Kaup­þing fékk neyð­ar­lán upp á 500 millj­ónir evra frá bank­anum 6. októ­ber 2008, sama dag og neyð­ar­lög voru sett og Geir H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, bað guð að blessa Ísland í sjón­varps­ávarpi. Það eru því um tvö og hálft ár liðið frá því að skýrslan var boð­uð.

Í svari við fyr­ir­spurn frá Kjarn­anum um afdrif skýrsl­unnar segir Seðla­banki Íslands að ákveðið hafi verið að bæta sölu­ferli FIH bank­ans – en sá danski banki var tek­inn sem veð fyrir lán­inu – við skýrsl­una. „Sá hluti er mjög umfangs­mik­ill og snertir m.a. þróun efna­hags- og banka­mála í Dan­mörku. Vegna mik­illa anna starfs­manna við önnur verk hefur verið erf­ið­leikum bundið að tryggja næga krafta í þetta verk – en það er sem sagt langt á veg kom­ið,“ segir í svar­inu.

Kjarn­inn óskaði eftir nán­ari upp­lýs­ingum um hver tímara­mm­inn á skilum á skýrsl­unni væri, en Seðla­bank­inn taldi sig ekki geta verið nákvæm­ari en að henni verði skilað á næstu mán­uð­um.

Hannes vinnur líka að skýrslu

Önnur skýrsla er vænt­an­leg þar sem fjallað verður meðal ann­ars um sölu­ferli FIH. Sú er skrifuð af stjórn­mála­fræði­pró­fess­ornum Hann­esi Hólm­steini Giss­ur­ar­syni, en honum var falið að stýra rann­­sókn­­ar­verk­efni á vegum fjár­­­mála­ráðu­­neyt­is­ins á erlendum áhrifa­þáttum hruns­ins í júlí 2014. Áætl­­aður kostn­aður verk­efn­is­ins var tíu millj­­ónir króna og áætluð verk­­lok voru í byrjun sept­­em­ber 2015. Skýrslu Hann­esar hefur enn ekki verið skilað en greint var frá því í júní að hún sé nú í yfir­lestri. Til stendur að kynna skýrsl­una 8. októ­ber næst­kom­andi, eða rúmum tveimur árum eftir upp­haf­leg áætluð verk­lok og rúmum þremur árum eftir að Hann­esi var falið verk­efn­ið.

Ráðn­­ing Hann­esar til verks­ins var afar umdeild sökum mik­illa tengsla hans við áhrifa­­menn innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sér­­stak­­lega fyrr­ver­andi seðla­­banka­­stjór­ann Davíð Odds­­son, sem nú stýrir Morg­un­­blað­inu.

Hannes skrif­aði grein í Morg­un­blaðið 21. apríl 2015 þar sem hann opin­ber­aði í fyrsta sinn hluta af því sem hann er að skrifa um í skýrslu sinni. Í grein­inn fjall­aði hann í löngu máli um söl­una á FIH-­­bank­an­um, sem tekin var sem veð fyrir neyð­­ar­láni Seðla­­banka Íslands til Kaup­­þings 6. októ­ber, þegar Davíð Odds­­son stýrði enn Seðla­­bank­an­­um. Kjarn­inn greindi frá því 2. októ­ber 2014 að tap íslenskra skatt­greið­enda vegna FIH væri 35 millj­­arðar króna.

Hannes komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að FIH hafi verið gott veð. Már Guð­­munds­­son seðla­­banka­­stjóri hafi hins vegar verið plat­aður í mál­inu með þeim afleið­ingum að Ísland varð af 60 millj­­arða króna ágóða vegna FIH, og sat þess í stað uppi með ofan­­greint tap.

Már svar­aði grein Hann­esar skömmu síð­ar. Hann sagði Hannes mis­skilja margt í mál­inu og full­yrti að ef Seðla­­bank­inn hefði knúið FIH bank­ann í slita­með­ferð haustið 2010 hefði allt neyð­­ar­lánið sem bank­inn veitti Kaup­­þingi 6. októ­ber 2008 tap­­ast. Með því að selja bank­ann tak­ist Seðla­­bank­­anum að inn­­heimta lið­­lega helm­ing láns­ins, sem var upp á 500 millj­­ónir evra.

Því liggur fyrir að á haust­mán­uðum munu koma út tvær skýrslur þar sem fjallað verður um sölu­ferli FIH, og út frá grein Hann­esar frá því í apríl 2015, og svörum Más nokkrum dögum síð­ar, liggur fyrir að umfjöllun í skýrsl­unum verður afar ólík. Raunar er við­búið að nið­ur­stöður þeirra varð­andi FIH verði eins og svart og hvítt.

Ásak­anir um ábyrgð ganga á víxl

Neyð­ar­lán Seðla­banka Íslands til Kaup­þings 6. októ­ber 2008 hefur reglu­lega ratað í fréttir á und­an­förnum árum. Það var upp á 500 millj­ónir evra, tæp­lega 78 millj­arða króna á gengi þess dags sem lánið var veitt. Tæpur helm­ingur láns­ins end­ur­heimt­ist aldrei þar sem veðið sem sett var fyrir lán­inu, danski bank­inn FIH, var fjarri því jafn verð­mætur og talið var í fyrstu.

Lánið komst aftur í hámæli í októ­ber í fyrra, nokkrum dögum fyrir þing­kosn­ing­ar, eftir að Kast­ljós og fréttir Stöðvar 2 birtu vitna­skýrslu frá 2012 þar sem það er til umfjöll­un­ar. Þar komu fram upp­lýs­ingar um inni­hald sím­tals milli Geirs H. Haarde og Dav­íðs Odds­sonar sem átti sér stað skömmu fyrir hádegi 6. októ­ber 2008. Eftir sím­talið lá fyrir ákvörðun um að veita lánið til Kaup­þings.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur hafnað því að bankinn hafi orðið af 60 milljarða króna söluhagnaði vegna FIH. Fjallað verður um söluferli FIH í væntanlegri skýrslu.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í umræddu sím­tali milli Geirs og Dav­íðs  ræða þeir lán­veit­ing­una. Geir hefur ekki viljað veita heim­ild fyrir því að upp­takan verði gerð opin­ber.

Í febr­­úar 2015 skrif­aði Davíð Reykja­vík­­­ur­bréf í Morg­un­­blað­ið. Þar sagði að þar sem gjald­eyr­is­vara­­­forði Seðla­­­banka Íslands í októ­ber 2008 var til­­­kom­inn vegna skulda­bréfa­út­­­­­gáfu rík­­­is­­­sjóðs hafi banka­­­stjórar Seðla­­­bank­ans litið svo á að það það yrði að vera vilji rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­inn­­­ar, ekki bank­ans, sem réði því hvort Kaup­­­þing fengi hann nán­­­ast allan að láni þennan dag. Í Reykja­vík­­­ur­bréf­inu stóð: „Þeir sem báðu um aðstoð­ina [Kaup­­­þing] héldu því fram, að rík­­­is­­­stjórnin vildi að þessi fyr­ir­greiðsla yrði veitt. Þess vegna fór sím­talið við for­­­sæt­is­ráð­herr­ann fram. Til­­­viljun réð því að það sím­­­tal var hljóð­­­rit­að. Þess vegna átti fyr­ir­greiðslan sér að lokum stað gegn alls­herj­­­­­ar­veði í banka sem tal­inn var standa mjög ríf­­­lega undir því.“ Að sögn Dav­­íðs var það því Geir sem tók ákvörð­un­ina um að lána Kaup­­þingi.

Geir, sem er núver­andi send­i­herra Íslands í Banda­­­ríkj­un­um, sagði hins vegar í fréttum Stöðvar 2 í maí í 2015 að það hafi verið mis­­­tök að veita Kaup­­­þingi lán­ið. Því miður hafi ekki allt verið sem sýnd­ist hjá bank­­­anum og hann staðið veikar en látið var. Lánið hefði því aldrei dugað til að bjarga bank­­­anum og pen­ing­­­arnir ekki farið í það sem þeir áttu að fara.  

Í svari við fyr­ir­spurn Kast­ljóss vegna nýrra upp­lýs­inga í mál­inu, sem sagt var frá í októ­ber 2016, sagði Geir að for­­sæt­is­ráð­herra ætti ekki að þurfa að sæta því að emb­ætt­is­­menn rík­­is­ins hljóð­­riti sam­­töl við hann „án hans vit­und­­ar“. Þá sagði hann það alveg skýrt að Seðla­­bank­inn hafi borið ábyrgð á lán­inu, þó hann hafi talið það til­­raun­­ar­innar virði. Það séu von­brigði að veð sem Seðla­­bank­inn taldi trygg, skyldu ekki hafa duga fyrir lán­inu.

Enn liggur heldur ekki fyrir í hvað pen­ing­arnir sem Kaup­þing fékk lánað fóru. Um það eru frá­sagnir mis­vísandi. Mikil vilji virð­ist vera fyrir því að fá skýr og end­an­leg svör við þessum tveimur spurn­ing­um: hver tók ákvörð­un­ina og í hvað fór lán­ið. Mögu­lega munu þau svör koma fram í skýrslu Seðla­bank­ans sem vænt­an­leg er á næstu mán­uð­um.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um þessi mál und­an­farin ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar