Of mikið stuð

Íbúar í miðborg Kaupmannahafnar eru orðnir þreyttir á hávaða og áreiti sem fylgir verslunum og þjónustu í borgarhlutanum.

Miðborg
Auglýsing

Ein­kenni flestra mið­borga er iðandi mann­líf. Hlátra­sköll, hróp og köll, tón­list og margt fleira myndar í einu orði sagt: hávaða. Flestum þykir þetta eðli­legt, á dag­inn. Öðru máli gegnir um næt­urn­ar, þá vill fólk næði. En því er ekki ætíð að heilsa. Íbúar í mið­borg Kaup­manna­hafnar eru þreyttir á hávað­an­um.

Haustið 2012 tóku gildi í Dan­mörku ný lög um afgreiðslu­tíma versl­ana. Sam­kvæmt þeim mega versl­anir hafa opið allan sól­ar­hring­inn, árið um kring. Örfáir dag­ar, tengdir stór­há­tíð­um, eru und­an­skild­ir. Lög um afgreiðslu­tíma ,,Lukk­eloven“ eiga sér langa sögu, þau fyrstu voru sett á 19. öld, þar var sér­stak­lega tekið fram að versl­anir skyldu vera lok­aðar á messu­tíma. Árið 1904 var öll verslun á sunnu­dögum og hátíð­is­dögum bönnuð en strangar reglur varð­andi aðra daga. Síðan hafa margoft verið gerðar breyt­ingar á lög­un­um, allar til rýmk­unar og auk­ins frels­is. Í dag er það sem áður sagði nær algjör­lega í höndum eig­enda versl­ana hvenær er opið og hvenær ekki.

Það sem breytt­ist

Þegar ,,sól­ar­hrings­leyfið var tekið upp “ varð ákveðin óvissa um hvað myndi ger­ast. Myndu allir rjúka til og hafa opið fram á nótt og jafn­vel allan sól­ar­hring­inn? Þetta vissi eng­inn.

Auglýsing

Brátt skýrð­ust þó lín­urnar í þessum efn­um. Margir kaup­menn og eig­endur versl­ana ákváðu að halda sig að mestu leyti við óbreytt fyr­ir­komu­lag frá því sem var. Opið á venju­legum afgreiðslu­tíma, lokað fyrr á laug­ar­dögum og lokað á sunnu­dög­um.

Ástæðan fyrir því að ekki ruku allir til og höfðu opið lengur er ein­föld. Margir sáu ekki fram á aukin við­skipti en hins­vegar stór­auk­inn kostn­að. Í kjara­samn­ingum versl­un­ar­fólks er skýrt kveðið á um vinnu­tíma og margir kaup­menn og eig­endur versl­ana voru fljótir að reikna út að ekki myndi svara kostn­aði að hafa opið lengur á degi hverjum en þeir voru van­ir. Afgreiðslu­tími langt fram á kvöld og um helgar þýddi vakta­vinnu, yfir­vinnu­á­lag o.s.frv. Nið­ur­staða flestra var að mun lengri afgreiðslu­tími myndi ekki vega á móti kostn­að­ar­auk­an­um.

Fyr­ir­fram var talið að margir smá­kaup­menn, sjoppu­eig­endur og bens­ín­stöðvar myndu not­færa sér nýju lögin og lengja afgreiðslu­tím­ann. Sú varð líka raun­in, og hefur breytt ýmsu.

Miðborgarsvæðið í Kaupmannahöfn er vinsælt verslunarsvæði.

Reyk­inga­lögin

Árið 2007 tóku gildi í Dan­mörku ný lög um reyk­ing­ar. Sam­kvæmt þeim voru reyk­ingar meðal ann­ars bann­aðar á veit­inga-og verts­húsum nema komið væri upp sér­stökum reyk­her­bergj­um, þar var bannað að neyta matar og drykkj­ar. Gestir urðu, í flestum til­vikum að skreppa út fyrir til að svala nikótín­þörf­inni. Margir sem bjuggu í nágrenni hinna fjöl­mörgu verts­húsa í mið­borg Kaup­manna­hafn­ar, og víð­ar, kvört­uðu hástöfum undan lykt­inni sem barst inn í íbúðir á efri hæð­um.

Barir geta sótt um leyfi til að hafa opið allan sól­ar­hring­inn

Þegar lögin um rýmri afgreiðslu­tíma versl­ana tóku gildi tóku jafn­framt gildi ný lög um verts­hús. Þau máttu sam­kvæmt lög­un­um, með sér­stöku leyfi, hafa opið mun lengur en áður, jafn­vel allan sól­ar­hring­inn. Slík leyfi voru, og eru, háð ákvörð­unum yfir­valda á hverjum stað, í Kaup­manna­höfn borg­ar­stjórn­inni.  

Hávað­inn angrar marga

Ferða­fólki hefur fjölgað mikið í Kaup­manna­höfn á síð­ustu árum. Margir úr þeim hópi vilja gera sem mest úr dvöl­inni og eru á ferð­inni fram á nótt. Það gildir auð­vitað líka um marga heima­menn, þeir eru frels­inu fegnir ef svo mætti að orði kom­ast. En, þeir eru líka margir, einkum íbúar í mið­borg­inni, sem finnst hávað­inn, bæði á dag­inn en þó sér­stak­lega seint á kvöldin og nótt­unni, kom­inn langt yfir það sem eðli­legt geti talist.

Mest kvartað vegna hávaða

Kaup­manna­hafn­ar­búar geta kvartað til borg­ar­yf­ir­valda þyki þeim ástæða til og á síð­ustu árum hefur fjöldi kvart­ana marg­fald­ast. Á síð­asta ári bár­ust borg­inni hátt í tvö þús­und kvart­anir en það segir þó ekki alla sög­una, því ein­ungis ein kvörtun er talin frá hverju hús­núm­eri.

Flestar kvart­anir sem borg­inni ber­ast eru vegna hávaða. Það er bæði það sem borg­ar­yf­ir­völd kalla ,,venju­legan hávaða“, nánar til­tekið hlátur og hróp, flöskuglamur, skrölt í ferða­töskum og fleira af því tagi. Þetta telja yfir­völd allt eðli­legan þátt borg­ar­lífs­ins. Tón­list er líka meðal þess sem angrar æ fleiri borg­ar­búa. Svæðum í mið­borg­inni þar sem fólk getur safn­ast saman hefur fjölgað og þar má oft heyra og sjá tón­list­ar­fólk. Sigl­ingar um sík­in, í og við mið­borg­ina, eru vin­sælar og útskýr­ingar leið­sögu­fólks heyr­ast stundum langar leið­ir. Sömu­leiðis mætti nefna mara­þon­hlaup en áhorf­endur láta þar mjög til sín taka við að hvetja kepp­end­ur. Ónefndur er sá hávaði sem óhjá­kvæmi­lega fylgir þegar margt fólk er sam­an­komið á afmörk­uðu svæði.

Siglt innan borgarinnar.

Hávaðalöggur

Tveir starfs­menn borg­ar­innar sinna hávaða­mæl­ingum (kall­aðir hávaðalögg­ur), þeir eiga að fylgj­ast með því að reglum sé fylgt. Þeir sögðu ljóst, í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske, að hávaði á almanna­færi í borg­inni hefði auk­ist mjög en það væri auð­veld­ara um að tala en að ráða við eða breyta. Hávað­inn tengd­ist ekki síst stór­auk­inni bjórn­eyslu en eins og spáð var þegar afgreiðslu­tím­inn breytt­ist hafa margir smá­kaup­menn opið allan sól­ar­hring­inn og því auð­velt að verða sér úti um drykkj­ar­föng. Margar kvart­anir ber­ast líka vegna hávaða og ryks við bygg­inga­fram­kvæmd­ir, ekki síst Metro lesta­lín­una. 

Bílflaut og hávaði í sorp­hreins­un­ar­bílum angrar marga

Þótt flestar kvart­anir sem borg­inni ber­ast séu vegna hávaða er kvartað yfir fleiru. Hluti þess vökva sem inn­byrtur er skal út aftur og stað­ar­valið til slíkra athafna að næt­ur­lagi gjarna húsa­sund og skúma­skot, lyktin liggur svo í loft­inu. Margir kvarta vegna þessa.

Frank Jen­sen yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafnar sagði nýlega í við­tali að vissu­lega væri mik­ill hávaði í borg­inni en á dag­inn væri slíkt eðli­legt. Hins­vegar væri full ástæða til að bregð­ast við kvört­unum vegna óeðli­legs hávaða á ákveðnum svæðum í borg­inni að næt­ur­lagi og slíkt væri nú til skoð­un­ar.

Rann­sóknir sýna að þrír af hverjum fimm Dönum sýna ein­kenni streitu (svefn-og hjart­slátt­ar­trufl­an­ir) sem talið er að teng­ist hávaða.

Víðar hávaði en í Kaup­manna­höfn

Evr­ópska umhverf­is­stofn­unin (EEA) og Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) hafa gagn­rýnt þann hávaða sem margir borg­arar ESB ríkj­anna mega búa við. Þessar stofn­anir hafa mælt með að hávaði að næt­ur­lagi fari ekki yfir 40 desi­bel og ekki yfir 65 desi­bel að degi til. Þriðji hver íbúi ESB ríkj­anna býr hins vegar við það að hávaði að næt­ur­lagi sé meiri en 55 desi­bel. Áður­nefndar stofn­anir telja að árlega lát­ist 10 þús­und Evr­ópu­búar af ástæðum sem rekja megi til hávaða.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar