Of mikið stuð

Íbúar í miðborg Kaupmannahafnar eru orðnir þreyttir á hávaða og áreiti sem fylgir verslunum og þjónustu í borgarhlutanum.

Miðborg
Auglýsing

Einkenni flestra miðborga er iðandi mannlíf. Hlátrasköll, hróp og köll, tónlist og margt fleira myndar í einu orði sagt: hávaða. Flestum þykir þetta eðlilegt, á daginn. Öðru máli gegnir um næturnar, þá vill fólk næði. En því er ekki ætíð að heilsa. Íbúar í miðborg Kaupmannahafnar eru þreyttir á hávaðanum.

Haustið 2012 tóku gildi í Danmörku ný lög um afgreiðslutíma verslana. Samkvæmt þeim mega verslanir hafa opið allan sólarhringinn, árið um kring. Örfáir dagar, tengdir stórhátíðum, eru undanskildir. Lög um afgreiðslutíma ,,Lukkeloven“ eiga sér langa sögu, þau fyrstu voru sett á 19. öld, þar var sérstaklega tekið fram að verslanir skyldu vera lokaðar á messutíma. Árið 1904 var öll verslun á sunnudögum og hátíðisdögum bönnuð en strangar reglur varðandi aðra daga. Síðan hafa margoft verið gerðar breytingar á lögunum, allar til rýmkunar og aukins frelsis. Í dag er það sem áður sagði nær algjörlega í höndum eigenda verslana hvenær er opið og hvenær ekki.

Það sem breyttist

Þegar ,,sólarhringsleyfið var tekið upp “ varð ákveðin óvissa um hvað myndi gerast. Myndu allir rjúka til og hafa opið fram á nótt og jafnvel allan sólarhringinn? Þetta vissi enginn.

Auglýsing

Brátt skýrðust þó línurnar í þessum efnum. Margir kaupmenn og eigendur verslana ákváðu að halda sig að mestu leyti við óbreytt fyrirkomulag frá því sem var. Opið á venjulegum afgreiðslutíma, lokað fyrr á laugardögum og lokað á sunnudögum.

Ástæðan fyrir því að ekki ruku allir til og höfðu opið lengur er einföld. Margir sáu ekki fram á aukin viðskipti en hinsvegar stóraukinn kostnað. Í kjarasamningum verslunarfólks er skýrt kveðið á um vinnutíma og margir kaupmenn og eigendur verslana voru fljótir að reikna út að ekki myndi svara kostnaði að hafa opið lengur á degi hverjum en þeir voru vanir. Afgreiðslutími langt fram á kvöld og um helgar þýddi vaktavinnu, yfirvinnuálag o.s.frv. Niðurstaða flestra var að mun lengri afgreiðslutími myndi ekki vega á móti kostnaðaraukanum.

Fyrirfram var talið að margir smákaupmenn, sjoppueigendur og bensínstöðvar myndu notfæra sér nýju lögin og lengja afgreiðslutímann. Sú varð líka raunin, og hefur breytt ýmsu.

Miðborgarsvæðið í Kaupmannahöfn er vinsælt verslunarsvæði.

Reykingalögin

Árið 2007 tóku gildi í Danmörku ný lög um reykingar. Samkvæmt þeim voru reykingar meðal annars bannaðar á veitinga-og vertshúsum nema komið væri upp sérstökum reykherbergjum, þar var bannað að neyta matar og drykkjar. Gestir urðu, í flestum tilvikum að skreppa út fyrir til að svala nikótínþörfinni. Margir sem bjuggu í nágrenni hinna fjölmörgu vertshúsa í miðborg Kaupmannahafnar, og víðar, kvörtuðu hástöfum undan lyktinni sem barst inn í íbúðir á efri hæðum.

Barir geta sótt um leyfi til að hafa opið allan sólarhringinn

Þegar lögin um rýmri afgreiðslutíma verslana tóku gildi tóku jafnframt gildi ný lög um vertshús. Þau máttu samkvæmt lögunum, með sérstöku leyfi, hafa opið mun lengur en áður, jafnvel allan sólarhringinn. Slík leyfi voru, og eru, háð ákvörðunum yfirvalda á hverjum stað, í Kaupmannahöfn borgarstjórninni.  

Hávaðinn angrar marga

Ferðafólki hefur fjölgað mikið í Kaupmannahöfn á síðustu árum. Margir úr þeim hópi vilja gera sem mest úr dvölinni og eru á ferðinni fram á nótt. Það gildir auðvitað líka um marga heimamenn, þeir eru frelsinu fegnir ef svo mætti að orði komast. En, þeir eru líka margir, einkum íbúar í miðborginni, sem finnst hávaðinn, bæði á daginn en þó sérstaklega seint á kvöldin og nóttunni, kominn langt yfir það sem eðlilegt geti talist.

Mest kvartað vegna hávaða

Kaupmannahafnarbúar geta kvartað til borgaryfirvalda þyki þeim ástæða til og á síðustu árum hefur fjöldi kvartana margfaldast. Á síðasta ári bárust borginni hátt í tvö þúsund kvartanir en það segir þó ekki alla söguna, því einungis ein kvörtun er talin frá hverju húsnúmeri.

Flestar kvartanir sem borginni berast eru vegna hávaða. Það er bæði það sem borgaryfirvöld kalla ,,venjulegan hávaða“, nánar tiltekið hlátur og hróp, flöskuglamur, skrölt í ferðatöskum og fleira af því tagi. Þetta telja yfirvöld allt eðlilegan þátt borgarlífsins. Tónlist er líka meðal þess sem angrar æ fleiri borgarbúa. Svæðum í miðborginni þar sem fólk getur safnast saman hefur fjölgað og þar má oft heyra og sjá tónlistarfólk. Siglingar um síkin, í og við miðborgina, eru vinsælar og útskýringar leiðsögufólks heyrast stundum langar leiðir. Sömuleiðis mætti nefna maraþonhlaup en áhorfendur láta þar mjög til sín taka við að hvetja keppendur. Ónefndur er sá hávaði sem óhjákvæmilega fylgir þegar margt fólk er samankomið á afmörkuðu svæði.

Siglt innan borgarinnar.

Hávaðalöggur

Tveir starfsmenn borgarinnar sinna hávaðamælingum (kallaðir hávaðalöggur), þeir eiga að fylgjast með því að reglum sé fylgt. Þeir sögðu ljóst, í viðtali við dagblaðið Berlingske, að hávaði á almannafæri í borginni hefði aukist mjög en það væri auðveldara um að tala en að ráða við eða breyta. Hávaðinn tengdist ekki síst stóraukinni bjórneyslu en eins og spáð var þegar afgreiðslutíminn breyttist hafa margir smákaupmenn opið allan sólarhringinn og því auðvelt að verða sér úti um drykkjarföng. Margar kvartanir berast líka vegna hávaða og ryks við byggingaframkvæmdir, ekki síst Metro lestalínuna. 

Bílflaut og hávaði í sorphreinsunarbílum angrar marga

Þótt flestar kvartanir sem borginni berast séu vegna hávaða er kvartað yfir fleiru. Hluti þess vökva sem innbyrtur er skal út aftur og staðarvalið til slíkra athafna að næturlagi gjarna húsasund og skúmaskot, lyktin liggur svo í loftinu. Margir kvarta vegna þessa.

Frank Jensen yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar sagði nýlega í viðtali að vissulega væri mikill hávaði í borginni en á daginn væri slíkt eðlilegt. Hinsvegar væri full ástæða til að bregðast við kvörtunum vegna óeðlilegs hávaða á ákveðnum svæðum í borginni að næturlagi og slíkt væri nú til skoðunar.

Rannsóknir sýna að þrír af hverjum fimm Dönum sýna einkenni streitu (svefn-og hjartsláttartruflanir) sem talið er að tengist hávaða.

Víðar hávaði en í Kaupmannahöfn

Evrópska umhverfisstofnunin (EEA) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafa gagnrýnt þann hávaða sem margir borgarar ESB ríkjanna mega búa við. Þessar stofnanir hafa mælt með að hávaði að næturlagi fari ekki yfir 40 desibel og ekki yfir 65 desibel að degi til. Þriðji hver íbúi ESB ríkjanna býr hins vegar við það að hávaði að næturlagi sé meiri en 55 desibel. Áðurnefndar stofnanir telja að árlega látist 10 þúsund Evrópubúar af ástæðum sem rekja megi til hávaða.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar