Bretar ögra Kínverjum í Suður-Kínahafi

Bretland ætlar að senda tvö glæný flugmóðurskip í Suður-Kínahaf og kanna hver þolinmæði Kínverja er.

Bretar ætla að senda tvö glæný flugmóðurskip í Suður-Kínhaf til þess að tryggja réttmæti alþjóðlegra hafréttarlaga.
Bretar ætla að senda tvö glæný flugmóðurskip í Suður-Kínhaf til þess að tryggja réttmæti alþjóðlegra hafréttarlaga.
Auglýsing

Boris John­son, utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands, segir bresk yfir­völd hafa ákveðið að senda tvö glæný flug­móð­ur­skip breska sjó­hers­ins í Suð­ur­-Kína­haf þar sem mörg ríki deila um yfir­ráð haf­svæð­is­ins. Breska dag­blaðið The Guar­dian greinir frá þessu á vef sín­um.

Kín­verjar hafa búið til eyjar á skerjum í Suð­ur­-Kína­hafi til þess að geta gert til­kall til haf­rétt­inda á þessu alþjóða­haf­svæði. Á sumar eyj­urnar hefur kín­verski her­inn komið fyrir her­stöðv­um, hvort sem það er fyrir skipa­flota eða lofther­inn.

Þessu hefur verið harð­lega mót­mælt af stjórn­völdum í nágranna­ríkjum Suð­ur­-Kína­hafs sem eiga lög­sögu að þessu haf­svæði, enda er um mik­il­væga sigl­inga­leið að ræða auk verð­mætra fiski­miða sem ríkin vilja deila með sér. Talið er að flutn­inga­skip flytji varn­ing að verð­mæti um það bil 5 biljón Banda­ríkja­dala á hverju ári um haf­svæð­ið.

Auglýsing

Banda­ríkin hafa ítrekað ögrað Kín­verjum í Suð­ur­-Kína­hafi með því að sigla her­skipum og fljúga her­þotum inn fyrir og nærri lög­sög­unni sem Kín­verjar skil­greina sem sína.

Boris Johnson utanríkisráðherra BretlandsBretar bæt­ast nú í lið með Banda­ríkj­unum og þreifa fyrir sér hversu mikil þol­in­mæði Kín­verja er fyrir auknum umsvifum ann­ara herja í Suð­ur­-Kína­hafi. John­son utan­rík­is­ráð­herra segir fyrsta verk­efni nýrra flug­móð­ur­skipa verða að sigla rak­leiðis til Asíu.

„Eitt af því fyrsta sem við ætlum að gera með þessi risa­flug­móð­ur­skip sem við höfum nýlokið smíði á, er að senda þau í Suð­ur­-Kína­haf til að und­ir­strika sigl­inga­frelsi þar,“ sagði John­son í opin­berri heim­sókn í Sydney í morg­un. „Það verður til þess að sanna rétt­mæti reglna í alþjóða­sam­fé­lag­in­u.“

„Sigl­inga­frelsi um þetta haf­svæði er algjör­lega lífs­nauð­syn­legt fyrir heims­versl­un.“

HMS Queen Elisabeth er stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir breska herinn.

Skipin sem Bretar senda eru þau stærstu sem smíðuð hafa verið fyrir breska her­inn. HMS Queen Eliza­beth er 280 metra langt og vegur 65.000 tonn. Verið er að prófa skipið um þessar mundir undan ströndum Skotlands og verður það tekið form­lega í notkun í lok árs.

Kín­verjar byggja á 600 ára gömlum heim­ildum

Kín­verjar hafa byggt kröfu sína um yfir­ráð yfir haf­svæð­inu á eld gömlum sigl­inga­bók­um. Svæðið sem Kína telur sitt eigið markast af hinni svoköll­uðu níu strika línu (e. nine dash line).

Þessi lína er, eins og les­endur hafa kannski getið sér til, teiknuð með níu strikum utan um smá­eyjur í Suð­ur­-Kína­hafi, og byggir hún á rétt­indum sem mörkuð voru í 600 ára gömlum sigl­inga­bók­um.

Suð­ur­-Kína­haf og níu strika línan

Níu strika línan sem Kína telur marka lögsögu sína í Suður-Kínahafi.

Í and­stöðu við nágranna­ríki sín hefur Kína kraf­ist yfir­ráða yfir eyj­unum í hinu alþjóð­lega skil­greinda hafi. Þar hafa Kín­verjar einnig byggt upp eyjur með land­fyll­ingum á skerjum og rif­um.

Gerð­ar­dómur í Haag komst að þeirri nið­ur­stöðu í fyrra að Kín­verjar hefðu engin laga­leg rétt­indi til þess vísa í 600 ára gamlar heim­ildir fyrir yfir­ráðum á þessu svæði. Kín­verjar urðu æfir og höfn­uðu ákvörðun dóms­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar