Bretar ögra Kínverjum í Suður-Kínahafi

Bretland ætlar að senda tvö glæný flugmóðurskip í Suður-Kínahaf og kanna hver þolinmæði Kínverja er.

Bretar ætla að senda tvö glæný flugmóðurskip í Suður-Kínhaf til þess að tryggja réttmæti alþjóðlegra hafréttarlaga.
Bretar ætla að senda tvö glæný flugmóðurskip í Suður-Kínhaf til þess að tryggja réttmæti alþjóðlegra hafréttarlaga.
Auglýsing

Boris John­son, utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands, segir bresk yfir­völd hafa ákveðið að senda tvö glæný flug­móð­ur­skip breska sjó­hers­ins í Suð­ur­-Kína­haf þar sem mörg ríki deila um yfir­ráð haf­svæð­is­ins. Breska dag­blaðið The Guar­dian greinir frá þessu á vef sín­um.

Kín­verjar hafa búið til eyjar á skerjum í Suð­ur­-Kína­hafi til þess að geta gert til­kall til haf­rétt­inda á þessu alþjóða­haf­svæði. Á sumar eyj­urnar hefur kín­verski her­inn komið fyrir her­stöðv­um, hvort sem það er fyrir skipa­flota eða lofther­inn.

Þessu hefur verið harð­lega mót­mælt af stjórn­völdum í nágranna­ríkjum Suð­ur­-Kína­hafs sem eiga lög­sögu að þessu haf­svæði, enda er um mik­il­væga sigl­inga­leið að ræða auk verð­mætra fiski­miða sem ríkin vilja deila með sér. Talið er að flutn­inga­skip flytji varn­ing að verð­mæti um það bil 5 biljón Banda­ríkja­dala á hverju ári um haf­svæð­ið.

Auglýsing

Banda­ríkin hafa ítrekað ögrað Kín­verjum í Suð­ur­-Kína­hafi með því að sigla her­skipum og fljúga her­þotum inn fyrir og nærri lög­sög­unni sem Kín­verjar skil­greina sem sína.

Boris Johnson utanríkisráðherra BretlandsBretar bæt­ast nú í lið með Banda­ríkj­unum og þreifa fyrir sér hversu mikil þol­in­mæði Kín­verja er fyrir auknum umsvifum ann­ara herja í Suð­ur­-Kína­hafi. John­son utan­rík­is­ráð­herra segir fyrsta verk­efni nýrra flug­móð­ur­skipa verða að sigla rak­leiðis til Asíu.

„Eitt af því fyrsta sem við ætlum að gera með þessi risa­flug­móð­ur­skip sem við höfum nýlokið smíði á, er að senda þau í Suð­ur­-Kína­haf til að und­ir­strika sigl­inga­frelsi þar,“ sagði John­son í opin­berri heim­sókn í Sydney í morg­un. „Það verður til þess að sanna rétt­mæti reglna í alþjóða­sam­fé­lag­in­u.“

„Sigl­inga­frelsi um þetta haf­svæði er algjör­lega lífs­nauð­syn­legt fyrir heims­versl­un.“

HMS Queen Elisabeth er stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir breska herinn.

Skipin sem Bretar senda eru þau stærstu sem smíðuð hafa verið fyrir breska her­inn. HMS Queen Eliza­beth er 280 metra langt og vegur 65.000 tonn. Verið er að prófa skipið um þessar mundir undan ströndum Skotlands og verður það tekið form­lega í notkun í lok árs.

Kín­verjar byggja á 600 ára gömlum heim­ildum

Kín­verjar hafa byggt kröfu sína um yfir­ráð yfir haf­svæð­inu á eld gömlum sigl­inga­bók­um. Svæðið sem Kína telur sitt eigið markast af hinni svoköll­uðu níu strika línu (e. nine dash line).

Þessi lína er, eins og les­endur hafa kannski getið sér til, teiknuð með níu strikum utan um smá­eyjur í Suð­ur­-Kína­hafi, og byggir hún á rétt­indum sem mörkuð voru í 600 ára gömlum sigl­inga­bók­um.

Suð­ur­-Kína­haf og níu strika línan

Níu strika línan sem Kína telur marka lögsögu sína í Suður-Kínahafi.

Í and­stöðu við nágranna­ríki sín hefur Kína kraf­ist yfir­ráða yfir eyj­unum í hinu alþjóð­lega skil­greinda hafi. Þar hafa Kín­verjar einnig byggt upp eyjur með land­fyll­ingum á skerjum og rif­um.

Gerð­ar­dómur í Haag komst að þeirri nið­ur­stöðu í fyrra að Kín­verjar hefðu engin laga­leg rétt­indi til þess vísa í 600 ára gamlar heim­ildir fyrir yfir­ráðum á þessu svæði. Kín­verjar urðu æfir og höfn­uðu ákvörðun dóms­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar