Bretar ögra Kínverjum í Suður-Kínahafi

Bretland ætlar að senda tvö glæný flugmóðurskip í Suður-Kínahaf og kanna hver þolinmæði Kínverja er.

Bretar ætla að senda tvö glæný flugmóðurskip í Suður-Kínhaf til þess að tryggja réttmæti alþjóðlegra hafréttarlaga.
Bretar ætla að senda tvö glæný flugmóðurskip í Suður-Kínhaf til þess að tryggja réttmæti alþjóðlegra hafréttarlaga.
Auglýsing

Boris John­son, utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands, segir bresk yfir­völd hafa ákveðið að senda tvö glæný flug­móð­ur­skip breska sjó­hers­ins í Suð­ur­-Kína­haf þar sem mörg ríki deila um yfir­ráð haf­svæð­is­ins. Breska dag­blaðið The Guar­dian greinir frá þessu á vef sín­um.

Kín­verjar hafa búið til eyjar á skerjum í Suð­ur­-Kína­hafi til þess að geta gert til­kall til haf­rétt­inda á þessu alþjóða­haf­svæði. Á sumar eyj­urnar hefur kín­verski her­inn komið fyrir her­stöðv­um, hvort sem það er fyrir skipa­flota eða lofther­inn.

Þessu hefur verið harð­lega mót­mælt af stjórn­völdum í nágranna­ríkjum Suð­ur­-Kína­hafs sem eiga lög­sögu að þessu haf­svæði, enda er um mik­il­væga sigl­inga­leið að ræða auk verð­mætra fiski­miða sem ríkin vilja deila með sér. Talið er að flutn­inga­skip flytji varn­ing að verð­mæti um það bil 5 biljón Banda­ríkja­dala á hverju ári um haf­svæð­ið.

Auglýsing

Banda­ríkin hafa ítrekað ögrað Kín­verjum í Suð­ur­-Kína­hafi með því að sigla her­skipum og fljúga her­þotum inn fyrir og nærri lög­sög­unni sem Kín­verjar skil­greina sem sína.

Boris Johnson utanríkisráðherra BretlandsBretar bæt­ast nú í lið með Banda­ríkj­unum og þreifa fyrir sér hversu mikil þol­in­mæði Kín­verja er fyrir auknum umsvifum ann­ara herja í Suð­ur­-Kína­hafi. John­son utan­rík­is­ráð­herra segir fyrsta verk­efni nýrra flug­móð­ur­skipa verða að sigla rak­leiðis til Asíu.

„Eitt af því fyrsta sem við ætlum að gera með þessi risa­flug­móð­ur­skip sem við höfum nýlokið smíði á, er að senda þau í Suð­ur­-Kína­haf til að und­ir­strika sigl­inga­frelsi þar,“ sagði John­son í opin­berri heim­sókn í Sydney í morg­un. „Það verður til þess að sanna rétt­mæti reglna í alþjóða­sam­fé­lag­in­u.“

„Sigl­inga­frelsi um þetta haf­svæði er algjör­lega lífs­nauð­syn­legt fyrir heims­versl­un.“

HMS Queen Elisabeth er stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir breska herinn.

Skipin sem Bretar senda eru þau stærstu sem smíðuð hafa verið fyrir breska her­inn. HMS Queen Eliza­beth er 280 metra langt og vegur 65.000 tonn. Verið er að prófa skipið um þessar mundir undan ströndum Skotlands og verður það tekið form­lega í notkun í lok árs.

Kín­verjar byggja á 600 ára gömlum heim­ildum

Kín­verjar hafa byggt kröfu sína um yfir­ráð yfir haf­svæð­inu á eld gömlum sigl­inga­bók­um. Svæðið sem Kína telur sitt eigið markast af hinni svoköll­uðu níu strika línu (e. nine dash line).

Þessi lína er, eins og les­endur hafa kannski getið sér til, teiknuð með níu strikum utan um smá­eyjur í Suð­ur­-Kína­hafi, og byggir hún á rétt­indum sem mörkuð voru í 600 ára gömlum sigl­inga­bók­um.

Suð­ur­-Kína­haf og níu strika línan

Níu strika línan sem Kína telur marka lögsögu sína í Suður-Kínahafi.

Í and­stöðu við nágranna­ríki sín hefur Kína kraf­ist yfir­ráða yfir eyj­unum í hinu alþjóð­lega skil­greinda hafi. Þar hafa Kín­verjar einnig byggt upp eyjur með land­fyll­ingum á skerjum og rif­um.

Gerð­ar­dómur í Haag komst að þeirri nið­ur­stöðu í fyrra að Kín­verjar hefðu engin laga­leg rétt­indi til þess vísa í 600 ára gamlar heim­ildir fyrir yfir­ráðum á þessu svæði. Kín­verjar urðu æfir og höfn­uðu ákvörðun dóms­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar