Eru rafbílar hagkvæmir á Íslandi?

Rafbílar hafa verið áberandi í umræðunni og hlutdeild þeirra í bílaflota Íslendinga eykst jafnt og þétt. En borgar sig fyrir alla Íslendinga að eiga svona bíl?

Erna Gísladóttir forstjóri BL, umboðsaðila rafmagnsbílsins Nissan Leaf.
Erna Gísladóttir forstjóri BL, umboðsaðila rafmagnsbílsins Nissan Leaf.
Auglýsing

Hagkvæmni rafbíla mun aukast til muna undir lok þessa árs þegar hægt verður að keyra hringveginn á rafmagni innan skamms, eins og fjallað var um fyrir tveimur vikum síðan. Hins vegar, þótt gífurleg aukning hafi verið í fjölda nýskráðra rafbíla, eru þeir einungis 1,5% af bílaflota Íslendinga. Meirihluti bílakaupenda kjósa frekar bensínbíl heldur en rafbíl enn sem komið er, en hvor kosturinn er hagkvæmari?

Útreikningar Kjarnans sýna að rafbílar séu hagkvæmir í vissum tilfellum vegna niðurgreiðslu ríkisins. Samkvæmt Hagfræðistofnun eru niðurgreiðslur til rafbíla hins vegar ekki þjóðhagslega hagkvæmar þessa stundina, en mögulegt er að þær verði það í framtíðinni.

Auglýsing

Dýrar græjur

Rafbílakaup eru nokkuð dýrari en bensínbílar, þrátt fyrir að vera undanþegnir virðisaukaskatti og vörugjöldum. Hærra innkaupaverð stafar fyrst og fremst af lítilli stærðarhagkvæmni bílanna, en stutt er síðan byrjað var að fjöldaframleiða þá og enn er ekki næstum því jafnmikið framleitt af þeim og bensínbílum. Með aukinni fjöldaframleiðslu og stærri verksmiðjum mun framleiðslukostnaður á hvern bíl lækka, en búist er við að kaupverð á rafbíl muni að meðaltali lækka um 8% á ári. 

Ef borin eru saman kaupverð á tveimur rafbílum (Nissan Leaf og e-Golf) við sambærilega bensínbíla (Nissan Pulsar og Golf) hjá bílaumboðum á Íslandi kemur í ljós að kaupverð rafbílanna er um 800 þúsund krónum hærra, eða 125-133% af kaupverð bensínbílanna. 

Mun ódýrari í rekstri

Þrátt fyrir hærra innkaupsverð sparar eigandi rafbíls miklar fjárhæðir við að þurfa ekki að kaupa bensín. Rafmagnsverð er mun ódýrara en bensínverð, auk þess sem viðhaldskostnaður er minni hjá rafmagnsbílum. Í samtali við VÍS fékk Kjarninn þær upplýsingar að notendur rafbíla og tvinnbíla greiða lægri iðgjöld af bílatryggingum, en ómögulegt væri að segja hversu mikið lægri þau eru þar sem þau eru háð mörgum þáttum.

Kjarninn bar saman kaup- og rekstrarverð á tveimur rafmagnsbílum (Nissan Leaf og e-Golf) við tvo sambærilega bensínbíla (Nissan Pulsar og Golf), en samanburðurinn bendir til þess að ódýrara sé að kaupa rafmagnsbíl heldur en bensínbíl ef kaup- og rekstrarkostnaður eru tekin með í reikninginn. Útreikningana ásamt gefnar forsendur má sjá í töflu hér að neðan:

Kostnaðarsamanburður á rafmagnsbíl og bensínbíl

KostnaðarliðirEiningarViðmið
Raforkuverð14,43 Kr/kWstRaforkuverð 26. júlí
Bensínverð195,7 Kr/LBensínverð 26. júlí
Meðalakstur á dag32,16 KmTölur frá Samgöngustofu
Afvöxtunarstuðull5,0% skýrsla Hagfræðistofnunnar um rafbíla
Árlegur vöxtur bensínverðs5,1% Spá orkumálastofnunnar Bandaríkjanna
Árlegur vöxtur raforkuverðs2% Í takti við vísitölu neysluverðs (Hagfræðistofnun 2016)
Kaupverð bensínbíls2.945.000 KrMeðaltal á verði Nissan Pulsar og Volkswagen Golf samkvæmt BL og Heklu
Kaupverð rafmagnsbíls3.770.000 KrMeðaltal á verði Nissan Leaf og Volkswagen e-Golf samkvæmt BL og Heklu
Eyðsla bensínbíls5,25 L/100 KmMeðaltal Nissan Pulsar og Volkswagen Golf samkvæmt BL og Heklu
Eyðsla rafmagnsbíls12,4 KWst/100 KmMeðaltal Nissan Leaf og Volkswagen e-Golf samkvæmt BL og Heklu
Endingartími bílsins12,5 árMeðalaldur íslenska bílaflotans 2016
Tryggingar, skattar og skoðun - bensínbíll218.300 kr. hvert árFélag íslenskra bifreiðaeigenda
Tryggingar, skattar og skoðun - rafmagnsbíll218.300 kr. hvert árFélag íslenskra bifreiðaeigenda
Viðhald og viðgerðir - bensínbíll190.000 kr. hvert árFélag íslenskra bifreiðaeigenda
Viðhald og viðgerðir - rafmagnsbíll170.000 kr. hvert ár*Félag íslenskra bifreiðaeigenda
Raunkostnaður bensínbíls8.240.108 kr.
Raunkostnaður rafmagnsbíls7.549.600 kr.
Sparnaður við að kaupa rafmagnsbíl690.508 kr.
*Hér er gert ráð fyrir að  viðhaldskostnaður sé um 20.000 krónum minni á ári hjá rafbílum, þar sem færri aukahlutir eru í þeim. Ef gert er ráð fyrir að viðhaldskostnaðurinn væri sá sami myndi sparnaður við að eignast rafmagnsbíl vera 507.875 kr.

Ýmsar hindranir

Ekki er öll sagan sögð með þessum útreikningum, enn eru margir þættir sem standa í vegi fólks fyrir að kaupa rafmagnsbíl. Einn þeirra er drægnin, en flestir rafbílar ná aðeins að keyra 100-300 kílómetra á einni hleðslu. Þetta geti orðið vandamál utan þéttbýlissvæðisins, þar sem langt og misfært er milli hleðslustöðva. Önnur hindrun er skortur á raftengingu við bílastæði í fjölbýli, svo erfitt er fyrir marga blokkaríbúa að hlaða bíla sína á nóttunni.

Umræddar hindranir gætu útskýrt að miklu leyti hvers vegna margir kjósa frekar að kaupa bensínbíl, en búist er við að draga muni úr þeim í náinni framtíð. Hraðhleðslustöðvum fjölgar ört víða um land og umhverfisráðuneytið vinnur nú að því að setja bindandi ákvæði um tengibúnað fyrir rafbíla í byggingarreglugerð.

Borgar þetta sig?

Kostnaðarsamanburðurinn sýnir að ódýrara sé að kaupa og reka rafbíl en svipaðan bensínbíl ef drægni bílsins er ekki vandamál. Hins vegar, fyrir einstakling sem býr í fjölbýli eða utan höfuðborgarsvæðisins er alls óvíst hvort rafbílakaup borgi sig þessa stundina. Það mun að öllum líkindum breytast í náinni framtíð þar sem kaupverð rafbíla fer lækkandi, drægni eykst og hraðhleðslustöðvum fjölgar um allt land. 

Óhagkvæmt fyrir ríkið – enn sem komið er

Skýrsla Hagfræðistofnunnar árið 2016 um þjóðhagslegan kostnað rafbíla gefur ekkert sérstaklega jákvæða niðurstöðu fyrir notagildi rafbíla. Samkvæmt henni eru rafbílar of dýrir og bensínverð of lágt til þess að niðurgreiðsla til þeirra borgi sig í þjóðhagslegum skilningi. Til séu hagkvæmari leiðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, til að mynda endurheimt votlendis. 

Ekki þarf þó mikið til að niðurstöður skýrslunnar breytist, lækki rafbíll um 12% í verði að öllu óbreyttu muni hann verða hagkvæmari en bensínbíll fyrir samfélagið, að mati Hagfræðistofnunnar. Ef framtíðarspár um framleiðslukostnað ganga upp mætti því búast við að rafbílar verði þjóðhagslega hagkvæmir innan skamms. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar