Már Guðmundsson segir margskonar misskilnings gæta hjá Hannesi Hólmsteini

mar.jpg
Auglýsing

Ef Seðlabankinn hefði knúið FIH bankann í slitameðferð haustið 2010 hefði allt neyðarlánið sem bankinn veitti Kaupþingi 6. október 2008 tapast. Með því að selja bankann takist Seðlabankanum að innheimta liðlega helming lánsins, sem var upp á 500 milljónir evra. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri við Morgunblaðið í dag.

Hann er þar að svara gagnrýni sem kom fram í grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, sem birtist í sama blaði á þriðjudag. Í grein Hannesar var því haldið fram að mistök Seðlabankans, undir stjórn Más, við sölu á danska bankanum FIH hafi gert það að verkum að ríkið hafi tapað allt að 60 milljörðum króna að óþörfu.

Hannesi var í fyrra falið að stýra rannsóknarverkefni á vegum fjármálaráðuneytisins á erlendum áhrifaþáttum hrunsins. Áætlaður kostnaður verkefnisins var tíu milljónir króna og áætluð verklok eru í byrjun september næstkomandi. Ráðning Hannesar til verksins var afar umdeild sökum mikilla tengsla hans við áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega fyrrum seðlabankastjórann Davíð Oddsson, sem nú stýrir Morgunblaðinu.

Auglýsing

Í grein sinni á þriðjudag opinberaði Hannes í fyrsta sinn hluta af niðurstöðu sinni. Þar fjallar hann í löngu máli um söluna á FIH-bankanum, sem tekin var sem veð fyrir neyðarláni Seðlabanka Íslands til Kaupþings 6. október, þegar Davíð Oddsson stýrði enn Seðlabankanum.

Búist er við því að tap íslenskra skattgreiðenda vegna neyðarlánsins til Kaupþings verði um 35 milljarðar króna. 

Már segir Hannes misskilja margt


Már segir við Morgunblaðið að margskonar miskilnings gæti í grein Hannesar Hólmsteins. Hann horfi til að mynda á bókfært virði FIH bankans þegar hann var seldur og taka það til viðmiðunar um hvers virði bankinn væri í sölu eða sem framtíðareign. „Ég bara spyr: Hvert var bókfært virði Kaupþings í lok ársins 2007? Staðreyndin er sú að bankar eru þeirrar gerðar að eigið fé þeirra getur gufað upp, þess vegna bara á nokkrum dögum, ef þeir lenda í miklum lausafjárþrengingum og þurfa að selja eignir á brunaútsölu.“

Þegar salan hafi átt sér stað haustið 2010 hafi bankar í Evrópu verið með markaðsverð á móti bókfærðu verði (e. Price to Book) í kringum hálfan. Það þýðir að markaðsvirði bankans hafi verið um helmingur af bókfærðu virði eigna hans á þeim tíma, og mögulega minna.

FIH bankinn hefur leikið stórt hlutverk í íslenskri umræðu eftir hrun. Sumir, þar á meðal Hannes Hólmsteinn Gissurarson, vilja meina að hann hafi verið frábært veð. Aðrir, þar á meðal Már Guðmundsson, hafa bent á að það sé aldrei gott að taka veð í hlutafé banka. Það tapist fyrst ef bankinn fari á höfuðið. FIH bankinn hefur leikið stórt hlutverk í íslenskri umræðu eftir hrun. Sumir, þar á meðal Hannes Hólmsteinn Gissurarson, vilja meina að hann hafi verið frábært veð. Aðrir, þar á meðal Már Guðmundsson, hafa bent á að það sé aldrei gott að taka veð í hlutafé banka. Það tapist fyrst ef bankinn fari á höfuðið.

Allir seðlabankar segja sína banka í lagi


Már gefur lítið fyrir að dönsk stjórnvöld hafi fullyrt á sínum tíma að gott veð væri í FIH-bankanum. Sú fullyrðing hafi fengist með því að spyrja varaseðlabankastjóra danska seðlabankans hvort FIH væri ekki í lagi. „Ef þú hringir í seðlabanka, hvar sem er í heiminum, og spyrð hvort þessi eða hinn bankinn sem er starfandi án opinberra athugasemda eftirlitsaðila sé ekki í lagi, þá færðu bara eitt svar: Jú, þessi banki er í lagi,“ segir Már.

Hann bendir líka á að ef seðlabankar séu að veita þrautarvaralán, sem neyðarlánið til Kaupþings sannarlega var, þá sé það versta sem þeir geri að taka veð í hlutafé bankans, líkt og Seðlabanki Íslands ákvað að gera. „Það á að taka veð í efnahagsreikningi bankans og helst að gera það sem Norðmenn gerðu þegar þeir veittu sínum bönkum þrautavaralán eða lausafjárfyrirgreiðslu í dollurum um svipað leyti og verið var að veita Kaupþingi lánið og tóku veð í öllum efnahagsreikningi bankanna, sem aldrei reyndi á, vegna þess að norsku bankarnir voru bara í tímabundinni lausafjárkrísu líkt og bankar úti um allan heim og komust að lokum í gegnum hana.“ Már segir við Morgunblaðið að það fyrsta sem þurrkist út ef banki fer í þrot sé hlutafé hans. Það yrði þá núll virði.

Auk þess hafi dönsk stjórnvöld beitt sér mjög í málinu og þann lærdóm megi draga af því að það borgi sig ekki að taka veð í banka í öðru landi þar sem Seðlabankinn er ekki með stjórn á aðstæðum.

Dönsk yfirvöld vildu ekki lána FIH aftur


Kjarninn hefur greint frá því að þann 30. júní 2009 þurfti danska ríkið að veita FIH víkjandi lán upp á 1,9 milljarða danskra króna. Til viðbótar ábyrgðist danska ríkið mánuði síðar skuldabréfaútgáfu FIH upp á 50 milljarða danskra króna, um eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Aðstoðin var veitt undir formerkjum svokallaðs „Bankapakka II“ sem danska ríkið hafði sett saman til að bjarga sínu bankakerfi. Pakkinn snerist um að ábyrgjast innlán og skuldabréfaútgáfu danskra fjármálafyrirækja sem eftir því óskuðu. Þessi lausafjárfyrirgreiðsla, sem gerði FIH starfhæfan, var tímabundin.

Danska bankasýslan (Finansiel Stabilittet) og danska fjármálaeftirlitið (Finanstilsynet) fylgdust náið með því hvernig FIH braggaðist og þrýstu mikið á að leyst yrði úr eigendamálum bankans til að hann gæti fjármagnað sig á markaði. Það væri enda andstætt dönskum lögum að þrotabú fallins banka, Kaupþing, væri skráður eigandi starfandi banka.

Þegar leið á haustið 2010 kom að því að endurnýja þurfti þennan lausafjárstuðning. Dönsk yfirvöld voru ekki tilbúin til að gera það. Seðlabanki Íslands taldi, samkvæmt heimildum Kjarnans, þá raunverulega hættu á því að FIH yrði tekinn yfir af dönskum stjórnvöldum ef ekki tækist að selja bankann mjög hratt. Um miðjan september 2010 var þeim skilaboðum komið á framfæri við Seðlabankann að allt hlutafé í FIH yrði mögulega skrifað niður og hann tekinn yfir af danska fjármálaeftirlitinu ef bankinn yrði ekki seldur fyrir þriðjudaginn 21. september 2010. Ef það hefði verið gert hefði veð Seðlabankans í FIH orðið verðlaust og krafa hans yrði almenn krafa í þrotabú Kaupþings.

Davíð Oddsson var formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands þegar neyðarlánið var veitt og veð tekið í hlutafé FIH bankans. Davíð Oddsson var formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands þegar neyðarlánið var veitt og veð tekið í hlutafé FIH bankans.

Samið í mjög þröngri stöðu


Már staðfestir þessa frásögn í samtali við Morgunblaðið og segir að FIH hafi verið við það að komast í þrot vegna lausafjárerfiðleika. Án lausafjárstuðningsins frá dönskum yfirvöldum hefði hann gert það og hlutaféð þar með orðið verðlaust. Dönsku yfirvöld hafi neitað að endurnýja lausafjárstuðning við FIH og krafist traustara eignarhalds á bankanum. „Þá komumst við auðvitað í mjög þrönga stöðu því ef við hefðum ekki náð samningum um sölu á bankanum fyrir 1. október 2010 hefði gerst það sama með FIH bankann og gerðist hjá okkur, að hlutaféð væri fært niður í núll og við hefðum ekki fengið neitt. Þannig að við sömdum um þessa sölu í mjög þröngri stöðu.“

Már segir að það hafi bara verið þessir tveir kostir í boði: Selja bankann eins og gert var eða láta hann fara í þrot. Salan hafi þó alla vega gert það að verkum að um rúmlega helmingur lánsins hafi verið endurheimtur en við þrot hefði ekkert fengist.

hannes_holmsteinn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var í fyrra falið að stýra rannsóknarverkefni á vegum fjármálaráðuneytisins á erlendum áhrifaþáttum hrunsins. Áætlaður kostnaður verkefnisins var tíu milljónir króna og áætluð verklok eru í byrjun september næstkomandi. Ráðning Hannesar Hólmsteins til verksins var mjög umdeild, sérstaklega vegna tengsla hans við Davíð Oddsson.

 

Settar inn tryggingar til að búa til þumalskrúfu


Í grein Hannesar Hólmsteins var bent á að eigið fé FIH um síðustu áramót hefði verið mjög hátt, um 5,7 milljarðar danskra króna. Hann segir þá sem keyptu bankann, hóp sem leiddur var af danska fjárfestinum Christian Dyvig, hafi platað Má Guðmundsson þegar þeir keyptu FIH og muni nú fá fjárfestingu sína allt að fjórfalt til baka. Þetta hafi þeir meðal annars gert með því að afskrifa eignir sem voru á efnahagsreikningi FIH og samhliða hafi sú upphæð sem Seðlabankinn átti að fá í sinn hlut rýrnað verulega.

Már segir að Seðlabankanum hafi alltaf verið ljóst að nýir eigendur myndu reyna að skrifa niður efnahagsreikninginn. Því hafi verið settar  inn tryggingar í þá veru að ef þeir ætluðu að skrifa niður efnahagsreikninginn þá væru settir inn skoðunarmenn. Ef upp kæmi ágreiningur um niðurskrift væri hægt að vísa málinu í gerðardóm. „Það reyndi á það síðar því það ákvæði varð að þeirri þumalskrúfu að við gátum sett bankann í þrot. Síðan gerðist það, út af efnahagsástandinu í Danmörku, að þessar eignir FIH rýrnuðu verulega. Jafnvel þótt þeir hefðu ekkert reynt að svindla á okkur hefðu þær samt sem áður rýrnað verulega.[...]Við fáum eitthvað meira, en það er lítið, vegna þess að það hefur tapast svo mikið af þessum eignum sem voru á efnahagsreikningnum. Við erum búin að endursemja þannig að við erum nánast með hlutafjárstöðu og þeir geta ekki svindlað á okkur.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None