Már Guðmundsson segir margskonar misskilnings gæta hjá Hannesi Hólmsteini

mar.jpg
Auglýsing

Ef Seðla­bank­inn hefði knúið FIH bank­ann í slita­með­ferð haustið 2010 hefði allt neyð­ar­lánið sem bank­inn veitti Kaup­þingi 6. októ­ber 2008 tap­ast. Með því að selja bank­ann tak­ist Seðla­bank­anum að inn­heimta lið­lega helm­ing láns­ins, sem var upp á 500 millj­ónir evra. Þetta segir Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri við Morg­un­blaðið í dag.

Hann er þar að svara gagn­rýni sem kom fram í grein Hann­esar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar, sem birt­ist í sama blaði á þriðju­dag. Í grein Hann­esar var því haldið fram að mis­tök Seðla­bank­ans, undir stjórn Más, við sölu á danska bank­anum FIH hafi gert það að verkum að ríkið hafi tapað allt að 60 millj­örðum króna að óþörfu.

Hann­esi var í fyrra falið að stýra rann­sókn­ar­verk­efni á vegum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins á erlendum áhrifa­þáttum hruns­ins. Áætl­aður kostn­aður verk­efn­is­ins var tíu millj­ónir króna og áætluð verk­lok eru í byrjun sept­em­ber næst­kom­and­i. Ráðn­ing Hann­esar til verks­ins var afar umdeild sökum mik­illa tengsla hans við áhrifa­menn innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sér­stak­lega fyrrum seðla­banka­stjór­ann Davíð Odds­son, sem nú stýrir Morg­un­blað­inu.

Auglýsing

Í grein sinni á þriðju­dag opin­ber­aði Hannes í fyrsta sinn hluta af nið­ur­stöðu sinni. Þar fjallar hann í löngu máli um söl­una á FIH-­bank­an­um, sem tekin var sem veð fyrir neyð­ar­láni Seðla­banka Íslands til Kaup­þings 6. októ­ber, þegar Davíð Odds­son stýrði enn Seðla­bank­an­um.

Búist er við því að tap íslenskra skatt­greið­enda vegna neyð­ar­láns­ins til Kaup­þings verði um 35 millj­arðar króna. 

Már segir Hannes mis­skilja margtMár segir við Morg­un­blaðið að margs­konar mis­kiln­ings gæti í grein Hann­esar Hólm­steins. Hann horfi til að mynda á bók­fært virði FIH bank­ans þegar hann var seldur og taka það til við­mið­unar um hvers virði bank­inn væri í sölu eða sem fram­tíð­ar­eign. „Ég bara spyr: Hvert var bók­fært virði Kaup­þings í lok árs­ins 2007? Stað­reyndin er sú að bankar eru þeirrar gerðar að eigið fé þeirra getur gufað upp, þess vegna bara á nokkrum dög­um, ef þeir lenda í miklum lausa­fjár­þreng­ingum og þurfa að selja eignir á bruna­út­sölu.“

Þegar salan hafi átt sér stað haustið 2010 hafi bankar í Evr­ópu verið með mark­aðs­verð á móti bók­færðu verði (e. Price to Book) í kringum hálf­an. Það þýðir að mark­aðsvirði bank­ans hafi verið um helm­ingur af bók­færðu virði eigna hans á þeim tíma, og mögu­lega minna.

FIH bankinn hefur leikið stórt hlutverk í íslenskri umræðu eftir hrun. Sumir, þar á meðal Hannes Hólmsteinn Gissurarson, vilja meina að hann hafi verið frábært veð. Aðrir, þar á meðal Már Guðmundsson, hafa bent á að það sé aldrei gott að taka veð í hlutafé banka. Það tapist fyrst ef bankinn fari á höfuðið. FIH bank­inn hefur leikið stórt hlut­verk í íslenskri umræðu eftir hrun. Sum­ir, þar á meðal Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, vilja meina að hann hafi verið frá­bært veð. Aðr­ir, þar á meðal Már Guð­munds­son, hafa bent á að það sé aldrei gott að taka veð í hlutafé banka. Það tap­ist fyrst ef bank­inn fari á höf­uð­ið.

Allir seðla­bankar segja sína banka í lagiMár gefur lítið fyrir að dönsk stjórn­völd hafi full­yrt á sínum tíma að gott veð væri í FIH-­bank­an­um. Sú full­yrð­ing hafi feng­ist með því að spyrja vara­seðla­banka­stjóra danska seðla­bank­ans hvort FIH væri ekki í lagi. „Ef þú hringir í seðla­banka, hvar sem er í heim­in­um, og spyrð hvort þessi eða hinn bank­inn sem er starf­andi án opin­berra athuga­semda eft­ir­lits­að­ila sé ekki í lagi, þá færðu bara eitt svar: Jú, þessi banki er í lag­i,“ segir Már.

Hann bendir líka á að ef seðla­bankar séu að veita þraut­ar­vara­lán, sem neyð­ar­lánið til Kaup­þings sann­ar­lega var, þá sé það versta sem þeir geri að taka veð í hlutafé bank­ans, líkt og Seðla­banki Íslands ákvað að gera. „Það á að taka veð í efna­hags­reikn­ingi bank­ans og helst að gera það sem Norð­menn gerðu þegar þeir veittu sínum bönkum þrauta­vara­lán eða lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu í doll­urum um svipað leyti og verið var að veita Kaup­þingi lánið og tóku veð í öllum efna­hags­reikn­ingi bank­anna, sem aldrei reyndi á, vegna þess að norsku bank­arnir voru bara í tíma­bund­inni lausa­fjár­krísu líkt og bankar úti um allan heim og komust að lokum í gegnum hana.“ Már segir við Morg­un­blaðið að það fyrsta sem þurrk­ist út ef banki fer í þrot sé hlutafé hans. Það yrði þá núll virði.

Auk þess hafi dönsk stjórn­völd beitt sér mjög í mál­inu og þann lær­dóm megi draga af því að það borgi sig ekki að taka veð í banka í öðru landi þar sem Seðla­bank­inn er ekki með stjórn á aðstæð­um.

Dönsk yfir­völd vildu ekki lána FIH afturKjarn­inn hefur greint frá því að þann 30. júní 2009 þurfti danska ríkið að veita FIH víkj­andi lán upp á 1,9 millj­arða danskra króna. Til við­bótar ábyrgð­ist danska ríkið mán­uði síðar skulda­bréfa­út­gáfu FIH upp á 50 millj­arða danskra króna, um eitt þús­und millj­arða íslenskra króna. Aðstoðin var veitt undir for­merkjum svo­kall­aðs „Bankapakka II“ sem danska ríkið hafði sett saman til að bjarga sínu banka­kerfi. Pakk­inn sner­ist um að ábyrgj­ast inn­lán og skulda­bréfa­út­gáfu danskra fjár­mála­fyr­ir­ækja sem eftir því ósk­uðu. Þessi lausa­fjár­fyr­ir­greiðsla, sem gerði FIH starf­hæf­an, var tíma­bund­in.

Danska banka­sýslan (Fin­ansiel Stabilittet) og danska fjár­mála­eft­ir­litið (Fin­an­stil­sy­net) fylgd­ust náið með því hvernig FIH bragg­að­ist og þrýstu mikið á að leyst yrði úr eig­enda­málum bank­ans til að hann gæti fjár­magnað sig á mark­aði. Það væri enda and­stætt dönskum lögum að þrotabú fall­ins banka, Kaup­þing, væri skráður eig­andi starf­andi banka.

Þegar leið á haustið 2010 kom að því að end­ur­nýja þurfti þennan lausa­fjár­stuðn­ing. Dönsk yfir­völd voru ekki til­búin til að gera það. Seðla­banki Íslands taldi, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, þá raun­veru­lega hættu á því að FIH yrði tek­inn yfir af dönskum stjórn­völdum ef ekki tæk­ist að selja bank­ann mjög hratt. Um miðjan sept­em­ber 2010 var þeim skila­boðum komið á fram­færi við Seðla­bank­ann að allt hlutafé í FIH yrði mögu­lega skrifað niður og hann tek­inn yfir af danska fjár­mála­eft­ir­lit­inu ef bank­inn yrði ekki seldur fyrir þriðju­dag­inn 21. sept­em­ber 2010. Ef það hefði verið gert hefði veð Seðla­bank­ans í FIH orðið verð­laust og krafa hans yrði almenn krafa í þrotabú Kaup­þings.

Davíð Oddsson var formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands þegar neyðarlánið var veitt og veð tekið í hlutafé FIH bankans. Davíð Odds­son var for­maður banka­stjórnar Seðla­banka Íslands þegar neyð­ar­lánið var veitt og veð tekið í hlutafé FIH bank­ans.

Samið í mjög þröngri stöðuMár stað­festir þessa frá­sögn í sam­tali við Morg­un­blaðið og segir að FIH hafi verið við það að kom­ast í þrot vegna lausa­fjár­erf­ið­leika. Án lausa­fjár­stuðn­ings­ins frá dönskum yfir­völdum hefði hann gert það og hluta­féð þar með orðið verð­laust. Dönsku yfir­völd hafi neitað að end­ur­nýja lausa­fjár­stuðn­ing við FIH og kraf­ist traust­ara eign­ar­halds á bank­an­um. „Þá komumst við auð­vitað í mjög þrönga stöðu því ef við hefðum ekki náð samn­ingum um sölu á bank­anum fyrir 1. októ­ber 2010 hefði gerst það sama með FIH bank­ann og gerð­ist hjá okk­ur, að hluta­féð væri fært niður í núll og við hefðum ekki fengið neitt. Þannig að við sömdum um þessa sölu í mjög þröngri stöð­u.“

Már segir að það hafi bara verið þessir tveir kostir í boði: Selja bank­ann eins og gert var eða láta hann fara í þrot. Salan hafi þó alla vega gert það að verkum að um rúm­lega helm­ingur láns­ins hafi verið end­ur­heimtur en við þrot hefði ekk­ert feng­ist.

hannes_holmsteinn Hann­esi Hólm­steini Giss­ur­ar­syni var í fyrra falið að stýra rann­sókn­ar­verk­efni á vegum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins á erlendum áhrifa­þáttum hruns­ins. Áætl­aður kostn­aður verk­efn­is­ins var tíu millj­ónir króna og áætluð verk­lok eru í byrjun sept­em­ber næst­kom­andi. Ráðn­ing Hann­esar Hólm­steins til verks­ins var mjög umdeild, sér­stak­lega vegna tengsla hans við Davíð Odds­son.

 

Settar inn trygg­ingar til að búa til þum­al­skrúfuÍ grein Hann­esar Hólm­steins var bent á að eigið fé FIH um síð­ustu ára­mót hefði verið mjög hátt, um 5,7 millj­arðar danskra króna. Hann segir þá sem keyptu bank­ann, hóp sem leiddur var af danska fjár­fest­inum Christ­ian Dyvig, hafi platað Má Guð­munds­son þegar þeir keyptu FIH og muni nú fá fjár­fest­ingu sína allt að fjór­falt til baka. Þetta hafi þeir meðal ann­ars gert með því að afskrifa eignir sem voru á efna­hags­reikn­ingi FIH og sam­hliða hafi sú upp­hæð sem Seðla­bank­inn átti að fá í sinn hlut rýrnað veru­lega.

Már segir að Seðla­bank­anum hafi alltaf verið ljóst að nýir eig­endur myndu reyna að skrifa niður efna­hags­reikn­ing­inn. Því hafi verið sett­ar  inn trygg­ingar í þá veru að ef þeir ætl­uðu að skrifa niður efna­hags­reikn­ing­inn þá væru settir inn skoð­un­ar­menn. Ef upp kæmi ágrein­ingur um nið­ur­skrift væri hægt að vísa mál­inu í gerð­ar­dóm. „Það reyndi á það síðar því það ákvæði varð að þeirri þum­al­skrúfu að við gátum sett bank­ann í þrot. Síðan gerð­ist það, út af efna­hags­á­stand­inu í Dan­mörku, að þessar eignir FIH rýrn­uðu veru­lega. Jafn­vel þótt þeir hefðu ekk­ert reynt að svindla á okkur hefðu þær samt sem áður rýrnað veru­lega.[...]Við fáum eitt­hvað meira, en það er lít­ið, vegna þess að það hefur tap­ast svo mikið af þessum eignum sem voru á efna­hags­reikn­ingn­um. Við erum búin að end­ur­semja þannig að við erum nán­ast með hluta­fjár­stöðu og þeir geta ekki svindlað á okk­ur.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None