ESB heldur neyðarfund í dag vegna flóttamanna

migrants.jpg
Auglýsing

Leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna munu halda annan neyð­ar­fund í dag vegna straums flótta­manna yfir Mið­jarð­ar­hafið til Evr­ópu. Ætl­unin er að ræða leiðir til þess að stemma stigu við fjölda þeirra flótta­manna sem leggja í hættu­för yfir hafið til að kom­ast frá heim­kynnum sín­um.

Drög að til­lögum fela meðal ann­ars í sér að ráð­ist verði í hern­að­ar­að­gerðir til þess að eyði­leggja báta og skip sem notuð eru við flutn­inga á fólki yfir Mið­jarð­ar­haf­ið. Fleiri en 800 ein­stak­lingar drukkn­uðu undan ströndum Líbíu á sunnu­dag, og yfir 1.750 manns hafa lát­ist á þess­ari leið á þessu ári.

Matteo Renzi, for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu, hefur kallað eftir því að gripið verði til aðgerða gegn man­sali. Hann sagði þá sem flytja fólk með þessum hætti vera þræla­hald­ara 21. ald­ar­inn­ar. Lang­flestir flótta­mann­anna reyna að kom­ast til Ítalíu og Möltu.

Auglýsing

Sam­kvæmt AFP frétta­stof­unni kemur fram í drögum að aðgerðum Evr­ópu­sam­bands­ins að leið­togar muni skuld­binda sig til þess að ráð­ast í kerf­is­bundnar aðgerðir til að bera kennsl á, fanga og eyði­leggja far­ar­tæki áður en þau eru not­uð. Feder­ica Mog­her­ini, utan­rík­s­mála­stjóri ESB, er sam­kvæmt drög­unum beðin um að hefja strax und­ir­bún­ing að örygg­is- og varn­ar­að­gerð­um.

Meðal ann­arra aðgerða sem grípa á til er að styðja betur við Sam­ein­uðu þjóð­irnar í því að reyna að tryggja stöðuga rík­is­stjórn í Líb­íu. 90% þeirra sem reyna að fara yfir Mið­jarð­ar­hafið á bátum fara frá Líb­íu, að sögn ítal­skra stjórn­valda.

Einnig er búist við því að rætt verði hvernig eigi að taka á móti þeim flótta­mönnum sem koma til Evr­ópu. Til­laga um að dreifa flótta­mönnum á jafn­ari hátt meðal allra ESB-­ríkj­anna er mjög umdeild.

Ein­stak­lingum sem hafa flúið stríð og fátækt í Mið­aust­ur­löndum og Afr­íku hefur fjölgað gríð­ar­lega und­an­farna mán­uði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None