Hannes Hólmsteinn: FIH var gott veð en klúður Más kostaði Ísland 60 milljarða ágóða

hannes_holmsteinn.jpg
Auglýsing

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og umsjónarmaður með rannsóknarverkefni Félagsvísindastofnunar fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti íslenska bankahrunsins, segir að mistök Seðlabankans, undir stjórn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra, við sölu á danska bankanum FIH hafi gert það að verkum að ríkið hafi tapað allt að 60 milljörðum króna að óþörfu. Ennfremur hafi segir hann að verðmatið á Arion banka og Íslandsbanka þegar þeir voru seldir kröfuhöfum sínum hafi verið 307 milljörðum króna of lág og að með þvinguðum flýtisölum á erlendum eignum fallinna íslenskra banka hafi tapast 210 milljarðar króna sem hefðu átt að renna óskipt til ríkisins. Þetta kemur fram í grein eftir Hannes sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Umdeild ráðning


Hannesi var í fyrra falið að stýra rannsóknarverkefni á vegum fjármálaráðuneytisins á erlendum áhrifaþáttum hrunsins. Áætlaður kostnaður verkefnisins var tíu milljónir króna og áætluð verklok eru í byrjun september næstkomandi. Ráðning Hannesar til verksins var afar umdeild sökum mikilla tengsla hans við áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega fyrrum seðlabankastjórann Davíð Oddsson, sem nú stýrir Morgunblaðinu.

Í grein sinni í dag opinberar Hannes í fyrsta sinn hluta af niðurstöðu sinni. Þar fjallar hann í löngu máli um söluna á FIH-bankanum, sem tekin var sem veð fyrir neyðarláni Seðlabanka Íslands til Kaupþings 6. október, þegar Davíð Oddsson stýrði enn Seðlabankanum. Kjarninn greindi frá því 2. október 2014 að tap íslenskra skattgreiðenda vegna FIH væri 35 milljarðar króna.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrum seðlabankastjóri. Hannes segir að Davíð hafi tekið ákvörðun um að taka veð í FIH. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrum seðlabankastjóri. Hannes segir að Davíð hafi tekið ákvörðun um að taka veð í FIH.

 FIH gott veð sem Davíð bar ábyrgð á


Hannes kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að FIH hafi verið gott veð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi hins vegar verið plataður í málinu með þeim afleiðingum að Ísland varð af 60 milljarða króna ágóða vegna FIH, og sat þess í stað uppi með ofangreint tap. Í grein Hannesar segir: „Að tilhlutan Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra tók Seðlabankinn allsherjarveð í danska bankanum, svo að veðið átti að geta gengið upp í frekari kröfur seðlabankans á Kaupþing, þyrfti þess með. Þegar Kaupþing komst í þrot, fékk Seðlabankinn forræði á bankanum ásamt skilanefnd Kaupþings.

Auglýsing

Dönsk stjórnvöld veittu í upphafi FIH banka sömu lausafjárfyrirgreiðslu og öðrum dönskum bönkum. En haustið 2010 knúðu þau á um sölu bankans, en þá var að renna út lánalína til hans. Hótuðu þau því, að lánalínan yrði ekki endurnýjuð, yrði bankinn ekki seldur. Tvö tilboð bárust í bankann, og var öðru þeirra tekið. Það var frá hópi danskra og sænskra lífeyrissjóða og fjárfestinum Christian Dyvig. Hljóðaði það upp á fimm milljarða danskra króna, sem var talsvert lægra en bókfært eigið fé, en þó ekki smánarverð. Greiða skyldi út 1,9 milljarða danskra króna í upphafi, en frá afganginum skyldi draga tap frá miðju ári 2010 og til ársloka 2012. Strax og hinir nýju eigendur öðluðust yfirráð yfir bankanum, hófust þeir handa við að færa allt hugsanlegt tap á þetta tímabil (í stað þess að venjulega dreifist slíkt tap á mörg ár, en með því má lágmarka það).

Stjórnendur bankans og hinn kunni fjármálamaður Fritz Schur, einkavinur dönsku konungsfjölskyldunnar, fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á sérkjörum. Eigendur FIH banka gengu svo hart fram í fjárhagslegri endurskipulagningu hans, að afgangurinn af verðinu til íslenska seðlabankans hvarf í tapi, 3,1 milljarður danskra króna. Jafnframt seldu þeir fasteignalánasöfn bankans til danskrar ríkisstofnunar og önnur útlánasöfn til einkaaðila og tilkynntu 2014, að bankinn yrði lagður niður. Lítt hafði gengið á eigið fé við þessar aðgerðir, og var það í árslok 2014 5,7 milljarðar danskra króna. Talið er, að kaupendur bankans muni fá fjárfestingu sína fjórfalda til baka. Christian Dyvig, sem keypti hlutabréf fyrir 190 milljónir danskra króna, geti búist við að fá 570 milljónir, þegar bankinn verði loks gerður upp. Fritz Schur, sem keypti hlutabréf fyrir tíu milljónir danskra króna, geti búist við að fá um þrjátíu milljónir, og hafi hann þá hagnast um 20 milljónir {mdash} 400 milljónir íslenskra króna.“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að leikið hafi verið á Má Guðmundsson við söluna á FIH. Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að leikið hafi verið á Má Guðmundsson við söluna á FIH.

Davíð hrakinn burt og Már lætur leika á sig


Líkt og áður sagði telur Hannes að Már Guðmundsson hafi látið plata sig þegar samið var um sölu á FIH og hann gagnrýnir einnig vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna fyrir að láta undan hótunum danskra stjórnvalda haustið 2010.

Á öndverðu ári 2009 var Davíð Oddsson hrakinn úr stöðu seðlabankastjóra, en Már Guðmundsson skipaður eftir skamma hríð í hans stað. Már hafði fyrir hönd Seðlabankans umsjón með sölu FIH banka haustið 2010 og sagði þá opinberlega, að hún væri "hagstæð". Svo virðist sem Már hafi ekki séð fyrir, hvað hinir nýju eigendur hlytu að gera, strax og þeir eignuðust bankann. Þeir léku á hann.

Í grein sinni í Morgunblaðinu segir Hannes: „Á öndverðu ári 2009 var Davíð Oddsson hrakinn úr stöðu seðlabankastjóra, en Már Guðmundsson skipaður eftir skamma hríð í hans stað. Már hafði fyrir hönd Seðlabankans umsjón með sölu FIH banka haustið 2010 og sagði þá opinberlega, að hún væri "hagstæð". Svo virðist sem Már hafi ekki séð fyrir, hvað hinir nýju eigendur hlytu að gera, strax og þeir eignuðust bankann. Þeir léku á hann.

Margar spurningar vakna því. Hvers vegna lét vinstri stjórnin undan hótunum danskra stjórnvalda haustið 2010? Hefði forsætisráðherra ekki átt að gera sér ferð til Kaupmannahafnar, ræða málið við starfsbróður sinn og fá frest til að selja bankann við betri aðstæður? Hefði vinstri stjórnin ekki átt að nota eitthvað af því lánsfé frá Alþjóðabankanum, sem lá óhreyft á reikningi í New York á háum vöxtum, til að kaupa bankann eða að minnsta kosti hluta hans? Hefði Már seðlabankastjóri ekki átt að setja það skilyrði við söluna, að fulltrúar Seðlabankans sætu áfram í stjórn bankans til að fylgjast með því, hvernig tapið, sem draga átti frá kaupverðinu, myndaðist?

Til dæmis veittu dönsk stjórnvöld bankanum eftir kaupin fyrirgreiðslu, sem framkvæmdanefnd Evrópusambandsins mat jafnvirði mörg hundruð milljón danskra króna. Hefði ekki átt að draga það fé frá tapinu, svo að það hefði runnið óskipt til Seðlabankans? Hefði Seðlabankinn ekki fengið meira fé út úr bankanum, hefði hann verið settur í skiptameðferð, eins og hinir nýju eigendur gerðu í raun? Hvers vegna áttu fjármálamennirnir Christian Dyvig og Fritz Schur að græða offjár á þessum kaupum, en Seðlabankinn að tapa á þeim tugmilljörðum íslenskra króna? Full ástæða er til að rannsaka þessi viðskipti, eins og Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hefur lagt til. Líklega nemur óþarft tap Seðlabankans í þessu dæmi um sextíu milljörðum íslenskra króna. Fer sú upphæð hátt upp í kostnað af smíði fyrirhugaðs hátæknisjúkrahúss.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None